Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 9
tölu'ðu um flugvélina mína. Þeir þögn- uðu sem snöggvast, þegar ég gekk inn, en síðan rigndi spurningunum yfir mig. Ég svaraði þeim af stökustu þolin- mæði og varaðist að sýna nokkra mikiimennsku, og á eftir gengum við ungfrú Flyteman inn í bakherbergið, og þar sýndi hún mér blöð með myndum af flugvélum, sem vig svo bárurn saman við flugvélina mína. Allir hvöttu mig til þess að fara á loft með „Svöluna". Ég tek þetta sér- staklega fram, vegna þess hvé fljótt ég fékk að reyna, að lýðhyllin er fall- völt. Hún er eitt hið óútreiknanleg- as'a fyrirbæri í þessari veröld. Ég man nefnilega eftir því, að Chessman gamli, slátrarinn, sem átti svínin, sem ég drap, sagði hvað eftir annað i mjög vingjarnlegum tón: ,,Já, það verða engin vandræði fyrir yður að komast á loft. — 0, 'nei, nei, það verður auðvelt.“ — Svo kinkaði hann kolli til við- staddra. Ég áíti heldur ekki í neinum erfið- leikum með að komast á ioft, „Sval- an“ var létt á sér. Mótorinn var varla farinn að öskra og hamast, þeg- ar hún var á lofti og sveif í léttum dýfum í átti.na að limgerði prestset- ursins. Ég sá móður minni bregða fyrir, sem snöggvast, þar sem hún stóð á svölunum með stofustúlkuna, eldastúlkuna og Snape gamla við hlið sér, þrútin af stolti, en barðist þó við grátinn. Svo varð ég að beina allri athvgli minni að stýrinu til þess að forða því. að ég rækist á perutré prestsins. Mér hafði fundizt eins og eitthvað kippti ofurlítið í, þegar ég fór af stað o.g svo virtist eitthvað slást utan í spjaldið, sem ég hafði letrað á við- vörunina: „Aðgangur bannaður, brot varða sektum“. Ég sá einnig fólkið á stígnum tvístrast í allar áttir, þegar ég kom æðandi En það var ekki fyrr en flugferðin var öll, að upp rann fvrir mér. hvað gamla ófétið. hann Snorticombe hafði gert. Það kom í ljós, að hann hafði haldið að tjóðra þyrfti óvættina, ég ætla að láta vera að gizka á, hvað eiginlega er í höfð- inu á slíkri mannveru. Hann hafði sem sagt brugðið reipi um væng- broddana og fest því við tvær járn- stengur, sem stóðu þar hjá og voru notaðar sem markstengur. Þeim kippti „Svalan“ upp. og svo héngu þær og drógust neð'an í henni og rákust í allt, sem fyrir varð. Ég hef komizt að því, að aumingja Templeton gamli var sá af áhorf- endunum á stígnum, sem verst varð úti. Hann fékk vel útilátið högg á skallann. Strax á eftir kurluðum við agúrkuvermireit prestsins, drápum og tættum sundur páfagaukinn hans, en sluppum rétt aðeins við að slasa vinnukonuna, er hún rak höf- úðið út um svefnherbergisgluggann til þess að gá að, hvað um væri að vera. Þetta hafði ég þó ekki minnstu hugmynd um á þeirri stundu, sem það gerðist. Ég sveigði með naumindum fyrir húsið prestsins og gerði ítrekaða til- raun til þess' að forðast perutrén í enda garðsins. En járnstengurnar neð'an í vélinni þyrluðu greinunum og blöðum í allar áttir Og því næst var ég fyrir alvöru kominn á loft. Mér fannst það ólíkt meira æsandi en mig hafði grunað. í fyrsta l'agi var djöfullegur hávaði í vélinni og stjórnvölurinn hamaðist í höndun- um á mér eins og hann væri lifaridi Mér tókst þó að beina flugvélinni í áttina að markaðstorginu. Við þrum uðum yfir verzlanir Stunts gamla. og- járnstengurnar plægðu þökin og ruddu hluta af reykháfnum yfir mannfjöldann á götunni. Svo tókum við dýfur. Ég held að önnur járn stöngin hafi læst sig eins og akkeri í þakskeggið hans Stunts gamla, og þar af leiðandi átti ég fullt í fangi með a-ð komast yfir fjósið bak við krána. Það tókst heldur heldur ekki alveg slysalaust. Hjólin snertu rétt sem snöggvast mæninn, og vinstri vængurinn hristist geigvænlega, þeg ar hann rakst í strompinn Mér hefur verið sagt, að báðar járnstengurnar hafi sveiflazt yfir mannfjöldann á djöfullegasta hátt, þegar flugvélin tók næstu dýfu, en ég vil nú hallast að þeirri skoðun. að það sé eitthvað orðum aukið. Það kostaði engan lífið, og það hlýtur að hafa liðið hér um bil hálf mínúta frá því ég kom í ljós hjá Stunt, þar til ég renndi mér niður á þakið á fjósinu, og hélt áfram fyrir gróður- húsin hans Luptons. Ef fólkið hefði haft vit á að forða sér, í staðinn fyrir að góna á mig eins og naut á nývirki, hefði það ekkert sakað. Ég hafði nóg að gera og gat ekki komið því við að vara fólkið við því, að hætta stafaði af járnstöngunum, sem höfðu slegizt í för með mér, án minnar vitundar. Ef nokkur átti að vara það við þeim, þá var það ófétið hann Snorticombe. Allir geta skilið, að ég hafði u.m nóg að hugsa með vinstri vænginn lamaðan og mótor- inn öskrandi af því að einn strokk- urinn í honum tók sér hvíldir. Menn geta kannske sagt, að ég eigi á einn eða annan hátt sök á því, að Dudney gamli valt út úr strætis- vagninum. En ég get ekki skilið að það sé mér að kenna, að vagninn hélt áfram ferðinni inn um búðar- gluggann hjá Chessman slátrara, eft ir að hafa velt um nokkrum markaðs borðum. Ekki get ég heldur séð, að þa væri mín sök, þótt trylltur og illa siðaður mannskari bryti leir- muni og glervaming, sem klaufalega var gengið frá og træði undir fótum smjör og ost í einni búð. Návist mín var einfaldlega notuð til þess að afsaka hneykslaniega hegðun. Það var ekki rétt að segja, að ég hafi hrapað niður á gróðurhúsin hans Luptons gamla, en ekki flaug ég heldur yfir þau. Ég fleytti kerling ar á þeim væri réttasta lýsingin á því, hvernig ég komst í tæri við þess ar viðkvæmu byggingar. Það er kynleg tilfinning að vera borinn áfram í þessu svífandi farar- tæki, sem um stund hafði tekið af mér völdin, frá einu gróðurhússþak- inu lil annars, þrátt fyrir harðvítug- ar Hlraunir mínar til þess að taka stjórnina í mínar hendur. Og hinn óumræð’ilegi léttir var það. þegar,. við lækkuðum flugið á ný, eftir vi.ð- komu á fimmta eða sjötta þakinu. Ég gleymdi samstundis öllu and-.„ streymi. Ef einhver vafi hafði leikið á flughæfni „Svölunnar“, þá hvarf hann nú á svipstundu Vifj þrumuðum yfir múrinn hjá Lupton með járnstengurnar dingl- andi neðan í og ef því er sleppt að þær rákust á kú, sem drapst daginn eftir, gerði ég ekki hin minnstu spjöll alla leiðina fyrir engið hjá Cheeseman slátrara. Nú var ég kominn í meiri hæð, svo að mér fannst ég vera öruggur. Ég sveigði því fagurlega yfir svína- húsið hans til þess að gefa þorps- búum enn eitt tækifæri að sjá, hversu slyngur flugmaður ég var. ~ Það var ætlun mín að fara upp í sneiðingu, þar til ég væri Iaus við- öll tré og þess háttar og fljúga síðan kringum kirkjuturninn. Fram að þessu hafði ég verið svo vant við látinn vegna óvæntra viðr bragða flugvélarinnar, að ég hafði lítið fylgzt með því sem fram fór fyrir neðan mig. En nú sá ég hóp manna, með Lupton í broddi fylk- ingar, vopnaðan heykvísl, hlaupa á ská yfir engið. Ég velti því nokkra stund fyrir mér, hvað þeir væru að elta. Ég hækkaði flugið jafnt og þétt og sá nú geysilega ringulreið niðri á markaðstorginu. Á því augnabliki skynjaði ég ekkert samband milli þessa óskapnaðar og athafna minna. Það var í rauninni höggið, þegar ég rakst á vindhanann, sem olli því að mótorinn stanzaði. En ég hef aldrei getað ski.lið, hver var hin eiginlega orsök árekstursins við þennan afleita vindhana ,þó getur verið, að skellurinn, sem vinstri vængurinn fékk á þakinu hjá Stunt, hafi skemmt stýrisútbúnaðinn. En hvernig sem nú þetta var, rakst ég á þetta montna vindhanakríU og beygði það, og í nokkrar sekúndur var ég þess fullviss, að ég myndi hrapa niður á markaðstorgið. En með miklum erfiðismunum gat ég flogið áleiðis að Withycombehæðun T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 633

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.