Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 10
'j-m og mér finnst, að fólk, sem ég rakst ekki á. ætti aS vera mér þakk- látt. Þag var ekki tími til þess aS virða landslagið fyrir sér og velja hentug- a« stað til lendingar, og það var ekki mín sök, að fjórði hluti þorps- búa kom æðandi yfir engig hans Cheesemans. Bngið var eini staðurinn, þar sem hægt var að lenda án þess að möl- brjóta flugvélina, og það varð ég að notfæra mér. Það getur verið ag ég hafi velt nokkrum hræðum um koll, egar ég sveif skáhalt niður engið. n leikni öðlast menn ekki heldur án einhverra byrjunarmistaka. Og ég neyddist til þess að fórna svinunum hans Cheesemans. Ég gat valið á milli þess ag lenda í svina- hjörðinni og draga þar úr ferðinni eða renna á fullri ferð á svfnahúsið þar á bak við. Það var meg báru- járnsþaki, svo að ég hefði hæglega getað skorizt í ræmur á því. Og svín eru óneitanlega fædd til þess að láta lífið. Ég klöngraðist niður úr vélinni og leit til baka. Ég var ekki lengi að uppgötva, að .þorpsbúar tóku við- leitni minni til þess að sýna þeim listflug með megnu vanþakklæti. Loftið titraði af hrópum áhorfend- anna og veini tveggja svína, sem klemmd voru undir flugvélinni. Nokkrum metrum fyrir aftan mig sá ég Lupton koma hlaupandi með hevkvíslina mundaða eins og hann ætlaði að reka hana í mig. Eg hef ætíff verið snarráður og einbeittur við slíkar kringumstæður. Ég yfirgaf „Svöluna" í flýti, skauzt gegn um svínahúsið og hljóp yfir ávaxtagarð- inn handan við það, stökk yfir múr- vegginn hjá Hinks og var kominn inn um bakdyrnar á lögreglustöðinni, áður en nokkur hafði áttað sig. — Nú, sagði Nenton yfirlögreglu- þjónn, — hefur þú nú brotið lögin? — Nei, svaraði ég — en það er eins og eitthvað sé að fólkinu í dag. Eg vildi helzt, að þér lokuðuð mig niðri í kjallaranum um stund. í fjórtán daga var mér bannað að koma nálægt minni eigin flugvél. Ég fór heim úr lögreglustöffinni strax og mesta óróann lægði og gekk eftir Ástarbrautinni til þess að vekja ekki fjandsamlegar tilfinnjngar hjá nein- um. Móðir mín var sárgröm yfir því, hvernig komið hafði verið fram við mig. Ég varð ag hafast við í nokk- urs konar umsátri í herberginu mínu og „Svölunnar“ var gætt af þorps- búum, þar sem hún stóð á enginu hans Cheesemans. Hann var búinn að hóta því að gera hana upptæka. En eina nóttina hvessti svo, að „Sval- an“ fauk og lenti öðru sinni á gróð- urhúsunum han-s Luptons. Lupton skrifaði mér ósvífig bréf, þar sem hann hótaði að láta selja „Svöiuna", ef ég léti ekki flytja hana burt, og hann lét flytja langa runu um skaðabætur, lögfræðinga og sitthvað fleira. Svo sendi móður mín eftir flutningsvagni til þess að fjar- lægja hana. Þegar hér var komið, hafði ofsann í þorpsbúum lægt svo mikið, að ég gat sjálfur verið viðstaddur flutn- ingrnn. Þarna lá hún eins og risavax- ið fiðrildi í rústum gróðurhúsanna hans Luptons, nærri óskemmd fyrir utan smágöt héi og þar og nokkrar bognar stoðir í vinstri væng. En hún var útötug í svínablóði og hræðilega óhrein. Ósjálfrátt fór ég ag fitla við mótorinn og hafði komiff honum í gott lag, áður en flutningsvagninn kom. Skrúðgangan heim til mín færði mér aftur þó nokkuð af fyrri vin- sældum mínum. Meg hjálp nokkurra áhorfenda gátum viff komiff „Svöl- unni“ upp á flutningavagninn og ég tók mér sæti í vélinni, svo að hún héldi frekar jafnvæginu. Síðan hófst heimferffm. Sjö hestum var beitt fyr- ir vagninn. Klukkan var að verða eitt og öll skólabörnin í fylkingu á eftir okkur og hrópuðu húrra. Vig gátum ekki farið eftir Garða- strætinu, því að það var ekki nógu breitt fyrir flugvélina og þess vegna fórum við út á engið hans Cheese- mans og ætluðum síðan áfram eftir almenningnum. Þaff var að sjálfsögffu heimsku- legt af mér að gera það, sem ég gerffi — það sé ég nú — en ég komst í svo einkennilega gott skap af því að sitja á þessum sigurvagni með hóp glaðra unglinga á eftir mér. Ætlu'nin var aðeins sú að láta skrúf- una snúast nokkra hringi til þess að gefa ferðinni hátíðlegri sH'ip. En vélin tók af mér völdin. Þag var eins og hvirfilbylur, og síðan var ég kom inn á loft í annað sinn og stefndi þvert yfir almenninginn. — Nú ligg ég þó i því, sagði ég við sjálfan mig. Þar sem ég var nú kominn á loft, ætlaði ég ag freista þess að lenda heima á enginu okkar. En þessar fyrstu flugvélar voru vægast sagt ó- útreiknanlegar. Sé grannt að gáff, þá var ég á réttri leið, þótt ég lenti í skrúðgarð inum á prestssetrinu og það gerði ég einmitt. Og ég skil ekki, að nokk- ur geti áfellzt mig, þótt presturinn sæti með alla fjölskylduna og hóp af kunningjum að hádegisverði úti á grasflötinni. Það hefur sjálfsagt verið hafður sá háttur á til þess að fólkig gæti fylgzt með heimflutn- ingi „Svöhmnar". Það ætlaði að gleðjast yfir hrakförum mínum. Það gat maður séð á því, hvar borðið var haft. Ég gat ekki heldur að því gert, þótt örlagadísinlrir vildu ekki, þrátt fyrir allt, auðmýkja mig meira en orðið var, heldur dembdu mér nið- ur mitt á meðal þeirra. Það var rétt að byrja á súpunni, en ég býst við, að þau hafi frekar vonazt eftir mér við ábætinn. Enn þann dag í dag er mér það hulin ráðgáta, ag ég skyldi ekki háls brjóta prestinn. Brúnin á vinstri vængnum kom undir hökuna á hon- um og kippti honum með sér um það bil tíu metra. Hann hlýtur að hafa haft hálslið úr stáli. Kannski hefur hann náð taki á einhverju neðan á vængnum og haldig sér þar. En ekki gat ég gizkað á, hvað þag hefur verið. Aftur móti hefur viðurinn liklega verið grautfúinn undir grænni máln- ingunni, því að svalirnar hrundu í eina hrúgu ásamt þakspóninum og fleiri sprekum eins og væru það leik- tjöld, en ég, mótorinn og framhluti flugvélarinnar fórum með braki og brestum inn um franskar dyr og höfn uðum á dagstofugólfinu. Þaff var mik- il heppni fyrir mig, að dyrnar stóðu opnar, því að varla er hægt að meiða sig óþægilegar viff annað en að þeyt- ast í gegnum þunnt gluggagler. Á eftir þessu öllu komu auðvitaff endalausar ásakanir og umvandanir. En til allrar hamingju var prostur- inn óvígur. Alvarleg og áherzlurík orff hans hefði maður ekki staðizt — og þó. Kannski hefðu þau haft sef- andi áhrif á þessar hræddu sálir. Þannig urðu þá endalok „Svölunn- ar“ fyrstu flugvélarinnar minnar. Ég gerði mér ekki þá fyrirhöfn að flytja hana þaðan sem hún lá, nennti því ekki. Svo skall óveffrið á. Það var bersýnilega skoðun þcrps- búa, að við móðir mín ættum að borga allt og bæta, er aflaga hafffi farið í Mintonchester síðan á morgni flug- aldarinnar. Við áttum aff standa skil á andvirði hvers kvikindis, sem menn rak minni til, að fallið hefði skyndi- lega í valinn. Og ekki vantaði, að' hátt væri metið. Kýr voru virtar á tuttugu og fimm og þrjátíu sterlings- pund og þar yfir, grísir á eitt pund. Og það var ekki úr vegi að fjörutíu og fimm pund kæmu fyrir svalirnar, Há- degisveizlur voru sagffar firnadýrar og hið sama gilti um þakhellur og byggingarvörur yfirleitt. Það duldist ekki, að sumt fólk í þorpinu hélt aff upp væri runnið nýtt tímabil mikillar velmegunar. Sú velmegun takmark- aðist bara af gjaldþoli okkar móður minnar. FriSrik Eiríksson þýddi. 634 TÍM1NN SHNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.