Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 11
Stefán Th. Jónsson og Jón Stefánsson (sitjandi til hægri). Halldór Stefánsson: Samkeppnin á Seyðisfirði Dæmi um hörkuna, þegar kaupmönnum og verzlunarsamtökunum nýju laúst saman Á ÞEIM TÍMA, sem kaupfélög og pöntunarfélög höfðu þá aðferð við verðlagningu aðkeyptrar, erlendrar vöru að verðleggja hana ekki hærra en það, sem ætlað var, að nægði fyrir dreifingarkostnaði, var samkeppni kaupmanna við félögin snarpari og óvægnari en síðar varð, eftir að fé- lögin tóku að verðleggja líkt og kaup- menn og úthluta arði eftir á. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs á Seyðisfirði hafði hina fyrrnefndu verð lagningaraðferð, og samkeppni kaup- manna á Seyðisfirði við félagið var hörð. Það var venja á aðalfundum Pönt- unarfélags FljóUdalahéraðs, að fram kvæmdastjórinn gerði samanburð i verðlaginu og kaupmannaverzlunure á staðnum. Út af þessu gerðist það til nýlundu að þrír kaupmenn á Seyðisfirði, Stef án Th. Jónsson, Sigurður Jónsson verzlunarstjóri, og Þórarinn Guð mundsson, tilkynntú í auglýsingar formi í 6. tölublaði Austra 3. mara 1906, að samanburður á verðlagi, sem Jón Stefánsson haffTi lagt fram á að alfundi Pöntunarfélagsins haustið áð ur, væri rangur og villandi og auð sjáanlega gerður í þeim tilgangi aí spilla atvinnu þeirra og tæla viðskiptí menn þeirra til Pöntunarfélagsins. — Fyrir því sögðust þeir hafa gert ráð stafanir til þess að höfða skaðabóta mál gegn honum fyrir atvinnurój þennan, en verða að fresta fram kvæmd, „þar eð vér erum á förun: erlendis". Auglýsingin var dagsett 24. febrú ar. Hún vakti mikla athygli og um tal í bænum, meðal annars vegnf þess, að Jón var þá nýfarinn til út landa og kaupmennimir sjálfir búnii til ferðar úr landi samkvæmt auglýs- ingunni. Ég var starfsmaður félagsins og ti) forsvars í fjarveru Jóns. Ég svaraði auglýsingunni í næsta blaði Austra með stuttri grein og hafði að yfir- skrift þetta stef Þorsteins Erlingsson- ar: Þó flest sé það gleypt, sem er logið og lágt, er lifandi sleipt á því tæki, að finna hvað kleift er að hafa yfir hátt og hverju skal hleypt út að baki. Framhaldið var svona: „Ég get fullyrt, gagnvart því, sem er „dreift út að baki“ Jóns Stefáns- sonar, rétt eftir að hann er farinn til útlanda, að hvorki honum né Pönt- unarfélagsmönnum mun þykja verr farið, þó að gremja kaupmanna hafi nú brotizt út opinberlega á þann hátt, sem orðið er. Það er hér, sem oftar, betra að mæta því, sem opin- berlega kemur fram, en því, sem í myrkri er hulið. Málsatriðin sjálf þýð- ir ekki að ræða um hér, það mun gert á annan hátt, sbr. niðurlag aug- lýsingarinnar. En þess virðist mér, að kaupménnirnir hafi ekki gætt, er þeir sömdu auglýsinguna, „á förum erlend is“, að það er sitthvað að finna, hvað kleift er að hafa yfir hátt, ef ætlað er að mannskemma einhvern, og hverju má dreifa út að baki. Og á því munu þeir fá að kenna, áður en lýk- ur. Ef svo er, að kaupmenn hafi ætl- azt til að þessi kaupmannshrekkur skyldi bæta ujip fjarveru sjálfra þeirra til að vinna á móti samkepp ii Framhald á bls. 645. T-Í.HINN SUNNUDAGSBLAÐ 635

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.