Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Síða 14
 .' ,,,• • v ■ r r iii iMaMI Hér or öriítiS sýnishoin af skeldýrasafninu, sem ingimar er að koma á fót fyrir fiskideiid háskóians, en þar starfar hann alla daga. í safninu gefur aS líta ýmiss konar skeldýr, alit frá stórum kuSungum og skeljum tll smáskeldýra, sem rétt sjást með berum augum. Ingimar er elni maSurinn, sem nú fæst vlS skeldýra- rannsóknir hér á landi. ast í skóla, — og það reið bagga- muninn. — Fórstu með plönturnar með þér? — Já, ég átti orðið mikið plöntu- safn þá og bjöllusafn. Stefán Stefáns- «n, grasafræðingur, var þá náttúru- fræðikennari við skólann. Þegar hann spurði nemendurna, hvað hin eða þessi plantan hét, bað hann mig að þegja, því að hann vissi, að ég þekkti nöfnin á þeim. Eg þe'kkti flestar jurtir, sem voru á þessum slóðum. Stefán sendi fyrir mig bjöllusafnið út, til ákvörðunar á einstökum bjöll- um, en það kom aldrei til baka. Eft- ir það safnaði ég eiginlega engu af þess háttar. Eg var þrjá vetur í skólanum, en gat ekki farið í framhaldsnám, og þau vonbrigði fylgdu mér hálfa æv- ina. Eg ætlaði að fá mér vinnu um sumarið og halda áfram næsta vet- ur, en þetta voru slæmir tímar, styrj- öldin brauzt út, og litla vinnu var að hafa. Eg fékk augnveiki og varð ófær til að lesa um sumarið. Eg ætlaði þá að freista að komast veturinn eftir og las þýzku og stærðfræði heima af kappi. En það var sama sagan, ég fékk ekkert að gera, og þá fór ég að kenna börnum og unglingum í sveitinni heima. Þar með var mínu skólanámi lokið. — Eg horfði á efíir. mínum skólabræðrum í Menntaskó!- ann. —• En þú hefur ekki lagt árar í bát? — Eg hélt áfram að athuga gróð urinn jafnframt kennslunni, og þeg- ar ég varð kennari á Árskógsströnd veturnar ’21—’23, byrjaði ég að safna skeldýrum, og krakkarnir • hjálpuðu mér. Skólinn stóð fast við sjóinn, svo að það var hægt um vik. Þau gengu með mér um fjöruna og voru allt í kringum mig, þegar ég krufði ýsuna, sem bátarnir komu rheð að Jandi. Börnin fengu mikinn áhuga á jþessu og sendu mér meira að segja skeldýr eftir að ég var fluttur til Akureyrar. Guðmundur Bárðarson, faðir Finns fuglafræðings, hjálpaði mér til þess að ákvarða skeldýrin, og það hefur líklega verið mest fyrir hans tilstilli, að ég varð framkvæmda stjóri gróðrarstöðvarinr.ar á Akur- eyri um. eins árs skeið. En svo vann ég við skrifstofuvinnu frá 1927—3ö. Maður varð að taka því, sem hendi var næst, hvort _sem maður hafði áhuga á því eða ekki, því að nú sá ég fyrir fjölskyldu. Við kynntumst í gróðrarstöðinni, oknan mín og ég, og höfum staðið saman síðan. Eg sá um lystigarðinn á Akureyri í þrjú sumur. Þá fór ég upp klukkan fimm á morgn- ana og vann í garðinum til átta, þá tók skrifstofan við til klukkan sex, og síðan garðui’inn aftur fram að mið- nætti. — Hvenær fórstu þina fyrstu gróðr- ar-rannsóknarferð? — 1925. Þá rannsakaði ég skagann milli ísafjarðar og M.ióafjarðar. Ári seinna fékk ég góðan styrk úr danska sáttmálasjóðnum, og það var mér mikil viðurkenning. Það ár rannsak- aði ég útkjálkasveitir austan Eyja- fjarðar. — Hvernig voru þessar ferðir? — Þær voru dálítið þreytandi. Maður var alltaf einn með allt haf- urtaskíð á bakinu. Eg hafði vissa áfangastaði, var þar í ákveðjnn tíma og safnaði í kring, flutti mig þannig stað úr stað. En ég hafði ánægju að þessu, sérstaklega þegar ég fann plöntur, sem ekki höfðu fundizt hér á lanái áður. — Manstu eftir einhverjum fundi, sem gladdi þig meira en aðrir? — Það.var eiginlega dálítið sér- stætt við hvern fund En ég man eft- ir, að mér fannst skemmtilegt að finna plöntu, sem hafði fundizt um miðja 19. öld, en síðan ekki. Þetta var skógarfjóla. Hún var ekki tekin í fyrstu útgáfu íslandsflórunnar, af því að hún hafði ekki endurfundizt. Hins vegar var hún tekin upp í aðra útgáfu 1924, þótt hún hefði þá ekki endurfundizt, því að Daninn, sem fann hana á 19. öld, var talinn svo áreiðanlegur. Eg fann hana 1926 í Þorgeirsfirði og aftur ári seinna í Reyðarfirði, en þetta voru aðrir fund- arstaðir en þeir, sem Daninn hafði fundið hana á. En svo fann ég hana i þriðja sinn fyrir fáum árum á öðr- um þeirra fundarstaða.semhannhafði tilgreint, — í Krísuvík. Og mér þótti vænt um, að það hafði sannazt, að hann hafði greint rétt frá. Mér þótti lika vænt um, þegar ég fann „langnykru*' 1925 — en það heiti gaf ég henni. — Það er stærsta jurtkennda planta, senj fundizt hef- ur á íslandi. Þetta eí vatnaplanta, og lengsta eintakið, sem ég hef fund- ið, var 2,80 m. Mér jþótti furðulegt, að svona stór planta skyldi eltki hafa >:i)i, i >: ttjiikiáij/ ■• 623 T f M 1 N N SHNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.