Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 15
fundizt fyrr eftir allar þær rann- sóknir, sem höfðu farið fram til þess tíma. — Þá gætijeynzt sem lítið er. Eg hef stundum haft á tilfinning- unni, að mér væri leiðbeint, því að ég hef oft tekið óþarfa króka á þess- um ferðum mínum, og þá oft fundið sjaldgæfar plöntur. En ég varð að hætta lengri rann- sóknarferðum í bili, því að ég veikt- ist í maga, og var oft mikið lasinn. í þess stað fór ég styttri ferðir og ætlaði mér að fá flóru fyrir vissa staði. Eg rannsakaði Hörgárdal, Fnjóskadal, Öxnadal og Svarfaðar- dal meðan ég bjó á Akureyri og hélt áfram þessum svæðisrannsóknum, þegar ég flutti til Dalvíkur. Þar bjó ég í gamla læknissetrinu og hafði svolítinn búskap, en mér féll ekki við hann og leiddist að þurfa að slátra skepnunum, en það fylgir allt- af búskapnum. Á meðan ég bjó í Dalvík, rannsakaði ég gróðurinn í Hornafirði, Axarfirði, Ólafsfirði og Núpasveit og hugsaði mér að gefa út sér flóru fyrir þessa staði. Eg skrifaði gróðurlýsingarnar á dönsku, og sumt af þeim kom í „Botanisk Tidskrift“, en annað liggur en í handriti. — Eru vísindamenn nokkur nátt- úrubörn — verður þetta ekki bara fræðimennska? — Það fer eftir eðli manna. Hjá sumum er þetta aðeins þurr fræði- mennska, mér hefur það verið miklu meira, maður hefur hvergi notið lífs- ins betur en í návist gróðrarins. Náttúran kenndi mér, að slíkar dá- semdir og fegurð, sem hún býr yfir, hefði enginn getað skapað nema vera, sem hefur mikið vit. Eg var áður guðlaus, en í samskiptum við náttúrtma fékk ég innsýn í sköpunar- verkið. Og þegar ég kom til Akur- eyrar, kynntist ég guðspekinni, og þá fann ég það, sem var í samræmi við mitt innra líf og hef ekki sleppt því síðan. Við áttum gott bókasafn í guðspekifélaginu á Akureyri, og ég las mikið þar og þýddi auk þess fyr- ir félagið. Þannig fékk ég innsýn í tilveruna frá tveim sjónarhornum, annars vegar plöntunum og hins veg- ar guðspekinni. — Sumir segja, að plöntur hafi tilfinningar, heldurðu, að það sé rétt? — Eg geri ráð fyrír, að þær hafi einhvers konar tilfinningar. Við vit- um náttúrlega ekkert um, hvort plöntur þjást, en þegar þær brotna „blæðir“ úr sárinu. Það kom til okk- ar á Akureyri indverskur guðspek- ingur, og maður sá sársaukann í and- liti hans, þegar einhver sleit upp plöntu. Honum fannst það vera að deyða líf. — Þú hefur þá mörg líf á sam- vizkunni. — Já, en það er annað að drepa í tilgangsleysi eða af nauðsyn. Eg tek þær upp, þurrka þær, og þær verða nokkurs konar múmíur. Annars er ýmislegt einkennilegt við jurtir. Þú getur komið í tvær stofur, sem báðar virðast hafa jafn- góð skilyrði fyrir blóm. En í ann- arri þeirra líður blómunum illa, þau rétt tóra, jafnvel þótt þau séu með- höndluð eins og bækur segja til um og konan segir, að hún skilji ekkert í þessu: Eg gef þeim áburð og vatn, segir hún. — En hún minnist ekk- ert á, hvort henni þyki vænt um blómin og leggi sál sína í uppeldi þeirra. Plöntur þurfa nefnilega meira en mat og drykk. — Við eigum erf- itt með að setja okkur í spor hvers annars, hvað þá heldur í spor plantn- anna, og þess vegna getum við ekki skilið, að það sé samband milli manna og plantna. Samt er það þannig, að plöntu líður ekki vel í návist manns nema manni þyki vænt um hana. Framhald á 646. siðu.. k Hér sitja þeir grasafræðingarnir, Ingimar Óskarsson og Johannes Gröntved. Þeir eru þarna i hliðum Súlnanna í Eyjafirði. Myndin er tekln árið 1936, en Gröntvad fór fjórar rannsóknarferðir til íslands, og hann hefjpr skrifað bók um æðri plöntur á íslandi. IÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 639

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.