Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 18
að gera svo vel að sýna gefandan- um með áþreifanlegum hætti, hvað hann mæti gjöfina mikils. Það dugðu engin undanbrögð, hann bauð gef- andanum til síðdegisverðar, og með hjálp viskýglass tókst honum að koma nokkrum termítum niður. Þótt dvergarnir búi á svæði, þar sem mörg fljót og stór falla um, hafa þeir aldrei komizt upp á la,g með að smíða sér fley og eiga því enga slíka farKósti. Það er mjög ^jaldgæf sjón, að sjá þá úti á vatni, og þurfi þeir að komast yfir fljót, verða þeir að leita á náðir negranna. Oft geta liðið margir dagar, þangað til negrunum þóknast að sinna þeim, því að þeim er ekkert í mun að gera að skapi dverganna, sem eru þeim undirgefn- ir og þeir fyrirlíta. Höfundur bókar- innar segist aldrei — í þau tuttugu ár, sem hann dvaldist í Afríku — hafa séð dverg fá sér bað, og hann segir, að langflestir þeirra séu ósynd- ir. þótt negrarnir í nánasta umhverfi þeirra séu yfirleitt syndir. Það, sem kemur manni mest á óvart í frásögn Juliens af þessum frum- stæðu þjóðflokkum, er, að þeir eru eingyðistrúar, trúa á einn guð, sem er skapari alls, sem fyrirfinnst, og hefur upphafið eðli. Það er mjög erfitt að komast að raun um hverj- ar hinar raunverulegu trúar- og lífs- skoðanir þessa fólks eru. Það tók höf- undinn' oft marga klukkutíma að fá svör við nokkrum spurningum, og hann varð að fara ótal krókaleiðir stundum til þess að verða einhvers vísari. Dvergarnir eru ákaflega inni Fiautuhljómleikar. Dvergarnir s-miða sér flautur úr tré og spila á þær, ungir sem gamlir, en tónstiginn er lítill og ,,lögin" tilbreytingarlaus. i-okaðir og tortryggnir gagnvart spurningum, sem lúta að trúarlífi þeirra og lífsskoðun, og auk þes? eiga þeir erfitt með að gera sér grein fyrir andlegum viðhorfum sjálfs iín, enda óvanir því að lást við sjáifs rannsóknir Spurrungar, setn ntiðs að því að fá fram slíka vitneskju, verða . ó vera ákafle°a e;nfa,dar, og þær verða að miðast við hið frumstæða stig, sem dvergarnir eru á. Þar að auki segir höfundurinn, að oft og tíðum sé nauðsynlegt að endurtaka sömu spurningarnar með ýmsu móti, bví að dvergarnir eru seinir í hugs- un. Það clrynur j trumbunni, og dimm slög hennar tala til dvergsins með þeim hætti, sem hann einn skynjar. Við skulum nú fylgjast með höf- undinum, þar sem hann hefur safnað dvergunum umhverfis sig: „Lítili hópur „bakaha“ (heiti á þjóðflokknum) situr á hækjum sín- um umhverfis mig, en Kandéle etékssangngukuma (undirhöf ðingi), situr andspænis mér á einum tjald- stólnum mínum. Kandéle er lítill, hljóðlátur og dálítið þunglyndisleg- ur maður, sém ég hef mikla samúð með, því að ég veit, að innan skamms mun hann verða fyrir mikilli sorg. Um morguninn hafði hann komið, eins og oft áður, að kofanum mín- um til þess að biðja mig að hjálpa konunni sinni, sem hefur verið veik undanfarið. Ég fylgdist með honum að kofa hans, sem var eiginlega gam- all negrakofi. í rökkrinu inni í kof- anum lá Amalo, lítil samanskroppin kona, hreyfingarlaus .yið bálið. Af og til varpaði hún öndinni þunglega. Ég vissi, að hún mundi aldrei verða heil- brigð aftur, þótt talsverður tími gæti liðið, áður en hún yfirgæfi kæfandi rökkur frumskógarins fyrir fullt og allt. Ég gaf henni kvalastillandi meðal, það var það eina, sem ég gat gert, og þegar ég fór út úr göml- um og sótugum kofanum, mætti 642 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.