Tíminn Sunnudagsblað - 13.12.1964, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.12.1964, Síða 11
komið síðustu sex árin. Jú — reyndar eitt í haust, og það var dagur, sem seint gat gleymzt. Allir höfðu verið eins og utan við sig, og bara starað út 4 hafið, sem hafði verið kyrrt þann daginn, aðeins gola sem lá að landi. Tímunum saman hafði ^fólkið horft á seglin, sern ofurhægt nálguð- ust landið. Skip — það var óskíljan- legt, eftir því hafði verið mænt, ár eftir ár, og nú gat fólk varla áttað sig á því, að vonin værí að rætast. Margir tárfelldu, og enginn gat neitt aðhafzt annað en að horfa út á sjó- inn. Bárður hafði blátt áfram gleymt að láta kveikja varðeldinn, sem átti að kunngera komu skipa — svo var guði fyrir að þakka. Það hlífði öðr- um við vonbrigðunum. Skipið var rekald, án farms, og innan borðs fimm menn, sem voru að deyja úr hungri og þorsta. Þáð var auðsætt, að þetta skip yrði ekki sjófært framar, en tímbrinu og nöglunúm var bjarg- að. En nú var fimm mönnum fleira að fæða. Þó dóu fjórir rétt strax. JJinn fimmti var enn lifandi, en lít- ið voru þeir bættari fyrir hann, sem um ekkert hugsaði nema konuna og börnin heima. Og voru þó engar lík- ur til þess, að hann kæmíst heim aftur og fengi að sjá þau. Helga brosti allt í einu öruggu brosi: — Þegar Þorkell kemur ... Bárður leit á systur sína, og hún kinkaði róléga kolli: — Helga vonast alltaf eftir Þor- kelí. Helga reis á fætur og strauk nið- ur þykkt ullarpils sitt: — Hann kemur, sagði hún af sann færingu. Síðan gekk hún út. Móðir hennar horfði á eftir henni og sagði: — Það er Helgu vegna, að ég kem til þín, Bárður. Hann kinkaði kolli: — Hvað er langt síðan Þorkell fór? — Hann fór með síðasta skipi fyr- ir sex árum í fylgd með Þórði frá Görðum. Þeir ætluðu til Björgvinjar til þess að leita hjálpar. — Hafi þeir komizt alla leið, er ekki óhugsandi, að þeim lítist betur á sig í Noregi en hér og komi því ekki aftur. — Ekki held ég það. Hitt er senni- legra, að þeim hafi ekkert orðið ágengt — og farkost þurfa þeir til þess að komast hingað aftur. Ég verð að biðja þig fyrir Helgu. Bárður laut höfði: — Þú kemur líka — og þið öll, sem ennþá eruð eftir í Laxárdal. Hallgerður brosti: — Ekki ég, Bárður. Ætt Sigurðar hefur setið Lax árdal í fimm hundruð ár. Hann fer ekki í eyði. — Það væri þó viturlegast, Hall- gerður. — Mé vel vera. — Og hvernig gengur annars? — Illa. Gras höfum við varla séð í þrjú ár. — Ekki við heldur. — Af dauðu fé fær maður engar afurðir. Síðasta bátskriflið höfum við höggvið í eldinn. Það hriplak. Ég býst við, að við verðum að rífa tvö af gripahúsunum til þess að gera við hin með spýtunum úr þeim. Og við erum fimm — eða höfum verið — þrjár konur og tveir karlmenn á heimilinu. Arngrímur er ekki hraust- ur og Sveinn er fáviti. Svo ástandið verður ekki gott, þegar skrælingjarn- ir koma. Bárður brosti: — Svo illa fer það vonandi ekki? — Hvernig fór í Vestribyggð? Bárður þagði. Hann stóð á fætur og tók niður öxi sína, langskepta og sterklega, en blaðið úr hvalbeini. Hann gekk til dyra og gaf Hallgerði bendingu um að fylgja sér. Þau gengu niður túnið í átt til kirkjunnar, sem húkti lágreíst í garði sínum, veggir hennar voru úr hlöðnu grjóti, en vesturgaflinn einn úr timbri — útskorinn, veðurbitinn og hrúðraður. Bárður mælti: — Þarna viltu víst láta grafa hann — hjá hinum. Hallgerður samsinnti því: — Já, fyrir sunnan kirkjuna. — Já, en það verður nú að bíða til vors — ekki tekur neinn gröf eins og er. Svo barf líklega að hringja. Bárður brosti dauflega. Þetta var margsögð fyndni. Kirkjuklukkurnar var sem sagt löngu búið að bræða. Klukknapallurinn var einnig horf- inn. Bárður leít á steinstöplana, sem verið höfðu undirstaða hans. Hann opnaði kirkjudyrnar og gekh inn. Þar var kalt og dimmt, birtan kom aðeins inn um göt á þakinu, sem virtist að því komið að hrynja. Hálf- full af snjó var kirkjan og iltarið autt. Bárður strauk yfir það með hendinni og sagði: — Ég bar altaristöfluna mn í bæ, svo að hún yrði ekki ónýt. Það er sagt, að hingað komi í vor prestur frá Görðum til þess að messa, og þá lögum við til hér. Þá verður bezt að jarðsyngja Sigurð, — ef þú vilt s-vo hafa. Ilallgerður drúpti höfði. Bárður gekk út og hélt niður að búðunum við sjóinn. Þar opnaði hann dyr og lét Hallgerði ganga á undan sér inn. Hann hélt hurðinni opinni, svo birtan félli inn og hún gæti litazt um. — Vantar ykkur ekki eitthvað þárna í Laxárdal? — Jú, allt. Hún brosti biturt. Hann tók rostungstönn úr stórri lirúgu og spurði: — Hve margarf — Enga. Bárður lét tönnina detta og ré*** sig upp: — Þetta væri þó farmur, sem ætti að svara kostnaði fyrir skip að sækja. En- hvað hefur það að segja? Fyrir sex árum síðan vildu þeir kaupa tenn ur og greiddu þær með malti, timbrí og járni. En síðan ekki söguna meir. Ég á ógreitt til kirkju og páfa síð- ustu tuttugu ár, einnig til krúnunn- ar. Og hér er nú ekki nóg í þau gjöld öll. En hvers vegna sækja þeir þetta ekki? Sjáðu — heilir hlaðar af vaðmáli, gott grænlenzkt vaðmál. Þeir fá það ekki betra í Danmörku eða Noregi, en hér liggur það og fúnar. Hvað viltu mikið af því? Taktu eins og þú vilt. Þetta er ekki nóg í gjöldin hvort sem er, og því skyldum við kala af klæðleysi, en láta fatefnin fúna niður? Ekki vef- um við vaðmál eftir að fénaðurinn er fallinn. Þau gengu lit og upp túnið. Bárð- ur nam staöar og leit upp hlíðina: — Kæmi skip, þá gæti ég ekki einu sinni kveikt varðeldinn, því að víð- inn hef ég borið niður og brennt honum. Nú — en færi svo, yrðu ein- hver ráð. Já — bara, að það yrði. Hann stundi þungan: — Hefði guð almáttugur ekki sent okkur gras- maðkinn, þá..........En þú verður nú liérna í vetur? Hallgerður hristi höfuðið: — Sig- rún og Sveinn eru ein heima og þau komast ekki af ein í vetur En ef þú tekur Helgu, þá er allt gott. Þau gengu inn. Hinn stutti dagur var senn liðinn. Fólkið var setzt að í skálanum — þögult og þungbúið sat það við handvinnu sína. Bárður sett- ist við hlið Hallgerðar. — Ef við aðeins ættum skip, sagði hann, en bætti svo við: — Við kynn- um sennilega ekki lengur að róa. Hallgerður brosti: — Þú hefur allt- af haft skömm á ætt okkar, Bárður. Hann horfði gremjulega út í blá- inn: — Hjá okkur er annar hver maður bæklaður eða krepptur. Hallgerður kinkaði kolli: — Rétt er það, mörg okkar eru e'itthvað fötl- uð. En það er nú samt seigla í okk- ur. Við erum líka öll svo náskyld hér — og í Ketilsfirði — og alla leið yfir fyrir Lundaeyju. Því fylgir sam- heldni. — Og krypplingar, bætti Bárður við. Ef ég ætti bát, gæti ég sótt trjá- við. Það reru héðan sex menn í fyrra norður fyrir — ætluðu til Norðursetu. Ef til vill hafa þeir fund- ið svo mikið af viði, að þeir hafa dagað uppi með hann. — Það gæti skeð, samsinnti Hall- gerður. Helga leit á móður sína: — Hérna getur maður séð, þegar Þorkell kem- Framhald 1125. síSu. If MINN — SUNNUDAGSBLAÐ 1115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.