Tíminn Sunnudagsblað - 07.08.1966, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.08.1966, Page 8
um stöðum, til þess að unnt sé að draga víðtækar ályktanir. En úr komumagn og snjóalög hafa vit anlega sitt að segja í sambandi við jarðargróða allan. Þá er að geta jökla í sambandi við þessa loftslagsbreytingu. Jökla- rannsóknir hófust ekki að gagni hér á landi fyrr en um 1930, en nokkru fyrr taka skriðjöklar almennt mjög að hopa hérlendis, og hefur sú breyting víða numið þetta einum eða tveimur kílómetrum. Við það hafa orðið stórvægilegar breytingar á staðháttum við jökuljaðra. Nú er jökullón þar, sem Breiðamerkurjök ull var áður, og átti jökullinn þá aðeins tvær rastir ófarnar til sjávar. Skriðufell við Hvítárvatn var áður lukt jökli, og borgarís var á vatn- inu, en nú er aðeins eft- ir mjó jökultunga öðrum megin við fellið. Og nú er Breiðá, jörð Kára Sölmundarsonar, að koma undan jökli. Þá hafa jöklar þynnzt, og ýmsir hinir smærri til stórra muna. Má þar nefna Glámu á Vestfjörðum, Ok og Torfajökul. Gláma var til skamms tíma sýnd sem víðáttumikill jökull á kortum, en nú eru aðeins eftir dreifðar hjarnfannir. í þessu sambandi er athyglisverð sú staðreynd, sem dr. Sigurður Þórar- insson hefur bent á, að hvorki Gláma né Ok bera jökulheiti. Mætti ætla af því, að þar hafi ekki legið jök- ull á þjóðveldistímanum. En þótt skerðist um skriðjökla og smájökla, er hinum miklu jökul- bungum lítil hætta búin, þótt senni- tega þynnist þær • eitthvað. Hinir helztu jöklar eru geysiþykk- ir, Vatnajökull er til að mynda 600—800 m á þykkt og Mýrdalsjökull litlu þynnri, og hefj ast jöklarnir þannig hátt upp yfir snælínu eða hjarnmörk, þótt fjall- lendið undir þeim sé neðan þeirra. Hásléttan undir Vatnajökli er óvíða meira en 800 m yfir sjávarmáli, en snælína á sunnanverðum jöklinum liggur um það bil 1100 metra hæð og enn hærra að norðanverðu, svo að tæki jökullinn skyndilega af, yrði hann ekki aftur til í núverandi mynd. Líka sögu er að segja um aðra stórjökla okkar. Kuldar á liðnum öld um hafa ekki einungis myndað þá, heldur tryggja einnig viðhald þeirra um ófyrirsjáanlega framtíð. Allar nytjar lands eru mjög háð ar loftslaginu. Það er til að mynda talið til merkis um heimskautalofts lag á einhverjum stað, ef meðalhiti hins hlýjasta mánaðar nær ekki 10 stigum, og lendur, sem svo er ástatt um, vilja sumir telja til öræfa. Barr skógar vaxa naumast þar, sem meðal hiti Wýjasta ihánaðar — júlímánað- ar á áorðurhýeii jarðar — nær ekki 10 sti^um, ræktyn ýmissa nytja jurtá getui verið undir því kom in, hvort júlíhitinn er einu stigi hærri eða lægri. Nú er júlíhiti á íslandi mjög ná- lægt þessum mörkum, og er því ekki úr vegi að gefa nokkurn gaum að þessu efni. Er hér stuðzt við þær greinar, sem Páll Bergþórs- son hefur ritað í tímaritið Veðrið, Páll dregur kort af íslandi og skygg ir það á þrennan hátt til þess að sýna þrjú hitastigsbil, sem svo mætti kalla: 10—12°, 8—10° og undir 8°. Reynist honum fyrsta svæðið ná yfir um það bil fjórðung landsins, og ligg ur það einkum um Suðurland, undir lendi í Borgarfirði og innsveitir norð anlands og austan. Miðflokkurinn nær yfir rösklega þriðjung landsins, og teljast mörg byggð ból til hans, svo og víðáttumikil afréttarlönd, svo að ekki þarf júlíhitinn að. ná 10 stig um, til þess að land geti talizt byggi legt. En möguleikar til búskapar fara versnandi með hverju broti úr stigi, sem neðar dregur, og í ljós kemur, að þau svæði eru yfirleitt gróðurvana þar sem júlíhiti er undir 8 stigum en þar er raunar mestmegnis um að ræða jökla og fjalllendi. Eitt er það mál, sem mjög kemur við þessa sögu, en það er möguleikar til kornyrkju á íslandi. Páll Bergþórs son hefur gert ýtarlega athugun á sambandi veðurfars og byggræktun- arskilyrða, en bygg er harðgerust korntegund og sú, sem bezt hentar til ræktar hér á landi. Til grundvallar útreikningum á möguleikum til korn- yrkju er lagt hugtakið hitamagn, en það er summan af hitastigum hvers sólarhrings frá sáningu til uppskeru. Nú koma þrjú fyrstu stigin yfir frost mark að litlu haldi, og eru þau dreg- in frá, og fæst þá svonefnt nýtilegt hitamagn, og mun réttast að miða útreikninga á þroskalíkum korns við það. En ekki þarf hið sama nýtilega hitamagn á öllum stöðum. Hitaþörfin er meiri, þar sem vætusamt er, og eins tekur bygg því fyrr þroska, því lengri sem sólargangur er, og er þetta hinum norðlægari byggðum í hag. Á þessum forsendum reiknar Páll út þroskalíkur byggs — en þá er yfirleitt átt við gulþroskun — fyrir tvö tímabil, 1873—1922 og 1931 —1960. Hið fyrrnefnda er mun kald ara, eins og áður greinir, trúlega álíka hlýtt og verið hefur um aila Litlu ísöld. Páll reiknar út hundraðs hluta sumra, sem bygg hefði náð þroska á hverjum stað, en byggrækt getur ekki tglizt vænleg nema sá hundraðshluti nái sextíu. Á öllum stöðum reynast þroskalíkur byggs meiri á seinna tímabilinu. Á fyrra tímabilinu eru þær mestar í Reykja vík og Elliðaárstöð, 65%, og eru þaS einu stöðvarnar af 48, þar sem þroskalíkurnar ná 60%. Sámsstaðir 1 Fljótshlíð eru til að mynda aðeins með 45%. Á seinna tímabilinu hefur hips vegar mjög færzt til betra horfs, og er auðsætt, að loftlagsbreyt ing sú, sem hér hefur orðið hina síð ustu áratugi, hefur gert kornyrkju á fslandi mögulega, og hefur sumar- hitinn þó hækkað tiltölulega lítið. Reykjavík og nágrenni er enn efst á blaði á seinna tímabilinu með um og yfir 90%. Hundraðshluti þroska- sumra byggs á Sáhisstöðum á seinna tímabilinu er 85, og alls er nú 21 stöð yfir 60%. Utan Suðurlands eru það Hvanneyri, Fossar í Andakíl, Arnarstapi á Snæfellsnesi, - Stykkis hólmur, Reykhólar, Lambavatn á Rauðasandi, Suðureyri í Súganda- firði, Akureyri, Hallormsstaður og Skriðuklaustur. Unnt er að bera þessa töflu saman við reynsluna á tveimur stöðum, Sámsstöðum og Akureyri. Virð ist fást allgott samræmi. Af öllu er ljóst, að skammt er milli feigs og ófeigs í þessum efnum, og telur Páll, að tilfærstsla á meðalhita sumarsins um 0.2° C geti breytt þroskalíkum byggs um 10%. Er af þessu ljóst, hve hve hinar smávægilegustu lofts- lagsbreytingar eru afdrifaríkar fyrir allan gróður, því að vaxtarskil yrði allra jurta eru þessu mjög háð. Sjávarhiti er að talsverðu leyti háð ur lofthita, og fiskigengd getur í ýmsu mótazt af sjávarhita. Lítið var vitað um þetta efni til skamms tíma, og enn er þar margt á huldu, en nefna má þetta til dæmis um það, hve loftslagsbreytingar koma víða við. Hvað ber svo framtíðin i skauti sínu? Fer áfram hlýnandi, eða er kuldaskeið á næstu grösum? Það veit víst enginn með vísindum. En ekki er annað sýnna en loftslag og loftslagsbreytingar muni framvegis hafa víðtæk áhrif á sögu íslands og heill þjóðarinnar, svo sem verið hef ur. Heimildir: Náttúra íslands. Ágrip af jarðfræði eftir Guðmund G. Bárðarson. Vitn- isburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á íslandi eftir Þorleif Einarsson. Um loftin blá eftir .Pál Bergþórsson. Vatnajökull eftir Jón Eyþórsson. Tímaritið Veðrið, einkum greinar Páls Bergþórssonar Júlíhitinn á íslandi í 1. hefti 7. ár- gangs og Þroskalíkur byggs á íslandi í 2. hefti 10. árgangs. -x 656 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.