Tíminn Sunnudagsblað - 07.08.1966, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.08.1966, Síða 19
í Nauthaga. Skriðjökullinn hægra megin kemur úr Hofsjökli og er kenndur við Nauthagann. — Tófan ræður, segir Geiri og rek- ur tóbakspontuna upp í nefið á sér. Steini er enn að skoða á sér tærnar og andlitið í lindinni. — Ætlarðu að verða með? — Bless, segi Steini. Samt drattast hann á fætur óþekkj- anlegur í andliti og á fótum og við sígum af stað suður á bóginn. Rebbi litli er með okkur ásamt tólf skott- urn meðbræðra hans. Það þarf kannski að nota hann við þau tvö greni, sem við eigum enn eftir að athuga í bakaleiðinni. Þau eru í Oddkelsveri og Lönguhlíð. En það kemur í ljós, að á hvorugum staðn- um hefur verið lagt í sumar og þrír steinar falla úr hjörtum okkar í reið götuna. Langt er síðan tilhlökkunin vegt- þessarar ferðar missti svip ævintýr- ’ isins og varð að veruleika. Og vern leikinn sjálfur verður smám saman að minningu eftir því sem við nálg- umst byggðirnar meir. En ævintýrið er ekki glatað, því að það er ekki aðeins mest í tilhlökkuninni. Það er líka mest í minningunni. — Hið mikla leiksvið manns og refs liggur ; að baki okkar. Aðeins þrír leikenda snúa til síns heima. Skottin í tösku Geira eru orðin þrettán. Birgir Sigurðsson. — Á ekki aS laga svoiitið til? — Er ekki allt eins og það á að vera, svarar Geiri og liggur sem fastast. { Hönd hans, peysa og buxur sjást fremst á myndinnl — „eldhúsið" í baksýn). Geiri. Og svo höldum við til baka sömu leið og höfum verið sex tíma í ferðinni. Og nú erum við allir þrír í Naut- haganum, ánægðir með tilveruna og farnir að hlakka til að komast heim. Geiri og ég höfum stungið löppun- um ofan í volga lind. Steini vappar um á bakkanum i vaðstígvélum og horfir á okkur, þar sem við sitjum og dæsum af vellíðan. — Ég trúi því ekki, að þetta sé svona gott, segir hann. Svo tekur hann á sig rögg og stingur stígvéluð- um fótunum ofan í lindina. — Það verður betra, ef þú ferð úr stigvélunum, segir Geiri. Steini stynur og fer úr stígvélum og sokkum. Þegar við Geiri stöndum upp, er hann byrjaður að þvo sér í framan úr fótavatninu. — Það er bara að hún sé ekki í Oddkelsverinu. Þar er höfuðból af- réttarins, segir Geiri. — Mig er farið að langa heim, segi ég. mmfTITIiffirinnWIIIIIiimirw Menn hverfa af sjónar- sviðinu, — fróðieikur fýn- ist. Það eina, sem getur varðveitt hann, er hið rit- aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetta í huga, þegar þeir komast yfir fróðleik eða þekkingu, sem ekki má glatast. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 667

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.