Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 10
mátta. Og er þeir komu á tún- vallinn, bá kenndu þeir, að þar var Inigjaldur. Þá mælti Sturla: ;,Svo lízt mér á Ingjald, mág minn, sem hann muni nú í dag selja mér geld- ingana“. Ingjaldur kom í Hvamm og sagði þeim Sturlu ránið. Sturla ovarar engu og gekk heim þegjandi og inn 1 skála til rúrns síns og tók ofan skjöld sinn og öxi. Guðný húsfreyja var oig vöknuð og sþurði, hvað tíð- inda væri. Hann svarar: „Ekki enn annað en þeir Einar Þorgilsson hafa ræntan Ingjald öllu gangandi fé“ — og hljóp þegsr fram á gólfið og þvi næ.st út. Guðný stóð upp skjótt og gekk utar á gólfið og mælti: „Standi menn upu skjótt, Sturla er brott genginn með vopn sín, en Ingjald- ur ræntur.“ Menn brugðust við skjótt og iklæddu sLg og bjuggust þó mjög af hraði. Árni Bjarnason tók skjöld af þili, en eigi fleiri menn. Þeir höfðu tvö ein spjót. Og fór þá hver sem búinn var út úr garði með hlíðinni, og fóku tveir hross- saman. Og ei þeu komu til Kross-' hóla, voru þeir nítján saman. Sáu þeir, að þei- Finar fóru upp uim Ránarvöllu Þá mæitj Sturla- „Það vil ég, að menn beri svo öxarsköft sín, að ekki leggi jöku1 á“, en bað þá duga sem bezt — sagði þess von, að nú myndi annað hvort fást, mikil sæmd eða bani góðum drenigjum. Þeir Einar sáu eftirreiðina. Þá mælti Hallur Gilsson og fleiri studdu hans mál: — „Það sýnist mér ráð, frændi, að láta eftir ung- féð, en reka undan það, sem skjót- færara er, því að mér segir svo hugur um sem vdð liðsmun muni að eiga, ef við finnumst hér fyrir sunnan heiðina.“ Þá mælti Árni Bassason og þeir, er ákafastir voru: „Eigi sjáum vér þá fleiri en vér erum, heldur nokfcru færri. Og vist eigi vi'ljum vér renna fyrir jafnmörgum.“ Þá segir Ólafur Klökkuson: „Ég er maður skyggn, og sýnist imér sem flestir haíi tvimennt, þeir er eftir ríða.“ Einar mælti: ,-Hafa skal hvert lamb meðan ganga má.“ Þeim varð nú seinfarið upp yf- 1 lr ána, því að féð var heimfúst. j 610 Þá er þeir Einar kornu upp yfir Snorravað, þá fóru þeir Sturla um Ránarvölliu. Þeim Einari varð seint um brekkurnar, því að þar var snjór í driftum. Þá mæiti Einar til Arngeirs Auð unarsonar: „Þú skalt fara vestur um heiði og safna liði.“ Og svo gerði hann. Þeir Einar fóru allt upp á heið- arbrúnina og fara reiðgötu. Og er þeir voru komnir á upp, þá hlupu þeir af hestum sínum og tóku sér stöðu á framanverðri brúninni. Og þá voru þeir Sturla komn- ir upp að hinni efstu brúninni og hlupu af hestum sínum, og hljóp Sveinn Sturluson og Þor- steinn Gunnarsson — og ' varð Sveinn fyrstur — og sneru til þeirrar slóðar, er þeir Einar höfðu farið um nóttina vestan, og engir voru menn fyrir. Árni Bassason skaut af boga nokkrum örvum og kom það á engan mann. En er þeir Einar sáu, hvert þeir scefndu. þá runnu þeir á móti þeim yfir gilsbotn- inn. En Sturla sneri þar upp, er þeir Einar höfðu áður upp farið. Og er þeir komu upp á brúnina, þá snúa þeir Einar aftur á móti þeim. Þá mælti Sturla- „Viljið þér laust láta féð?“ Einar svarar: „Aldrei meðan vér megum halda.“ Og síðan hlupust þeir á. Þá fékk Einar lag af Jóti á sáðu, og rann honum mj' » blóð. . . . Þá mælti Einar við Svein Sturlu- son: „Það vildum vér, að þú gæf- ir oss grið, því að þú átt þann hlut jafnan í með oss, er þá er betur en áður. Sveinn mælti: „Fað ir minn ræður gríðum. Þá settist Einar niður og mæddi hann blóðrás. Þá mælti Hallur Gilsson til Sturlu: „Grið þættumst vér nú þurfa.“ Sturla svarar: „Leggið þá vopn- in niður.“ Þeir vildu það eigi. Þá mæiti Sturla: „Grið skuiu þeir hafa.“ Þá voru þeim grið gefin. Og mælti enginn í móti því, að féð færi aftur. .. . Þá er Sturla fór beim af fund- inum hafði hann með sér lík Ingj- alds og fé allt það er rænt hafði verið. Þeir Einar fluttust og heim og korou menn á móti þeim í Hvammisdal. Eftir fund þennan sátu hvárir tveggju í búium sínum um vetur- inn. Og var það mál flestra manna, að á þeim fundi skipti um mann- virðing með þeim Sturlu og Ein- ari. Um vorið eftir voru mál búin til alþingis, og riðu hvorir tveggju til alþingis og héldu fram mál- unum. Og var enn sem fyrr, að vinir þeirra gengu í milli, og var mál- um snúið til sátta, og skyldi Jón Loftsson gera um og Gissur Halls- son. Og var þeim gerðum svo farið sem líklegast þótti að helzt myndu sættirnar verða haldnar, en ekki með þvHíkum stafnburði sem fyrr váru gervar. Og skildust menn sáttir á pví þingi á öll mál þau, er milli höfðu verið, og fóru við það heim og voru nú sáttir.“ Það var síðar, að Einar Þorgils- son gerði fjárkröfu á hendur Birn ingi á Heinabergi. en hann vildi ekki laust láta. „Og um haustið sendi Einar húskarla sína út á heiðar að safna saman geldfé Birn ings. Þeir fóru og ráku heim á Staðarhól sjö tigu geldinga, og lét Einar alla skera. Síðan fór Birningur i Hvamm og hitti Sturlu og sótti hann með ráðum, og kvaðst vilja handsala honum fé sitt allt. Og varð það afráðið, að Birningur fór í Hvamm og var þar, meðan hann lifði. En Guðbjörg (kona hans) varðveitti búið á Heinabergi. Og lauk svo þessum málum, að Sturla sótti eigi Einar um ránið, enda sagði Einar eigi ósátt sína á handsali Sturlu og Birnings. Og sátu nú hvorir um það, er fengið höfðu.“ „Tveim vetrum eftir lát Sturlu reið Einar Þorgilsson til Heina- bergs við sjöunda mann og kall- aði til fjár við Guðbjörgu. En hún synjaði þess þverlega Eftir það riðu þeir Einar til fjárins og ætluðu brott að reka. Þá hlupu konur beiman og sveinn- inn Þorleikur. Hann var eigi alls tvítugur oj Mtill vexti. Annar hét Snorri fóstri þeirra, og var ,hann yngri. Hlupu konur til fjárins og vilja elta úr höndum þeim. En Guðbjörg og sveinarnir snúa að Einari. Tók Guðbjörg tveim hönd- um í kópuna' og hélt honurn á baki, en sveinarnir hjuggu til hans báðir í senn. Kom annað höggið í höfuðið fyrir ofan eyrað, en ann- að á kinnina, og var það meira ásýndum. Eftir bað hlupu menn Framhald á 622. síðu. TtHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.