Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Side 9
Björn Bjarman: Á MÍMISBAR Það er iaugvroagur og sumar, og þó að sé að korna kvöld, er sólin enn íiátt á lo'ti og litirnir í Bsjunni renna saman, svo ómögu legt er að lýsa þeim, og fólkið í bænum horfið, göturnar hálftóm- ar. Á tjarnarbakkánum norðan megin situr útlendingur með myndavél á miganum og er að reyna að festa fuglana, hólmann, húsin við Frikirkjuveginn og sjálfa tjörnina á mynd. Indverji með rósóttan vef jarhött Á bekk við kirkjugarðshornið sé ég dökkleitan Indverja með svart skegg og rósóttan vefjarhött- Hann er að skoða kort af bænum, og um leið og ég geng fram hjá, ávarpar hann mig kurteislega á lýtalausri ensku og spyr, hvar Þjóðminjasafnið sé, og þegar ég bendi honum yfir götuna, >þá hneig ir hann sig brosandi og þakkar fyrir. í tröðinnt fyrir framan Hótel Sögu er fullt af bílum og fólk að streyma inn súlnasalmegin. Þáð er opið bæði uppi og niðri og leið mín liggur inn á Mímisbar. Þótt klukkan sé ekki nema lítið eitt á tíunda tímanum, þá er peg- ar margt um manninn á barnum. Hringurínn kring um bardiskinn er þéttstaðinn, og allir vilja vera fyrstir að fá í glösin, og þjónarn- ir í rauðu jökkunum á þönum, blanda, hrista, hella í, setja ís út í, taka upp flöskur, gefa til baka og þetta allt saman í einu, fum- Iaust og með öryggi. Einn tvöfaldan asna með sífrónu og . . Hótelvert, sem kominn er af léttasta skeiðinu, situr við eitt sófa borðið, og konan hans er með skinnherðaslá og dýra skartgripi. Þau súpa af glösunum með dálitl- um settlegheitum og skera sig úr, því flest fólkið á barnum er ungt og frjálslegt. Maðurinn við flyg- ilinn leikur blús og hæga valsa, og árin fyrir stríð líða ljúflega um loftið. — Einn tvöfaldan asna með sí- rónu og miklum ís í, kvakar ung blómarós í hvítum blúndukjól með miklu dinglumdangli framan á sér og í eyrunum. — Auðvitað var ég að vinna a’ll- an kosningadaginn, segir ungi mað urinn við hliðina á mér og bætir við: — Þetta var einn djöfulgang- ur allan daginn, maður er enn með strengi, svo það veitir ekki af að fá sér einn gráan. Þjónn, viltu gefa mér tvöfaldan Skota með sóda og ís. Þúsundkallarnir fljúga yfir bar dis'kinn. Unig stúlka líður um gólfið í rauðurn álfabúningi, hún er með síða slæðu utan yfir rauð- um kjólnum, og veit afskaplega vel af því, að hún sker sig úr, Híkisforstjóri situr með útlenda konu við eitt hringborðið og tal- ar ensku með hörðum hreim og dálitið skrítnum framburði. Ég næ í sæti úti í horni og læt fara vel um mig. Það er enginn ölvaður á barnum, og yfir hon- um hvílir einhver kosmópólitansk- ur blær, sem hvergi annans stað- ar er að 'tnna hér í borg. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 681

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.