Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Page 14
3ar sem forðurh var Fel! í Suðursveit, eru nú auðn ein. og hafði ekki gengið heill til skóg- ar. „Sá eigingifti ektamaður 55 ára ei dáinn úr meinlætaverkjum, helzt fyrir brjóstinu“, hefur síra Vigfús á Kálfafellsstað sagt u-m dánarorsök. Rannveig stóð nú ein uppi, orð- ín ekkja í annað simn Hafði að henni þrengt, þar sem hún átti fyr- ir að sjá tveimur börnum kornung- um af seinna hjónabandi. Ráðsmaðurinn. Vorið 1790 kom að Felli ráðs- maður. Hann hét Svéinn Sveins- son, fertugur að aldri, og hafði bú- ið næstliðið ár á Kálfafelli. Hann var kvæntur maður. Kona hans var 23 árum eldri en hann og kenndi orðið holdsveiki. — Þau voru barnlaus. Þau áttu dálítið bú og fluttu að Felli. Auk þess heyrði þeim til jarðarpartur góður, sem ekki er 6- sennilegt að Sveinn hafi fengið með konunni. Hér má fara hratt yfir sögu,' enda heimildir engar aðrar en þær, að mehkin sýndu verkin. Það "er ekki ný bóla. Sumarið 1791 fæddi Rannveig húsfreyja á Felli sveinbarn, sem hún kenndi ráðsmanninum. Hann gekkst tregðulaust við lýsingu hennar og greiddi sektarfé. Jón sýslumaður Helgason hlífði honum ekki í fjárútlátum. Sveinn mátti að vísu vel við una um sumt, annað miður. Þannig greiddi hann t.d. 8 ríkisdali I hórdómssekt sína og var það að lögum. — Þáð eru aðrir þættir í viðskiptum hans og valdsmannsins, sem vert er að athuga nánar.* Sveinn innti einnig af hendi fé- muni vegna barnsmóður sinnar. Rannveig var þó einfær um að greiða sekt sína. — En hér Tar ekki farið að lögum. Hvers vegna snaraði Sveinn út 8 ríkisdölum vegna konunnar, þegar y2 dalur var hið rétta gjald? — Hann vissi þó, hvað greiða bar. Hér kemur annað á móti. Sýslu- maður átti að stía sundur þeim Svéftii og barnsmóður hans. Efiir lögum varð annað hvort þeirra að víkja úr sýslunni, í það allra minnsta að slíta sóknarsamveru. Þessari lagagrein var að vísu oft ekki framfylgt, — þó án undan- bragða, ef annar aðilinn var um- komulaus. Dæmi þess voru mý- mörg og töluðu sínu máli um jafn- an rétt kóngsins þegna! Jón sýslumaður virti að vettugi þennan lagabókstaf, lét Rannveigu og Svein ekki aðeins dvelja |fram í sýslunni, heldur það sem meira var: Þau héldu bæði heimilisfesfu á Felli. Var Sveinn raunverulega vitandi vits að greiða sýslumanni fyrir það, að ekkert yrði við honum hróflað, þar sem hann var niður- kominn? — Sveinn Sveinsson var áfram ráðs maður hjá Rannveigu á Felli. Og hann lætur ekkert heyra frá sér um féflettingu. — Það var ekki fyrr en á öndverðu ári 1795, að hann kveður upp úr um það, að hann hafi verið órétti beittur. Klögumál hans kom fram í bréfl til stiftamtmanns. Hvað ætlaðist ha-nn fyrir? Honum var kunnugt, að hann sjálfur var hvergi nærri í fullum rétti. En þóttist hann traustari í sessi en áður gagnvart verði lag- anna, sem stóð í ýmsu höllum fæti? Þess verður sem sé að gæta, að klögun Sveins Sveinssonar var að- eins hlekkur í keðju, sem verið var að sjóða saman til að klekkja sýslu- manni fyrir embættisafglöp. Þorsteinn Jónsson. Það hafði gerzt árið 1794, að Rannveig Jónsdóttir gekk í hjóna- band — í þriðja sinn. Það hjóna- band hefur verið nokkur ráðgáta. Sagnir, sem'ganga meðal afkom- enda hennar, segja þriðja mann- inn norðlenzkan, kominn úr Skaga- firði, frá Framnesi í Akrahreppi. Um hann er flest á huldu, og honum jafnað við förumenn. Hann hét Þorsteinn Jónsson. Tilhneigingar hefur gætt í orða- ræðum manna, að gera Þorstein svo lítilsigldan, að hann hafi að- eins verið leppur, sem Rannveig og Sveinn síkýldu sér bak við í áfram- haldandi brotamáli. Það skyldi þó enginn ganga ör- uggur fram i slíkum fullyrðingum. Nægir að benda á að eftir þvi sem áður og síðar gerðist kom aldrei frarn hjá þeim nein viðleitni til að leika tveimur skjöldum. Þau gengu alltaf hreint og óhikað til verks í játningum. Hitt er annað mál, að Þorsteinn verður ekki gerður að neinum garpi í steindum söðli, búinn ridd- arasporum, — sönnu nær, að hann hafi verið lítill fyrir mann að sjá og með fátæklegt hafurtask. En hvað getur ekki glampað í auga gests, sem ber að garði við fornan bæ undir snarbröttu fjalli, þegar vor liggur í lofti, og tvíbrá titrar á svörtum sandi, — og hús- freyjan stendur í hlaðvarpa? Og sterk kona hneigist oft að veikgerðum manni. — Árið 1781 var einhver Þorsteinn Jónsson nýkominn í Einholtssókn og ræðst fyrirvinna til ógiftrar stúlku í Holtaseli. Hann var ekki fullgildur verkmaður, hver sem fötlun hans hefur verið, talinn „framgöngulítill“. En sóknarpresturinn lýsir undr- un sinni, þegar hann húsvitjaði á býlinu. Þessi 43 ára gamli aðkomu- 686 T ! M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.