Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Síða 15
maðu-r lumaði á ýmsu, enda var vandséð að óreyndu hvað undir annars stak'ki býr. „Kann merkilega vel“, segir sálu sorgarinn. — Einnig „vel skýr og fróður“. Einkunnargjöfin gefur til kynna, að maðurinn var óvenju- lega vel að sér í kristindómi. Má vera að þekking hans hafi lí'ka verið drjúg í öðrum fræðum og veraldlegri. Það er ekki útilokað, að um- ræddur maður sé einmitt Þor- steinn Skagfirðingur. — Og eins og oft bar við um förumenn þeirra tíma, betur gerður til sálar en lík- ama. Margir í þeim hópi voru sagna- þulir og kváðu rímur og vikivaka. Neyttu kunnáttu sinnar á flökti milli svei-ta og lands-horna, og varð ósjaldan vel til kvenna.— Vorið 1791 giftist húsfreyjan 1 Holtaseli manni í Suðursveit og fluttist þangað alfarin. Fyrirvinna hennar fór þá aftur á faraldsfót og hvarf út í buskann úr Einholtssókn. — Á Þorsteini gat sannazt, að enginn veit sinn nætur- stað. Það er að minnsta kosti ekki langsótt að gizka á, að þessa vor- daga hafi hann komizt suður í næs-tu sveit. Stungið við fótum og - -m á næsta bæ við sandinn. — Og dvaldist lengur en ge-stanæturnar. — Árið 1794 var Þorsteinn Jónsson talinn fyrir búi á Felli. Á þeim misserum eignuðust þau hjón in son, sem óx úr grasi. Haustið 1795 var nafn Þorsteins horfið úr búnaðarskýrslumv hann er samt ekki færður meðal dauðra i sókn á því ári. Máski orðinn ó- fær til vinnu og umsjónar, en ekki andast fyrr en 1796. Hefði hann þá átt heimili á Felli um nærri þriggja ára skeið. Annað hórdómsbrot. Svo kom árið 1797. Rannveig á Felli sótti á fim-mtugsaldurinn. Og þau tíðindi bárust um svei-tina, að enn væri þar fjölgunarvon. — Get- gátur um það, hver væri barnsfað- ir, voru víst á eina lund. í maímónuði varð Rannveig létt- ari, og kenndi ráðsmanni sínum barnið. Hann gekkst við hennar lýsingu. Sýslumaðurinn í Hoffelli átti eft- irleikinn. Nú var sekt Sveins Sveinssonar tvöfölduð eins og eðli brotmáls sagði til. — Sökudólgur- in-n greiddi góðviljuglega sakfalla- féð. En þar með var sagan ekki sögð nema til hálfs. Yfirv-aldið heimtaði einnig tvöföldun á sekt Rannveigar. — sextán ríkisdali vildi hann hafa. Og enn þá kyssti Sveinn á vönd- inn, át raunar ofan í sig meira en tveggja ára gamalt jögunarbréf, sem hann hafði sent til stiftamt- mann-s. Innti af hendi umbeðna sextán ríkisdali vegna barnsmóður sinnar. Fyrir tvö barneignarbrot hafði Sveinn nú talið út tólf kýrverð til valdsmannsins. Og sat eftir með þann brodd í vitundinni, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hann fékk óbeinlínis dálítið i aðra hönd: Sýslumaður hrakti hann ekki frá Felli. Það var lög- brot og bjarnargreiði, en skapfellt Sveini, sem ei-nhverju vildi fórna til að komas-t hjá að leggja ómög- unum meðlag. Það hefði hann orð- ið að gera, ef hann flæmdist burt úr hreppnum. En hér var voði á ferðum félli maðurinn í þriðja hórdómsbrotið. Auðvitað átti Sveinn sjálfur mest á hættu, og sú hætta var aug- ljós. — Samkvæmt stóradómi var um líflátssök að ræða og eignir viðkomandi brotámanns runnu til kóngsin-s. Ef til vill hefur sýslumaðurinn látið sér þá hæ-ttu í léttu rúmi lig-gja. En ekki skal honu-m gerð getsö'k. Ef til vill hefur hann talið sér trú u-m, að Sveini gæti orðið á ný hrösun, hvar sem honum væri holað niður. Hvergi var þó öryggi minna en á Felli. Húsfreyjan var að vísu ríf- lega komin til aldurs, þó ekki svo að þar væri ekki enn íkveikju von. Það var vilji hreppsvalda í Suð- ursveit, að Sveinn yrði lótinn vinna heimilinu áfram og sjó til ómegð- arinnar. Og hverju skipti það frá sjónarhóli hreppstjóranna, þó að yfirvald sýslunnar kærði sig koll- ótt um einhverjar lagagreinar. Ha-nn um það, — og bar ábyrgð á eigin gerðum. Mesta furðu vekur, að kirkjunn- ar menn, sókna-rprestur og héraðs- prófastur, þögðu sem fyrr þunnu hljóði við lögleysunni. Sveinn Sveinsson dæmdur til dauða. Sumarið 1798 varð viðburðarí-kt í skaftfellskri réttarsögu. Á al- þingi rið Öxará var sýslumanni Austur-Bkaftfellinga vikið úr emb- ætti. S&karefni margþætt. — Og sifjaspellsmál biðu dóma heima í héraði. Þau mál þannig vaxin, að þau voru vatn á myllu andstæð- inga Jóns Nelgasonar í Hoffelli. Á Felli í Suðursveit vænti Rann- veig húsfreyja sín og kom niður í síðari hluta júlímánaðar. Nú hefði verið gild ástæða til að bregða sér í skálkas-kjól og láta koma til sögu þriðju persónu. En það var ekki borið við. Sveinn Sveinsson var fallinn í þriðja hórdómsbrotið. Settur sýslumaður, Kristján Vig- fússon, tók Svein tafarlaust fastan. Lét hann röggsamlega að sér kveða og kom Fellsmálið fyrir héraðsrétt skömmu seinna. Og dómur uppkveðinn. Dómurinn féll á þá leið, að Sveinn Sveinsson var dæmdur frá lífi. Og búslóð til kóngsins. — Á lögþinginu 1799 var barn- eignamál Sveins rakið lið fyrir lið. Og héraðsdómurinn rannsakaður. — Reyndist fátt eit-t Sveini til máls bóta. Það helzt að kona hans „hefði verið hans- handbjargarómagi rúm 8 ár“. En það var léttvægt fund- ið. Menn hverfa af sjónar sviðinu, — fróðleikur týn- ist. Það eina, sem getur varðveitt hann, er hið rit- aða orð. — Lesendur blaðsins eru beðnir að hafa þetfa I huga, þegar þeir komast yfir fróðleik eða þekkingu, sem ekki má glatast. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 687

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.