Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Blaðsíða 19
Hátterni dýra og náttúruhamfarir Margir hafa fyrr og sdðar þótzt verða þess áskynja, að dýr fyndi á sér, er geigvænlegar náttúruham- farir vofðu yfir. Hundar, kettir, hestar, apar, rottur, dúfur, fasanar, krókódílar og mörg önnur dýr, viHt og tamin, hafa að vitni margra manna í mörgum löndmn skyndi- lega breytt hegðun sinni og sýnt ótvíræð merki ótta eða beygs, jafn- vel beinnar skelfingar, rétt fyrir mikla jarðskjálfta. Með þessum hætti hefur verið staðhæft fullum fetum, að þau hafi iðulega bjarg- að mörgum mannsláfum. Allir íslendingar kannast við sög una um stúlkuna á Skíðastöðum, sem hrafninn tældi frá bænum þegar skriðan var í þann veginn að steypast yfir hann, og bjargaði með því lífi hennar. Þetta er að vísu þjóðsaga og enginn kostur að kanna, hvort hún á einhverjar sarnn SQgulegar rætur. En mýmargar eru þær sögurnar um förystuféð, sem að jafnaði stóð fremst við dyr á morgnana, þegar hleypt var út úr húsunum, en var komið inn að gafli og fékkst ekki út nema með nauðung, þegar drápsbyljir voru í aðsigi, þótt veðurglöggir menn sæju ekki þau teibn á lofti, er þeim hrysi hugur við. í öðrum tilvikum komu forystusauðir heim með féð úr haganum á miðjum degi í sæmi- legasta veðri, áður en nokkra þá bliku hafði dregið á loft, er boð- aði foraðsveður. Slíkar sögur eru margar til og hafa svo oft verið sagðar af glöggum og grandvörum mönnum, að hæpið er að lýsa þær umbúðalaust ímyndun þeirra eða hugarburð. Vissulega eru slíkar sögur mis- jafnlega vel staðfestar. Margar þeirra kunna auðvitað að vera hæpnar, og þjóðtrúin, sem sitthvað kunni að leiða af hátterni dýra og fugla, hefur að jafnaði látið gamm- inn geysa, án þess Sð hirða svo mjög um sannprófuð rök. En þi'átt fyrir allar ýkjur og skáldskap, sem er í bland, virðist það staðreynd, að dýr séu gædd undarlegum eig- inleika til þess að finna á sér ná- lægð voveiflegra atburða. Skýring- in á þessu er á hinn bóginn mjög á reiki. Við skulum nú rifja upp fóeinar sögur af þessu tagi — sumar gaml- ar, aðrar nýlegar. 1. nóvember 1755 hrundi Lissa- bon, höfuðborg Portúgals, nólega í rústir í ægilegum jarðskjálfta, er varð þrjátíu til fimmtíu þúsund manns að bana. Sendiherra Hol- lendinga í Lissabon hét de la Cál- mette. Börn hans áttu fáeina tamda apa, sem þau léku sér við. Þenn- an-dag vöktu aparnir börnin allt í einu snemma morguns, og þetta atvik varð til þess, að barnfóstran komst út með þau áður en húsið hrundi í fyrstu jarðskjálftalotunni. Eitt barnanna, sem bjargaðist með þessum hætti, reisti höll, Lísulund, á eynni Mön árið 1792, og tií minningar um þennan atburð nefndi hann eitt herbergið apastof- una. Langflestir jarðskjálftar dynja yfdr fyrirvaraíítið eða fyrir- varalaust, og tfrir þær sakir verðæ. afleiðingarnar oft enn skelfilegri T í JW 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 691

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.