Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 08.09.1968, Síða 21
Einfaldasta skýringin er, aS dýr in hafi eittíhvað, sem kalla má sjötta skilningarvitið og skynji því pað, sem í aðsigi er. En sennileg er hún ekíki. Mörg dýr hafa öðl- azt heyrn, þefnæmi, ti'lfinningu og tíma- og áttaskynjun, sem er miklu fuHkomnari en hjá nokkrum manni. Dýrin gætu orðið vör við ofurveikar hræringar eða titrinrg, sem kunna að fara á undan jarð- skjálftum, snjóflóðum og skriðu- föllum. Hundar, kettir og hestar heyra sérstaklega vel. Mannleg eyru greina þrjátíu til tuttugu þús- und sveiflur á sekúndu, en þessi dýr heyra hljóð, þótt sveiflutíðn- in sé hundrað og tuttugu þúsund á sekúndu. Þess vegna getur kött- ur fundið mús í hálmi með ávís- un heyrnarinnar einnar, þótt há- vaðasamar þreskivélar séu í gangi rétt hjá henni. Varðhundur' þekk- ir fótatak húsbónda síns, þótt hann gangd eftir götunni í hundrað manna flökki. Fótatakið er hon- um jafn opin bók sem fingraför manna eru sérfræðingi í þeim efn- um. Þessi frábæru skynfæri nægja þó ekki ein til þess að dýr viti á sig náttúruhamarir. Að minnsta kosti hundrað þúsund sinnum á ári hverju verða einhverjar hrær- ingar 1 jarðskorpunni, en ekki nema hundrað þeirra er upphaf Jarðskjálfta, sem tjón hlýzt af. Yilli sérhver hræring óró meðal dýranna, myndi þess oft gæta. En þau virðast með einhverjum hætti greina á milli þess, sem boðar háska, og hins, sem meinlaust er. í Valdivía-háskólanum í Chile hefur alllengi verið dregið saman öl vitneskja um hátterni dýra af þessu tagi, og árið 1963 byrjaði Menntingarstofnun S.Þ. einnig svip aðar rannsóknir. Þessar rannsókn- ir sýna, að hestar byrja yfirleitt að titra og hneggja fimm sekúnd- um áður en jarðskjálfti ríður yf- ir, fasanar taka að flögra um og gefa frá sér hljóð tíu sekúndum áður, og hundar ýlfra og væia aumkunarlega mörgum minútum áður en hræringar heíjast. Sauðfé virðist aftur á móti éinskis verða áskynja fyrirfram. Hræringum, sem reynast smávægilegar, gefa " dýrin engan gaum nema þvi að- eins, að þau hafi áður lent í mikl- um jarðskjálfta. Japanski háskólakennarinn Haj- así, starfsmaður skógvisindastofn- unar ríkisins, spáði því eftir jarð- Vfða f jarðskálftalöndum fara bændur að búast við öllu illu, þegar siöng. urnar lesta slg út úr skúmaskofum sínum. skjálftana, sem mestum usla olu í Tokíó og Jókóhama árið 1923, að villt dýr myndu forðast skógana á jarðskjálftasvæðinu næstu árin. Spá hans reyndist rétt. Dýrin hurfu úr skógunum, og þó, að dýr væru flutt þangað þúsundum saman, struku þau jafnharðan burt. Það var ekki fyrr en komið var með héra, akurhænsn og rádýr frá Norð urálfu, að dýr tolldu á þeim svæð- um, sem harðast höfðu orðið úti. Það var eins og 1)6531 útlendu dýr hefðu ekki öðlazt þá vitneskju, sem innlendu stofnarnir höfðu tileink- áð sér um ógnir þessara svæða. En gátan sjálf er óráðin, þrátt fyrir þessa og þvflíka þekkingar- moOa. Og ekki verður hún auð- ráðnari við það, að svo virðist jafn vel stundum, sem dýrin óri fyrir skógarbrunum, feliihyljum, loftá- rásum og öðrum fleiri ógnum, er ekki gera boð á undan sér. 26. júl 1932 tók mergð kálfiðr- ilda sig allt í einu upp á strönd- inni við Travemunde í Þýzkalandi og flaug inn í land. Sveimurinn var svo mikill, að hann minnti á reykjarmökk eða þokuslæðing. Fá- um stundum síðar skall á fágætt fárviðrd, sem feykti burt sumarbú- stöðum og fieiri húsum á Eystra- saltsströndinni, og við Femmern hvolfdi þá skólaskipinu Nióbe og sextíu og níu menn druknuðu. I Osló átti fyrir nokkrum árum að hefja herför mikla gegn rottu- piágu, sem herjaði borgina. Þessi herför var vandlega skipulögð, og meindýraeyðar borgarinnar áttu að nota fimmtán lestir af rottu- eitri. En það var engu líkara en dularfullur stjórnandi hefði skip- að hinum ferfætta innrásarher að láta undan síga í tíma. Herför mein, dýraeyðanna bar þann árangur ein an, að nokkur hundruð rottur fund ust dauðar, en gizkað var á, að um, sex hundruð þúsun I hefðu horfið með öðrnm hætti. Það er þjóðtrú, eða kannski öllu heldur sjómannatrú, að rottur flýi sökkvandi skip. En óvefengjanleg dæmi eru um þáð, að rottur hafa sézt hlaupa í land af skipi, sem var í þann veginn að fara af stað í síðustu för sína. Hitt getur svo... verið, að sdíkt gerist oftar, en þá' sé því ekki á loft haldið. En hvað um það — svo mörg eru dæmin um einkennilega hegð- un dýra, þegar geigvænlegir at- burðir eru í aðsigi, að líklegt verð- ur að telja, að einhver sameigin- leg rök stjórni slíku. En við vit- um ekki öl'lu meira um þau rök en forfeður okkar, sem héldu við- brögð dýranna vera vfsbendingu yfimátúrlegra máttarvalda. IVIeð sjó fram - Framhald af 680. siðu. mili Leirár og Laxár mun seni- ■ lega vera sá staður, sem höfundur Harðarsögu hafði í huga, þeg- ar hann taOaði um að bændur hafi > stefnt saman þingi á Leiðvelli við ' Laxá hjá Grunnafirði. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 693

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.