Tíminn Sunnudagsblað - 07.06.1970, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.06.1970, Síða 14
og þá vorum við komnir það inn arlega, að við vorum beint undan Árnhúsatanganum, og nú sáum við að Pétur heitinn bóndi á Árnhús- um var kominn niður á tanga með Kdstján son sinn — hann vinnur ■ nú hjá Reykjavikurapóteki — ,en I hann var þá á unglingsárunum, og j dætur sínar tvær og konu. En hann gat auðvitað ekkert gert, því að hann var orðinn gamalmenni. Hann var þarna með bát og ætl aði sér náttúrlega að taka hann og brjótast út, en með þennan | mannskap gat hann hvorki hreyft bátinn né farið út. En hann var : nú kominn þarna samt. Við stóðum þarna sitt hvoru ■ megin við þetta íshröngl við Jósúa, en Jósep heitinn fór upp í íshröngl ið, og þarna stóðum við allir og , byrjuðum að syngja: ,,Allt eins og blómstrið eina“, ásamt fleiri lög- um. En þegar við vorum búnir að syngja ein þrjú eða fjögur lög, standandi þarna í mittisdjúpu vatni, þá datt hrönglið undan Jósepi og hann fór í sjóinn, og ekkert nema hausinn upp úr. Ég man það ekki hvor okkar Jósúa það var, sem tók í hausinn á hon unt; til þess að hann færi ekki alveg í kaf. Hann stóð undir eins upp. Þegar hér var komið, vildum við Jósep snúa við, þótt ekki væri víst, að það væri neitt vit, enda var aðfall og féll á ísinn, og það gat alveg eins verið, að fallið hefði á ísinn alla leið út, svoleiðis að við hefðum hvergi komdt að landi. Pétur sá til okkar aUan tímann og var logandi hræddur um, að við myndum þá og þegar fara í kaf. Þá sagði Jósúa: „Þið ráðið hvað þið gerið. Þótt það verði í höku, þá fer ég í land“. „Jæja, far þú“, sagði ég. Svo lögðum við af stað og var Jósúa á undan. Hann var einíia seigastur okkar að brjóta niður ís- inn, enda var ha-nn okkar stærst ur, og átti þess vegna hægara með að fara með hnéð upp og brjóta ísinn niður. Því kom það mest á hann að brjóta þarna. Ég var næst ur honum, og ég sá það, að hann var farinn að verða anzi linur að brjóta niður, og alltaf dýpkaði heldur. Við komumst náttúrlega nær landi, þó gekk sama og ekk- ert. Svo ég sagði við Jósúa: „Heyrðu Jósúa minn, ég skal nú brjóta svolitla stund“. „Ja, þú verður nú að ná mér fyrst“, sagði 446 Jósúa. — Það var ekki metri á milli oklcar, og ég hélt, að það væri nú hægast. Hann væri ekki það langt undan. Svo sleppti harm mér fram fyrir og ég lyfti hnénu. Sko, ég hélt undir töskuna, sem ég hafði fyrir, til þess að bún flækt ist ekki fyrir mér. Svo lyfti ég hnénu svona nokkrum sinnum, en ég fann það, að ég myndi aldrei hafa afl til þess að komast í land — Hvað voruð þið langt undan landi þá? — Ja, við vorum svona líklega á annað hundrað metra eða tæpa tvo hundruð. Nema hvað, þá datt mér bara í hug það þjóðráð ,sem bjargaði okkur úr þessu, og það var, að ég tók stafinn minn, fræg- an, og hélt efst um hann svona (og nú reiðir Óskar stafinn til höggs) og sló honum flötum ofan á ísinn og þá kom náttúrlega skarð. Sló honum bara á víxl: Þá gátum við haldið hiklaust áfram, enda eins gott, því að stórstraumsaðfall var. Pétur var búinn að standa á annan tíma niðri á klöpp til þess að bíða eftir okkur og sjá hvernig okkur reiddi af. Þegar við kom umst í iand, tók Pétur heldur en ekki vel á móti okkur og sagði um leið: „Heppnir voruð þið að fara ekki svona tuttugu eða þrjátíu föðmum innar, því að þar er auð vök. Hún myndaðist þar í rigning- unni í gær. Hefðuð þið lent í henni, hefðuð þið ekki þurft að telja árin eftir það“. Svo fórum við heim I Árnhús og vorum háttaðir þar ofan í rúm og undið af okkur og þurrkað eins og hægt var, og þama hvfldum við okkur í þrjár klukkustundir. Þá héldum við áfram inn að Gunnars staðaá. — Og alltaf sama veðrið? — Nei, ekki aldeilis. Þegar við komum að Gunnarsstaðaá var kom in norðanstórhríð og við náttúr- lega allir stokkfreðnir. Við fórum þó í ána, óðum hana: Þá var eng in brú á henni. Jósúa vildl fara heim, því að hann var einn af þess um mönnum, sem — sko, hann fór heim, þegar hann var lagður af stað, hvar sem hann var. Hélt áfram bæði dag og nótt. Svo þrömmuðum við þetta áfram inn að Skraumu. Þegar þangað kom, tók ég af skarið, enda var Hörðu- dalsá eftir, og hún þetta helvítis kvikindi, að ég vildi ekki leggja í hana, bæði í byi og myrkri, því að komið var langt fram á kveld. Svo ég sagði við Jósúa: „Ja, nú fer ég ekki lengra, nú fer ég heim að Álfatröðum og gisti þar. Þú ræð- ur, hvað þú gerir“. „Heim að Álfta tröðum!“, sagði hann, „nei ég fer nú ekki heim að Álfatröðum“. „Jæja, góði, far þú bá heim en ég fer ekki inn yfir Hörðudalsá í kveld“ sagði ég. „Ja, sagði hann, getum við ekki farið fram að Gautastöðum til hans Ingimundar“ „Jú, það getum við ef þú treystir þér til þess að rata“. ,.Ja, ég veit nú ekki hvað ég geri með það en ég vildi nú gjarnan fara til Ingimundar". ,Jæja, mér er nú sama, því að ég er kunnugur þarna fram eftir“, sagði ég, „og ég skal ganga á undan ykkur —með því móti samt, að þið segið ekki eitt einasta orð við mig, fyrr en ég nem staðar“. Já já — þeir héldu nú ekki, að það væri svo gaman að tala við mig. Svo lögðum við af stað fram að Gautastöðum, og það gekk alveg ágætlega. Við vorum í hóln um fyrir neðan bæinn, þegar ég sá glitta í ljósið i stafnglugganum á baðstofunni. En það var ekki nóg með þetta. Þegar við komum til Ingimundair, vorum við svo stokkfreðnir, að það náðisl engin spjör af okkur. Ingl mundur, og raunar við allir, vor- um mestu spilafífl: „Og setjist þið bara niður, og svo byrjum við að spila“, sagði Ingimundur. Svo kom hann með einn snaps af brennivínl og skellti í okkur. Og svo byrjuð um við að spila og spiluðum kött til morguns! Um morguninn var komið gott veður aftur. Þó var skafrenningur, of þrátt fyrir svefnleysi héldum við að Gilsbakka og fengurn Hörðu dalsá svona brúklega. Nú, ég var dag um kyrrt, áður en ég fór aust- ur að Staðarhóli. En svo líður hálfur mánuður. Þá er mér sagt það mannslát, sem fengið hefur hvað mest á mig um ævina. Jósep dvaldist 1 rúma viku hjá föður sínum og stjúpmóður, en á leiðinni út í Hólm aftur fór hann ofan um ísinn og drukknaði. Það var merkiiegt, að við þessir þrír, 'sem vorum búnir að berjast þarna fyrir lífi okkar, eiginlega meira en góðu hófi gegndi, skyld um sleppa óskaddaðir, en þegar hann sneri einn til baka, þá fór hann niður um ísinn. Már. í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.