Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Síða 4
Lewis Nkosis
Fanginn í kjallaranum
Smásaga frá Suður-Afríku
I.
í raun og sannleika eru allir
fangar og fangaverðir eins. Hör-
undslitur breytir þar engu. Þegar
þeir eru ávarpaðir, reyna þeir und-
ir eins að setja upp einhverja
grímu, og það er alltaf eitthvað í
raddblænum, sem kemur ónota-
/ lega við mig. Það er erfitt að lýsa
þessu, en væri gengið á mig,
myndi ég helzt segja, að þarna sé
að verki einhver hneigð til and-
anæla, löngun til þess að bera hönd
fyrir höfuð sér, örlítið íþætt
gremju. Þetta er ósköp ókarlmann
legt. Það er eins og fanginn sé
. hvort tveggja í senn, ásáttur og
. ósáttur með hlutskipti sitt — eins
og hann bæði heiðri og fyrirlíti
' fangaverðina. í fám orðum sagt:
' Hvers vegna í ósköpunum er
nokkrum manni fyrirbúið svona
hl'utskipti?
Hugsum okkur til dæmis Georg
hérna — tötralegan, skítugan, van-
nærðan og grámyglulegan í fram-
an, af því að hann kemur aldrei
undir bert loft. Það liggur við, að
ég tárist. Samt var Georg einu
' sinni húsbóndi minn og gæzlumað-
' ur, svo ótrúlegt sem það er. Ein-
um hvítum manni var trúað fyrir
■ tólf milljónum svartra manna, og
\ það var ógæfa Georgs, að hann
. átti að hafa auga með mér. Það
var ævinléga viðkvæðið hjá Georg,
. þegar embættismennirnir komu til
‘ eftirlits, að þetta væri vanþakklátt
' starf. Það mátti samt heyra, að
\ hann var hreykinn af þeim trún-
, aði, sem hann naut — honuni þótti
• gaman að drottna yfir fanga. Satt
‘ að segja held ég, að Georg hefði
, ekki notið sín fullkomlega án
fanga, sem hann gat vottað vin-
semd sína með þeim hætti, sem
, honum var laginn. Ég var dálítið
' tortrygginn, þegar hann kvartaði
| undan því að bafa yfi-r mér hús-
) bóndavald.
Á þessum árum var hann hár
f v-exti, hörundsbrúnn og hraustleg-
i ur, rétt eins og aðrir herramenn í
' Suður-Afríku. Mér fannst þá, að
Georg hlyti að ve-ra mesti garpur.
Honum var að minnsta kosti eigin-
legt að vera herralegur. Hann var
hressilegur í öllu fasi ,fyrirlitning-
in í röddinni ósvikin, og hæðnis-
glampinn í augunum, þegar hann
leit til mín, var mér gagnlegur.
Oft dvaldist mér við það í eldhús-
inu að búa til' sem beztan mat og
ljúffengastar kökur handa honum,
þessum geðfellda manni, og
mér var sönn nautn að hlýða
skipunum hans. Nú er lítið eftir
af þes-sum náunga, sem svo lag-
lega -kunni að fara með strangt.
húsbóndavald. Blá augun eru orð-
in fjarska döpur og útlimirn
ir svo magrir og vöðvaslappir, að
ég þekki þá ekki lengur. En hvað
um það — svona getur farið fyrir
þeim, sem kallaðir eru og útvald-
ir, og þó var sú tíðin, að ég trúði
því statt og stöðuigt, að Georg væri
einn af hinum útvöldu.
Þér er-uð efablandinn á svipinn.
Þér trúið máski ebki -á forlög. En
það gildir mig -einu — mér er yf-
irleitt ekkert keppikefli, að fólk
trúi einu eða öðru. Samt sem áður
geta þær stundir auðveldilega kom-
ið, að mönnum detti margt í hug:
Það -geta orðið hlutverkaskipti,
hvenær helzt sem er, og þá getur
hent, ef guð gefur ekki sanna auð-
mýkt af náð sinni, að þeim, sem
áður fóru með drottinvaldið, finn-
ist þeir sem hlekkjafangar, -sviptir
víni sínu og mjúkum likama kon-
unnar. Eins og til dæmis Georg.
Þér hefðuð átt að sjá konuna
hans Geor-gs u-m það leyti, sem
hann gekk að eiga hana. Allt fram
á. þennan dag stígur blóðið mér
til höfuðs, þegar hún kemur hing-
að inn. Það veit guð, að hún er
mikil kona. Þó að hún sé komin
u-m fertugt, er kroppurinn enn
jafnþrýs-tinn og fyrru-m, holdið
stinnt o-g hver-gi g-rámavottur á
hör-undinu. Það er eins og maginn
á henni sé sleginn gulli, þegar hún
berar hann. Þér spyrjið kannski
forviða, hvernig ég viti þettá. En
ég 'legg bar-a kollhúfu-r. É-g er að
vísu svartur ein-s og sjálfur óþokk-
inn, en konur eru nú einu sinni
konur, og þær elska menn, sem
eitthvað eiga undir sér. í hrein-
skilni sagt, þá er mér gr-unur á
því, að erindi hennar hingað sé oft
öllu frernur að heimsækja mig en
Geor-g. Það er herber-gi hérna bak
við með hvítþvegna veggi og
skrautofin rekkjuklæði. Ég gæti
lýst fyrir yður mörgum nóttum,
þegar við Fransiska höfum legið
þar — og ekki áhyggjulaus. Því
veldur skiljanlega heilsufar Ge-
orgs.
Rödd Fransisku er lífcust því,
þegar vindurinn rísla-r í sefinu.
Hún er klökk og angurvær:
„Hvernig gat þetta átt fyrir hon-
um að liggja, MúMa?“ segi-r hún
um leið og hún hjúfrar sig upp
að mér. Það er skrítið að sofa
svona við hliðina á konunni hans
Georgs, og hann sjálfur lúsugur
fangi 1 klefa o-g hefur efcki komið
nálægt kvenmanni í tólf ár. Stund-
um liggur við, að mér -sé ofraun
að hug'sa um þvílíkt og annað ei-ns.
Þess er ekki að dyljast, að mér
hefur beinlínis vöknað um augu.
Það er ekki sársaukalaust að horfa
upp á eymd samborgara síns,
hvort heldur h-ann er nú hvítur,
svartur eða gulur, o-g sér í lagi er
það átakanlegt, þegar eins
stendur á og hér. Ég naut þó
þeirrar farsældar að vera s'kó-
þurrka, þræll og fangi þessa
manns. Það er líka svo,
að jafnvel hunan-gsbrúnn magi
Fransisku get-u-r e-kki sefað
sorg mína. Ég verð að
kannast við, að ekki er einhlítt að
harka af sér (þó að það bati dá-
lítið). Og sízt af öllu skyldi ég
hreykja mér. En kanns'ki er öld-
un-gis óþarfi að vorkenna Georg.
Og hver er svo á vegi staddur, að
hann treysti sér að standa upp í
allra augsýn og tjá heiminum, að
hann kæri sig ekki um neina
vorkunnsemi? Ég spyr nú svona.
Það hefur enginn efni á slíku. Öll
þörfnumst við sa-múðar, þegar til
kastanna kemur — jafinvel hún
Fransi-ska hérna, svona líka hlý og
mjúk og falleiga vaxin, sannkaillað
skrauteintak, þarfnast þes-s, að ein-
hver frél'si hana.
H-afið þér nokkurn tíma elskað,
án þess að finna elsku lagða á
móti? Við n-jótum náðar, e-n frels-
um-st þó ekki. Við njótum jafnvel
stundargleði, án þess að finna ná-
lægð hamingjunnar. Það er næ-gð
T í M I N N — SUNNUDAGSB^LAÐ
"tr---------------------- ------