Tíminn Sunnudagsblað - 30.08.1970, Side 14
fræði þeirra tíma og grasafræði að
svo miklu leyti, sem unnt var að
tæra hana af bókum, sem eldri
voru ritum Linnés.
Líkt og Sigurður Nordal sýndi á
sinum tíma fram á samhengið í ís
lenzkum bókmenntum, mætti sýna
fram á samhengið í skaftfellskri
verkmennt. Eymundur í Dilksnesi,
sem löngu seinna var læknir hér-
aðsins áður en lærðir læknar
komu þangað, lét sér ekki vaxa í
augum að smíða fæðingartengur
handa séi. og þegar raföld hófst,
létu Skaftfellingar sér ekki fyrir
briósti brenna að reisa siálfir raf
stöð eftir rafstöð og smíða iafn-
vel allt, sem til beirra burfti. svo
að rafmagn hafði verið á miklum
fjölda bæja tugi ára fyrir daga
Smyrlabjargavirkjunar. Sem dæmi
um þessa alhæfu, verkséðu smiði
og vélfræðinga í austurskaft-
felTskri bændastétt má nefna
Skarphéðin á Vagnsstöðum.
Menn geta flett upp í íslenzkum
samtíðarmönnum og séð þar, hve
víða hann hefur komið við sögu í
byggðarlagi sínu, þegar riðið var
á vaðið með verklegar nýjungar.
Ég ber ekki mikið skyn á það,
sem snýst, og vél er mér jafnlok
aður heimur og það. sem i stein-
unum býr. Aldrei hef ég fyrirhitt
svo slyngan mann, að hann hafi
getað látið mig skilia. hvernig falT
orka getur brevtzt í Ijós og hita.
Ég skil ekki einu sinni, hvernig
það má vera. að bensínleki lætur
hjólin á bílnum mínum sniiast af
þessum líka fjandagangi. Ég veit
bara, að hann rennur áfram, ef ég
stíg á réttan spaða. Þess vegna
leiði ég minn hest frá því að fjöl-
yrða um smíðar og tæknigáfu Skaft
fellinga. Aftur á móti er ég ekki
svo blankur, að ég grynnti ekki í
gerð þaka, sem ég sá í fyrsta skipti
á ævinni í beim hluta kofanna á
Sandfelli í Öræfum, er enn hanga
uppi. Þar eru sköruð helluþök og
svo vel frá öllu gengið, að ekki
hefur haggazt nema þar sem áreft
ið hefur brotnað niður. Nú skil ég
betur hvers virði helluták hefur
verið fvrr á tímum.
f tóftunum á Sandfelli voru
maríueríur og steindeplar á flögri.
Það eru. elskulegir friðsemdarfugl-
ar, og mikið ér verkmenning
maríuerlunnar alltaf lik, hvar sem
hún er. Ekki gat ég betur séð en '
maríuerlan sandfelTska færi ná
kvæmlega eins að, þegar hún gríp-
ur flugu á flugi, og maríuerlurn
ar við Juutuanjókfána í Inari eða
á Mettunum bak við gistihúsið í
Borgarnesi. Betri aðferð er líklega
ekki unnt að finna upp, úr því að
tæknivitinu skaftfellska hefur
ekki tekizt það.
En svo kynntist ég öðrum fugl
um, sem voru mér viðlíka nýjung
og standa undir helluþaki. Ég kom
auðvitað að Jökulsárlóni á Breiða-
merkursandi og horfði hæfilega
lengi á glæra jakana, sem mörruðu
þar hátignarlega, og æðarkollurn
ar, sem syntu á milli þeirra með
unga sína, án þess að merkt yrði,
að þeim fyndist vatnið kal't.
Því næst beindist athygli mín að
stórum, mógráum fuglum, sem
húktu á lágum þúfum víðs vegar
um sandinn. Ég gizkaði undir eins
á, að þetta væru skúmar, og sú
óheillahugsun náði tökum á mér
að slá mér í bland við þá og eiga
við þá orðastað. Á það hefði ég
ekki átt að hætta. Skúmnum er
ekki þökk á neinni hnýsni um sína
hagi, og hann gefur ekki einu sinni
grið, þó að maður fleygi sér á
fjóra fætur. Sá er sæll «g heppinn,
sem sleppur ób-mnn með skelkinn
einan úr kynnMör f byggðir hans
í júTímánuði. Ég hætti mér ekki
framar út úr bíl á Breiðamerkur-
sandi, ef ég sé einhvers staðar
skúm á þúfu.
Tófur og minkar munu aftur á
móti ekki angra menn á þessum
slóðum, og til skamms tíma að
minnsta kosti hafa þar ekki held-
ur verið rottur og mýs. Þar af leið
andi hafa Öræfingar löngum búið
kattlaust og iafnvel leikið á grun-
ur um það, að kettir þrifust tæp-
ast f Öræfum. Einhver stað-
ar hef ég lesið sögu um
kött, sem Öræfingar björguðu af
skipreika frammi á söndum. Þetta
var handan Skeiðarár, og Öræfing
ar ætluðu heim með kisu. En á
leiðinni yfir vötnin varð hún bráð-
kvödd á hestinum.
Og vötnin — veT á minnzt. Ná
býlið við illskeytt og duttlungafull
vötn og viðsjáia jökla hefur gert
Skaftfellinga að frægum vatna-
mönnum og jökulgöngumönnum.
En nú er við búið að vatnamennsku
þeirra fari að hraka, þegar ölT vötn
hafa verið brúuð, nema þau, sem
um Skeiðarársanda falla, svo að
hún er þeim eklý lengur sama
lifsnauðsyn og áður. En hin mik
ilfenglega náttúra verður þeim
vonandi áfram hvatning til þess að
hyggja að leyndardómum hennar.
Ég drap á þá hneigð, sem Jón
Einarsson í Skaftafelli hefur
sýnilega haft tiT náttúrufræða.
Svo hefur verið um fleiri á þeim
tímum, er fátt örvaði til
slíks nema eðlislæg hnýsni
og umhverfið sjáift. Getið er
um samtíðarmann Jóns. Sig
urð Magnússon á Hnappa-
völlum, sem safnaði að sér vængj-
um allra fuglategunda, er hann
náði til', völum úr spendýrum og
kvörnum úr fiskurn. Það dylst
ekki, hvert hugur þessa Móðu
harðindamanns hefur stefnt. Nú er
á Kvískerjum hópur frægra
bræðra, sem aflað hafa sér slíkr-
ar þekkingar í mörgum greinum
náttúrufræða með sjálfsnámi, bók
Testri og rannsóknum, að þeir eru
hlutgengir meðal þeirra sem
stundað hafa háskólanám í þvílík-
um fræðum, þeim jafnvígir og oft
kvaddir til vandasamra starfa. Kví
árjökull má heita heimajökuTI þess
ara bræðra, og það var einmitt
þegar Sveinn Pálsson horfði yfir
hann, að honum skildist fyrstum
manna eðli skriðjökla. f stofum
sínum eiga þeir hin merkustu söfn
náttúrugripa, og það er eins og hin
villta náttúra þekki sína, því að
fáséðir fuglar, sem flækzt hafa yf-
ir órahaf, eiga það til að gera sér
hreiður í grennd við bæ þeirra.
Þess er þó að geta, að ekki hef
ur alTtaf verið vísindamannslega
að verki staðið á þessum slóðum.
f grennd við Kvísker vex glitrós.
Fyrir tvö hundruð árum nefndi
fólk hana þyrni og reyndi af
fremsta megni að uppræta hana,
af því að það taldi hana bölvun-
artákn frá syndafallinu, flekkað
dreyra frelsarans, og ógæfu, að
hún skyldi dafna í byggðum þess.
Þetta hefur verið frómt fólk og
einfaTt í sinni trú. Nú á sem sagt
vísindaleg hámenning óðal á þeim
bæ, þar sem glitrósarstríðið var
áður háð.
Skaftafell er á hvers manns vör
um sökum fegurðar og sérkenni-
legs náttúrufars. Þar er Bæjar
staðaskógur í skjóli jökla og á
fleiri afkvæmi í skrúðgörðum
landsmanna en nokkur annar
bjarkarteigur. Hið forna óðal
Brennu-Flosa, Svínafell, er einnig
fögur vin undir snarbrattri fjalls-
hlíð. Rétt utan við túnið eru háir
sandhólar, — hlöss, sem skriðjök
ullinn hefur ekið á undan sér —
og bak við þá jökullón með jök-
um, þótt smásmíði sé hjá jökullón
638
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ