Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 17.01.1971, Blaðsíða 12
Halldór Laxness: HERNADURINN GEGN LANDINU Aí ö'fugmælanáttúru sem íslend- ínigum er lagin kappkosta sumir okkar nú a& boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og séríiagi þó í tferðaauglýsíngum og öðrum fróðlei'k handa útlendinig- um, að ísland sé svo landa að þar gefi á að ilíía óspiíta náttúru- Marg- ur reynir að svæfa minnimáttar- kend með skrumi og má vita að ok'kur sé nokkur vorkun í þessum pósti. Hið sanna í málinu vita þó állir sem vita vilja. að ísland er eina Jandið í Evróim sem er ger- spilt af imannavöldum. Því hefur verið spilt á umliðnum þúsund ár- urn samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Nokkur svæði í miðjarðarhafslöndum Evrópu, einkum Grikkland, komast því næst að þola samaniburð við ísland að því er •snertir spillingu lands af mannavöldum. Menn komu hér upphaflega að ósnortnu heiðalandi sem var þétt- vaxið viðkvæmum norðurhjaira- gróðri, lýngi og kjarri, og sumstað- ar hefur nálgást að vera skógland, hér var líka gnægð smárra blóm- jurta, og mýrar vaxmar háu grasi, sefi og stör, morandi af sanákvik- indum allskonar og drógu að sér fugla svipað og Þjórsárver gera enn þann dag í dag. Mart bendir til þess að fólk er hér settist að hafi litið á náttúru ís- lands einsog bráð sem þarna var búið að hremma. Skynbragð á feg- urð lands var ekki til í þessu fólki. SH'kt kom ekki til sfcjalanna fyren þúsund árum eftir að híngað barst fólk. Á þrettándu öld skrifar Snorri Sturluson bók um eitt feg- ursta land heimsins, Noreg, rúmt reiknað 1000 blaðsíður, án þess séð verði að höfundi hafi verið kunn, aukin heldur meir, sú hugmynd að fallegt sé í Noregi. Orðið fagur á íslensku þýddi reyndar bjartur áður fyrri. Sú hugmynd að náttúr- an sé fögur er ekki runnin frá sveitamönnum, heldur fólki úr stórborgum seinni tíma, og náði loks til okkar íslendínga úr Þýska landi gegnum Danmörku í tíð afa okkar. Náttúra verður auðviíað ekki falleg nema í samanburði við eitthvað annað. Ef ekfci er til nema sveit er náttúran efcki falleg. „Óspilt náttúra11 er því aðeins fall- eg nú á dögum að hún sé borin saman við borgir þángað sem menn hafa flúið af því sveitin veitti þeim ónóga lífsafkomu, og búa þar nú við vaxandi óhægindi, sumstað- ar einsog í víti. ★ Hafi einhverntíma verið hlýrra og lygnara hér en núna, þó ekki hefSi verið nema í þúsund ár, til dæmis á þeirri tíð sem tré urðu hér eins stór og viðarbolurinn steingerði af Vestfjörðum, sem ég sá einusinni, og hafði minnir mig á annað hundrað árhrínga. þá er ekkert því til fyrirstöðu, að ísland hafi alt verið grænt, kanski skógur á Sprengisandi. Að hinu leytinu hafa menn séð landsvæði sem í æsku þeirra voru græn og fögur verða að Sprengisaudi. Vindar voru uigglaust orðnir óvinir gróðurs á hálendinu fyrir landnámstíð. Síðan kom mannfólk með búsmala sinm og gekk í lið með vindinum með því að etja beitarfé á viðkvæmar seinvaxmar jurtir uppsveitamna, menn voru að leita sér að tilvenuhorni hver og einn útafyrir sig. Sumt þessara há- lendisbygða hefur að því menn U TfMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.