Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Side 16
lnn spöl inn á jöklana á Suður-
Grænlandi. Síðan hafa margir orð
ið til þess að feta í fótspor Jen-
sens, og mun för Friðþiófs Nan-
sens, hins heimskunna þjóðbanda-
lagsfrömuðar og visindamanns,
vera þar frægust. Hann hóf för
sína frá Umivik, sem er nokkru
sunnan við Angmagssalík á austur-
ströndinni, gekk þaðan þvert yfir
Grænland og kom niður i Amera-
líkf.jörðinn við Godtháb. Þetta var
árið 1888, og Nansen var
fyrsti maðurinn, sem gekk
yfir Grænlandsjökul. Þátttak-
endur i förinni voru að-
eins fjórir, þar af tveir Lappar.
Þeir Nansen og félagar hans not
uðu skíði til göngu og drógu far-
angur sinn á léttum skíðasleðum,
sem Nansen hafði sjálfur fundið
upp. Var hægt að hafa segl og
stýri á sleðum þessum og reynd-
ust þeir miög vel. Voru þeir siðar
kenndir við Nansen og hafa marg-
ir heimskautafarar notáð þá.
Daninn J.P. Kock gekk þvert yf-
ir Grænland frá austri til vesturs,
þar sem landið er breiðast (á 77.
stigi nbr.) árið 1913. Kock notaði
íslenzka hesta í ferð þessari og var
íslenzkur maður, Vigfús Sigurðs-
son að nafni, með honum í ferð-
inni Margir aðrir hafa reynt sig
á Grænlandsjökli, og margir hafa
látið lífið þar, en sú raunasaga
verður ekki rakin hér.
Það er heimskautaloftslag um
alit landið, enda þótt suðuroddinn
megi teljast á takmörkum tempr
aða beltisins. Fjórar meginástæður
valda hinu kalda loftslagi:
1. Landið liggur svo norðarlega,
að mestur hlutinn er fyrir norðan
heimskautsbaug,
2. engir hlýir hafstraumar ná
upp að ströndum landsins,
3. höfin umhverfis landið eru
full af is, og
4. Grænlandsjökull kælir loftið
yfir landinu.
Grænland er því miklu kaldara
en lönd í Evrópu, sem liggja á
sama breiddarstigi. Þannie er því
ætíð farið um austurstrendur meg-
inlandanna og lönd bau, sem að
þeim liggja, þegar nær dregur
heimskautsbaugi.
Það er þó mikill munur á lofts-
lagi á Norður- og Suður-Græn
Iandi. í Ivigtút á suðvesturströnd
inni er meðalbitinn í júlímánuði
tæp 10 stig á Celsius, og í febrúar,
sem er kaldasti mánuður ársins, er
hann -f-7 stig. Sumarhitinn í f jörð-
unum norðan við Júlíönuvon er
án efa nokkuð hærri, en þar hafa
engar fastar mælingar verið gerð-
ar.
í Úpernívík, sem liggur á 72%
stigi nbr., er meðalhitinn í sömu
mánuðum 5 stig og -^23 stig, og
ef norðar er farið, verður mismun-
urinn enn þá meiri.
Eins og að líkum lætur, er því
gróðurfar mjög fábreytt í Græn-
landi. í norðlægum löndum er
gróðurinn mest undir sumarhita
kominn. Vetrarkuldinn hefur aft-
ur á móti ekki mikil áhrif. Sem
dæmi má nefna, að stórir skógar
vaxa í köldustu héruðum Síberíu,
þar sem meðalhiti kaldasta mán-
aðar ársins er -f50 stig ([ júlí-
mánuði er hitinn 15 stig).
Ef meðalhiti heitasta mánaðar
ársins er minni en 10 stig, geta
skógar venjulega ekki þrifizt, og
kornrækt heppnast ekki. Telst þá
landið til heimskautabeltisins.
Þannig er því farið um Grænland,
enda þótt suðuroddi þess nái langt
suður fyrir heimsfcautsbaug. Hann
liggur raunar á sama breiddarstigi
og Ósló og Leningrad. í fjörðunum
í suðurhluta landsins gefur þó að
líta birfci- og víðikjörr, sem eru að
nokkru leyti upprétt og bera vitni
um nálægð^ tempraða beltisins,
svipað og á íslandi, sem liggur þó
miklu norðar.
Mestur hluti strandlendisins er
berar klappir, urðir,melar og eyr-
ar. Aðeins lítill hluti þess er klætt
gróðri. Jarðvegur er víðast lítill
eða enginn, því að sfcriðjöklar hafa
ekið öllu lauslegu í sjó fram, og
granít og gneis molna mjög seint.
Gráir litir klappa og urða eru því
yfirgnæfandi víðast hvar og gefa
landinu fremur þunglyndislegan
svip. Einstaka smárunnar og jurt-
ir hjara þó í rifum og gjótum, svo
sem víðir, holtasóley, draumsóley,
lambagras og auk þess mosi og
skófir. Á blettum þeim, þar sem
jarðvegur hefur getað myndazt og
landinu hallar svo mifcið, að vatn
getur sigið burt, vaxa krækiber,
smjörlauf, fjalldrapi, bláber og
fleira. Ef landið er flatt, myndast
strax mýrar og flóar (túndra), af
því að vatnið getur ekki sigið nið-
ur sökum klaka f jörðu. Norðan
við Júlíaneháb fer klaki aldrei að
fullu úr þess háttar jarðvegi. í
Thule þiðnar aðeins 10—20 sm
þykfct lag ofan af að sumrinu. í
mýrunum vaxa fífa, starir, mosi
og fleira. Við ár oig læki sjást hér
og þar smáhvammar og engjablett-
ir með marglitu blómasbrúði,
ásamt sveifgrösum, vingli og öðr-
um grastegundum. Umhverfis
mannabústaði og þar, sem fugla-
varp er, er venjulega allt grænt
af grasi á sumrin og sýnir greini-
lega, að grasrækt mundi sums stað
ar fremur auðveld, ef áburður
væri notaður, að minnsta kosti
ræktun grænlenzkra grasteg-
unda.
Dýralíf á landi er fremur fátæk-
legt, þótt það sé nókbuð fjölbreytt-
ara en hér á íslandi, en í höfun-
um umhverfis landið verður það
hins vegar að teljast fjölbreytt.
Skriðdýr og froskdýr finnast ekki
á Grænlandi fremur en hér.
Sjö tegundir landspendýra hafa
lengi lifað villtar á Grænlandi og
eru þær þessar: Sauðnaut, hrein-
dýr, snæhérar, læmingjar, hreysi-
kettir, úlfar og refir. Auk þeirra
hafa rottur og mýs borizt til lands-
ins, en þrífast aðeins á stöku stöð-
um.
Húsdýr höfðu Eskimóar ekfci
önnur en hundinn og hefur svo
verið með Grænlendinga til
skamms tíma. Grænlenzkir hund-
ar minna dálítið á íslenzka hunda,
en eru stærri og mun þrefcnari,
enda notaðir til dráttar. Þeir span-
góla og ýlfra sem úlfar en gelta
ekki. Er talið, að þeir muni nokk-
uð blandaðir úlfum, en ekki er
sannað, að svo sé. Önnur hús-
dýr, sem þar hafa nú verið um
skeið sums staðar á suður- og vest-
urströndinni, eru sauðfé, geitur
hestar og kýr, og fer fjölgandi á
seinni árum, ekfci sízt sauðfé af ís-
lenzkum uppruna.
Sjávarspendýr eru miklu fleiri
en landspendýr og mikilvægari fyr
ir Grænlendinga. Hvorki meira né
minna en tuttugu og þrjár tegund-
ir lifa við strendur landsins, —
fimm tegundlr sela, sextán teg-
undir hvala, margar þeirrar stór-
ar, og svo hvítabirnir og rosbung-
ar.
Eins og kunnuigt er, hafa Esfci-
móar stundað selveiði um aldir og
hefur hún til skamms tima verið
undirstaða alls atvinnulifs á Græn-
landi. Af hinum mikla fjölda hvala
tegunda eru það einkum tvö smá-
hveli, náhvalurinn og mjaldurinn,
sem hafa fjárhagslegt gildi fyrir
Grænlendiniga, og eru mifcið veidd-
ir.
Mörguim þessara spendýra
hefur nú fækfcað mjög á síðari ár-
112
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ