Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Page 20
leiðir og atvinnuvegl fornmanna
virðist mega ráða, að hafís haft
verið mun minni við Grænland og
loftslag mildara en nú er. í venju-
legu árferði er ómögulegt. að sigla
suður með suðausturströnd Græn-
lands, og kornyrkja getur alis ekki
tekizt við Júlíanah&b, enda þóft
menn hafi nú harðgerðari og bráð-
þroskaðri korntegundir en vö] var
á á landnámsöld.
Grænland komst undir Noregs-
k«nung um sama leyti og ísland.
Er sennilegt, að aðalástæðan til
þess, að íslenzku landnemarnir gáf
ust svo greiðlega undir vald hans
hafi verið sú, að þeir vildu tryggja
siglingar til landsins. í samningum
sínum við Noregskonung áskilja
þeir sér, að tvö skip verði send
árlega tii Grænlands frá Noregi.
Má af þessu marka, að siglingar
til Grænlands hafa ekki verið tíð-
ar um miðja 13. öld. Tennur og
ólarreipi fsvarðreipi) landnem-
anna voru þá ekki í svo geipiháu
verði sem áður var. Fílabein og
hampreipi voru komin í þeirra
stað eða voru notuð samhliða þeim.
Eftir 1261 var verzlunin við Græn-
iand gerð að einokunarverziun
norsku konunganna, og enginn
mátti sigla til Grænlands án leyf-
is. Umboðsmaður konungs bjó á
einni áf konungsjörðunum á Græn
landi og innheimti skatta.
Siglingar milli Björgvinjar og
Grænlands voru nokkurn veginn
reglulegar, að minnsta kosti til
ársins 1367. enda þótt þær hafi ef
til vil ekki verið árlegar. En þá
fórst „Grænlandsknörrinn“ við
Noreg, og ekkert nýtt skip kom í
hans stað í fastar ferðir til Græn-
lands. Vissa er þó fyrir því, að
einstaka skip hafa komið þangað
eftir þann tíma. Milli 1380 og
1390 hrakti skip að minnsta kosti
þrisvar sinnum til Grænlands.
Ekki verður vitað. hve mikla verzl
un skip þessi hafa rekið við Græn-
land. Það lágu strangar refs-
ingar við að brjóta boð konungs
á þessu sviði, endr þóti konungur
sendi engin skip þangað framar.
Síðustu áreiðanlegar fregnir,
sem menn hafa um íslenzku land-
nemana á Grænlandi, eru frá 1410.
Þá kom skip eitt frá Gram'mndi til
íslands. Skip þetta sigldi frá Nor-
egi árið 1406 og ætlaði til íslands,
en lenti í hafvillum og komst loks
til Grænlands. Menn vita svo ná-
kvæmlega um ferðir skips þessa,
vegna bess að einn skípverja, Þor-
steinn ólafsson að nafni, kvæntist
á Grænlandl 16. september 1408,
og skipverjar og farþegar urðu síð-
ar að votta það á íslandi, að hjóna-
vígslan hefði farið löglega frarn.
Er enn til vitnisburður séra Ind-
riða Andréssonar, sem þá var offi-
cialis að Görðum um, að hann hafi
lýst með þeim og fór vigslan fram
í Hvalseyjarkirkju, sem liggur
skarnmt fyrir austan Júlíönuvon.
Standa veggir kirkju þeirrar ó-
haggaðir að mestu enn í dag.
Vel má vera, að skipaferðir
milli íslands og Grænlands hafi
átt sér stað stöku sinn-
um fram eftir 15. öldinni,
en ekkert er vitað um
það með vissu, þar sem mjög lítið
var ritað hér af annálum á 15. öld.
Þá er frá því sagt, sem þó er tal-
ið eftir vafasömum heimildum, að
skönnnu fyrir miðja 16. öld rak
skip eitt, sem var á leið frá Ham-
borg til íslands, til Grænlands. Þar
á var íslendingur einn, sem síðan
var nefndur Jón Grænlendingur.
Er svo frá sagt, að þeir komu inn
í fjörð einn grænlenzkan og var
byggð bæði á ströndunum og eyj-
unum. Þeir félagar höfðu ekki
samgöngur við íbúana. Má »f því
ráða, að það hafi verið Eskimóar.
Á eyju einni lítilli fundu þeir búð-
ir og naust af sömu gerð og tíðk-
uðust á íslandi. Þar fundu þeir
einnig mann einn dauðan. Hann
hafði hettu vel saumaða á höfði,
og klæði hans voru gerð af vað-
máli og selskinni. Við hlið hans lá
tálguhnifur, beygður og slitinn
mjög. Hníf þennan tóku þeir með
til minja. Ef nokkuð er á sögu
þessari að byggja, þá hlýtur líkið
að hafa verið af norrænum manni.
Hefur fornmaður þessi þá senni-
lega verið einn þeirra, sem lengst
lifðu, og þegar hann dó, var eng-
inn til að jarða hann. Hnífinn, þótt
beygður og slitinn væri, hafði
hann við höndina alveg fram í
andlátið. Járnið var tákn yfirburða
hans yfir ,,Skrælingjum“.
Fornleifarannsóknir á Græn-
landi hafa leitt í ljós, að landnem-
arnir íslenzku hljóta að hafa haft
samböjid við Evrópu fram í lok
15. alðar. Leifar þær, sem sýnt
hafa þetta, hafa sérstaklega fund-
izt í kirkjugarðinum á Herjólfs-
nesi (Íkígait) í Júlíönuvonarhéraði
sunnanverðu, _en þar var aðalhöfn
landsmanna. Á árunum 1920—30,
þegar grafið var í kirkjugarð þenn
an, var þar klaki í jðrðu árið um
kring, og kisturnar lágu í froslnnl
jörð. Hinir dauðu hðfðu verði jarð-
settir í sparifðtum sínum. Var mik-
ið af fatnaði þar næstum ófúlð.
Má af því draga þá ályktun, að
jörð hafi frosið þar skömmu eftir
að jarðað var. Sennilega hefur
verið grafið niður á klaka og lofts-
lag síðan kólnað, svo að klakalag-
ið í jörðu varð miklu þykkara en
áður gerðist. Það, sem fornleifa-
fræðingar byggja fullyrðingar sín-
ar á um siglingar til Grænlands á
seinni hluta 15. aldar, er meðal
annars hettur, húfur og kyrtlar,
sem eru af nákvæmlega sömu gerð
og sams konar flíkur, sem fyrst
voru bornar í Evrópu á seinni
hluta 15. aldar. Það er heldur ekki
svo ólíklegt, að Englendingar og
Hollendingar, sem höfðu mikla
launverzlun hérlendis á 15. öld-
inni, hafi einnig komið við í Græn-
landi. Víst er um það, að dönsku
konungarnir kvarta yfir því við
Englandskonung á þessum tíma,
að Englendingar reki verzlun og
fiskveiðar við skattlönd Dana.
Margir gerðust til þess að sigla
til Grænlands á 17. öldinni til að
leita landnemanna íslenzku. En nú
álitu menn, að Eystribyggð lægi á
austurströndinni, bak við hafís-
breiðurnar, sem tepptu allar sigl-
ingar þangað. Þegar klerkurinn
Hans Egede fór til Grænlands ár-
ið 1721, bjóst hann við að finna
þar afkomendur íslendinga. Hann
ætlaði að boða þeim kristna trú á
ný, þvi að menn töldu víst, að þeir
væru farnir að ryðga í trúnni. En
á þeim árum var venja að hugsa
meira um sáluhjálpina en þarfir
líkamans.
Hans Egede ferðaðist frá Godt-
háb suður með suðvesturströnd-
inni allt suður til Hvarfs (Kap Far-
vel). Ilann fann þar enga afkom-
endur íslendinga, en hins vegar
margt bæjarrústa, sem hann taldi
vera í Vestribyggð. Hann vonaði,
að Eystribygð mundi vera á aust-
urströndinni, og fyrst löngu seinna
varð mönnum það ljóst, eftir að
mikill hluti austurstrandarinn-
ar hafðí verið rannsakaður, að
Eystribyggð hafði legið á vestur-
ströndirini og að landnemarnir ís-
ienzku voru horfnir af sjónarsviði.
Mörgum getum hefur verið að
því leitt, livað valdið hafi eyðingu
Islendingabyggða á Grænlandí. Af
íslenzkum annálum og munnmæla
sögum Eskimóa er það ljóst, að
bardagar og vígaferli hafa átt sér
llð
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ