Tíminn Sunnudagsblað - 14.11.1971, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 14.11.1971, Side 4
Þetta var ágætt starf — bezta starfiS, sem ég hafði fengið. Ég komst í það síðasta árið í gagn- fræðaskólanvm, og eiginlega á ég því að þakka, að ég komst í gegn- um menntaskólann. Verst var, að ég skyldi missa það. Ég bar óneit- anlega talsvert úr býtum. Ég fékk meira að segja svo mikla peninga, að ég gat farið úr borgarskólanum í Kólumbíuskólann veturinn áður en ég lauk prófi. Ég á Llyod að þakka, að ég naut góðrar mennt- unar. Honum var ekkert í nöp við negra, sagði hann, og ég held, að hann hafi ekki logið því. Hann var alltaf þægilegur við mig frá því fyrst við kynntumst, þar til það, sem ég ætla nú að segja frá, svipti hann vitinu. Það var þrennt sérlegt við herr- ann, húsbónda minn: Hann átti ókjörin öll af peningum, hann var sólginn í áfengi, og hann var gráð- ugur í kvenfólk. Þá er allt talið. Þetta var skratti góður karl — þar til hann klófesti þessa slöngu úr Harlem. Raunar var það hún, sem klófesti hann. Og það getur verið ógaman að lenda í klónum á þeim sumum af kynþætti mínum. Þær mega biðja fyrir sér hjá guði, ef þeim auðnast nokkurn tíma að komast í námunda við hann. Vesa- lings negrarnir! Líklega hef ég átt einhverja sök á þessu. Ég hefði átt að vara herr- ann við henni. En ég lagði það ekki í vana minn að hlutast til um mál- efni hans — ég hélt mig við minn leista. Meðfram kann það að hafa stafað af því, sem hann sagði við mig, þegar ég byrjaði að vinna hjá honum. „Strákur!“ sagði hann —• „þú vinnur hjá mér og engum öðr- um. Þú þegir yfir því, sem þú sérð, og ég skal sjá þér farborða. Ertu efcki að gutla við nám? Ég skal láta þig fá peninga, þegar þú þarft að kaupa bækur eða ætlar eitthvað með stelpur. Verðir þú kyrr hjá mér og gerir það, sem þér er sagt, þarft þú engu að kvíða“. Hann borgaði mér tuttugu og tvo dali á viku, og svo fékk ég fæði og húsnæði hjá honum. Þetta var fjögurra herbergja íbúð — eins viðkunnanleg og verið gat, sást út á fljótið úr gluggunum. Á sumrin var herrann í Berlín eða París, og þá gat ég legið í leti. Ég át bara og svaf og burstaði húsgögnin. Loks varð ég svo leiður á iðjuleys- inu, að ég fór á sumarnámskeið. — Hvað ætlarðu að verða? spurði hann. — Tannlæknir, hef ég hugsað mér. — Gerðu það. Þeir græða fjand- ans ósköp á því — ef kvenfólkinu lýst vel á þá. Hann talaði um kvenfólk alla daga. Eða öllu heldur, hvernig ætti að meðhöndla það. Hann kunni fleiri kraumfengnar sögur en nokkur annar maður, sem ég hef kynnzt. Og honum þótti vænt um kvenfólikið sitt, einkum þó ungt og m 1 Í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.