Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Blaðsíða 6
var áður útbýli frá Saurbæ. Sigrún Sigurðardóttir kona hans er látin, en Skafti dvelur með syni þeirra og fólki hans i Gerði. Ilrefnaer fædd á t>úfnavöllum, 10 ár um yngri en Loftur. Ung giftist hún Bernharði Stefánssyni kennara á Hrauni og Þverá i Oxnadal, 1917, og bjuggu þau á Þverá til 1931, er Bern- harð gerðist útibússtjóri Búnaðar- bankans á Akureyri ásamt þing- mennskunni, en hann sat á Alþingi óslitið frá 1923-1959, er Eyjafjarðar- kjördæmi var lagt niður. Hrefna er ekki aðeins drenglynd og fágætlega skemmtileg kona, en vitur að upplagi og af fjölþættri lifsreynslu. Hún stóð ávallt fast við hlið Bernharðs i bú- skapnum á Þverá, félagslifi öllu og starfi á opinberum vettvangi i áratugi. Vinátta þeirra systkinanna Eiðs og Hrefnu er náin alla ævi, en börn þeirra, Guðmundur bóndi á Þúfnavöll- um og nú bankaútibússtjóri á Hólma- vik og Berghildur Bernharðsdóttir, áttust. Er margra unaðsstunda að minnast frá heimilum þeirra feðga i stórhýsinu. sem þeir reistu neðan við gamla túnið á Þúfnavöllum fyrir aldarf jórðungi. Horfir þar yfir viðáttumiklar sléttur, er áður voru hinir þýfðu vellir. Búskapur þeirra svo stór. að á árabili var stærst fjárbú i sýslunni. En timburstofan, sem Guð- mundur efndi til snemma á öldinni á gamla bæjarstæðinu efst i túninu er nú auð. Bar hún af öðrum mannvirkjum á þessum slóðum. Siðustu búendur þar eru Baldur Guðmundsson og kona hans Júliana Björnsdóttir. Þau eru nú al- flutt suður, en Baldur þingvörður um velur. Arum saman var hann organisti Bægisárkirkju og áttu þeir faðir minn þar hið ljúfasta samstarf. Baldur er annálað prúðmenni, róttækur hugsuð- ur og gleðimaður i orðsins bezta og sannasta skilningi. Barði magister var yngstur Þúfna- vallasystkina. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sinu syðra 1957. Kona hans er cand.mag. Teresia fv. Veðurstofu- stjóri. Barði var mikilvirkur forn- fræðamaður og brautryðjandi nýjum kenningum um þjóðerni Islendinga. Hann var þjóðskjalavörður lengi og um sinn landskjörinn alþingismaður. Oprentuð rit hans voru gefin út eftir hans dag. Er óliklegt annað en til þeirra verði meir en litið vitnað á næsta ári, er landnáms manna af Noregi verður minnzt á Islandi. Eiður Guðmundsson er mikill félagshyggjumaður. Hann kynntist margháttuðu félagsstarfi ungur á einu mesta vakningatimabili i islenzku þjóðlifi og náði bráðum þroska. Hafa sveitungar hans i Skriðuhreppi notið rikulega hæfni hans og gáfna, en þar valdisthann snemma til forgöngu, og i héraði hefur hann komið mjög við félagsmál allt til þessa. Vinur hans, Brynjólfur Sveinsson fv. hreppstjóri i Efstalandskoti i Oxnadal, gerir þeim æviþætti Eiðs góða grein i ritinu Heima er bezt 15. árg., 10. Brynjólfur er þar gagnkunnugur, enda báðir hreppstjórar og sýslunefndarmenn nágrannasveita um áratugi, samherj- ar i þjóðmálabaráttunni og þó fyrst og' siðast ræktunarmen i áhrifamætti ungmennafélaga- og samvinnuhug- sjónanna. Eiður kaus ekki að ganga þá auðröktu leið, sem langskólanám hlaut að vera honum. Var á Hólum 1904-1906 og menntaði sig að öðru leyti sjálfur með viðtækum bóklestri, frjálsri ihugun hinna aðskiljanlegu mannlegu viðfangsefna og saman- burði á straumum og stefnum sam- tiðarinnar. Vorið 1917 kvæntist hann Láru Frið- bjarnardóttur bónda og hagyrðings i Staðartungu. Hún var dökk yfirlitum sem móðir hans, rómatisk kona og skáldhneigð. Var mikil ást með þeim hjónum og tregaði Eiður hana mjög, er hún lézt haustið 1937. Börn þeirra eru Guðmundur. sem þegar getur, Hrafn, búsettur á Akureyri, hreysti- menni mikið sem faðir hans, drengur góður og fágætlega kunnandi i bundnu máli. Og svo Steingerður. húsmóðir á Akureyri, gædd ættlægum friðleik og ljóðrænum gáfum. Nokkru eftir að Eiður missti Láru réðist til hans ung ekkja, Liney Guð- mundsdóttir, Olafssonar. Húsmóður- hlutverkið hefur hún skipað með sóma öll þessi ár á Þúfnavöllum og búið Eiði og börnum þeirra báðum, Sturlu bónda og hreppstjóra og Droplaugu. fallegt heimili og skemmtilegt. þvi að Liney er bæði smekkvis og myndvirk i bezta lagi — og glaðvær. Eldri börn Eiðs virða hana vel, systkin hans og tengdafólk. Loks skal getið fræðimannsins og rithöfundarins Eiðs Guðmundssonar. Minning Barða heitins hlýtur að koma þar til álita. Hann hafði notið þeirrar undirstöðu, sem skólanám er hugan- um til þjálfunar og var sagnfræðingur með viðurkenndu háskólaprófi og magistersgráðu. Handgenginn erlend- um visindamönnum i fornfræðum og heimamaður i beztu söfnum norrænna fræða. Rannsóknir hans beindust að þjóðarsögunni fyrir og um landnámið, sem svo er nefnt og að ritunartima Is- lendingasagna. Nýjar kenningar hans vöktu að sjálfsögðu deilur, enda rumskuðu þær all óþyrmilega við hefðbundnum skýringum á þvi, sem nánast var orðið helgisögn i sjálfum fræðunum. Rit Barða munu ávallt halda nafni hans á loft, en i hinum ferska anda var hann mjög vandvirk- ur. Eiður hafði að sönnu ekki siður hæfileika til sliks árangurs á viðum vettvangi. Vandvirkni hans, fundvisi og skilningur á aðalatriðum i óþreyt andi áhuganum, bendir greinilega til þess. En hann kaus að lifa sveit sinni og föðurleifð. Onn dagsins og félags- störf tóku mestan tima hans. Fræði- mennskan hlaut að verða munaður sjaidgæfra fristunda. Allt um það hef- ur honum unnizt timi til að rannsaka sögu átthaganna til hlitar og á hann mikið fræðasafn i handriti. Munu fáar sveitir eða engar eiga svo itarlega skráða sögu sem Skriðuhreppur hinn forni. Töluvert hefur birzt á prenti i jólablöðum Dags, Súlum o.v. En óneitanlega hefur mörgum aðdáend- um Eiðs orðið hugsað til þess, að hér hafi aðstæðurnar þrengt um of að frá- bærum hæfileikum og takmarkað við- fangsefni hans svo, að skaði var þjóð- menningunni. — Nýlega var sira Arn- ljóts Ólafssonar minnzt sem hins fyrsta islenzka hagfræðings. Hlægir mig, ef það var svo vel gert og þegar Eiður flutti, blaðalaust. erindi um sira Arnljót á hundrað ára afmæli Bægis- árkirkju haustið 1958. Ógleymanleg er þessi höfuð kempa i bændastétt þann dag, sem raunar svo oft endranær. — Enn eru orð hans meitluð og hugsunin skýr. Það kom seinast fram á liðnu sumri, er hann lenti i ritdeilu vegna einurðar sinnar og bersögli. Þar var rökhyggja hans staðföst og ályktunin næm. Hinn gróskumikli vorhugi missir ekki börk né barr. þvi að stofn hans er safamikill og stendur föstum rótum. Sendi svo með þessum hugsunum góðar óskir og árnaðarkveðjur norður yfir Hörgárdalsheiði. Agúst Sigurðsson á Mælifelli. 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.