Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 12
Ivar Ivarsson Kaupfélagsstjóri Ivar Ivarsson, kaupfélagsstjóri Kirkjuhvammi i Rauðasandshreppi er látinn, hann var jarðsettur i heima- byggð sinni að Saurbæ á Rauðasandi 17, september siðastl. tvar var fæddur 25. september 1889 i Kirkjuhvammi, sonur ívars Magnús- sonar bónda þar og konu hans Rósu Benjaminsdó^tur. Hann gerðist bóndi i Kirkjuhvammi árið 1930 og bjó þar til dauðadags. Samhliða búskapnum hafði Ivar á hendi fjölda trúnaöar- starfa fyrir sveit sina og sýslu, en merkustu þættirnir i lifsstarfi hans voru störf i þágu samvinnufélag- anna. Hann var deildarstjóri Pöntunarfélags Rauðasandshrepps 1916-1923, endurskoðandi Kaupfélags Rauðsendinga 1924-’34 og Kaupfélags Rauðasands á Hvalskeri um tiu ára skeið, en kaupfélagsstjóri þess frá 1944 til dauðadags. Ivar Ivarsson var 84 ára er hann lézt, hann á þvi að baki langa ævi og mikilvægt starf i þágu sveitar sinnar. Hann var yfir þrjá áratugi kaupfélags- stjóri eins hins minnsta kaupfélags landsins, sem jafnframt var ekki i alfaraleið, þó var tvar landskunnur og mikils virtur samvinnumaður. Sam- Kristjáns væri hægt að fara mörgum orðum, en þvi sleppi ég hér. Eins og áður segir var Kristján hlé- drægur og ekki fyrir aö sýnast meiri heldur en hann var, frekar fámáll, og sumum gat fundizt hann frekar hrjúf- ur við fyrstu kynni. Hann bar ekki áhugamál sin á torg fyrir almenning. Hann var vel greindur, stórhuga mað- ur og átti sér mörg áhugamál. Gladd- ist yfir þegar öðrum gekk'vel, en tók nærri sér aulaskap og ómennsku. Greiöamaður við nágranna, gestrisinn höfðingsmaður heim að sækja svo að á orði var haft. Kristján var gæfumaður, eignaðist þann lifsförunaut sem stóð við hlið hans með miklum sóma. Honum var léð það að geta starfað fram á siðasta ár, en þá voru kraftarnir alveg þrotn- ir, enda búnir að duga honum vel. vinnustefnan var honum hugsjón, sem hann missti aldrei sjónar af. Sökum fjarlægðar og erfiðra samgangna kynntist ég ekki tvari fyrr en á siðari hluta ævi hans. Ég mat hann mikils og er sannfærður um að hjá hnum var gott fyrir yngri menn að þiggja veganesti, hann var einlægur andstæðingur notkunar vins og tóbaks, formaður áfengisvarna- nefndar sveitarinnar um langt árabil Hann varð fyrir þvi óhappi að detta á gólfið heima hjá sér og lærbrotna. Var hann þá fluttur á Landsspitalann og siðar á spitalann á Selfossi, og þar lézt hann þann 4. ágúst. Jarðarför hans fór fram frá Grafarkirkju laugardaginn 17. ágúst. Ég hygg að aldrei hafi svo margt fólk verið saman komið á Skaftárdal sem þennan sólbjarta dag, er húskveöja hans fór þar fram. Séra Valgeiri tókst þar vel að vanda með fáum en hnitmiðuðum orðum, sem ég hygg aðh.látna hafi vel likað. Það er sómi fyrir Skaftfellinga aö sýna hinum látna, merka bónda virðingu meö þvi að fjölmenna við jarðarför hans. Að loknum þessum fátæklegu minn- ingarorðum vil ég votta vini minum virðingu mina og þakkir. Eiginkonu hans og börnum sendi ég samúðar- kveðju. Vigfús Gcstsson. og formaður félags áfengisvarna- nefnda V. Barðastrandarsýslu frá 1961. tvar varð um tvitugs aldur forustu- maður ungmennafélags sveitar sinnar, hreifst þá strax af anda þeirrar hreyfingar, hugsjónir ung- mennafélagshreyfingarinnar urðu honum leiðarstjörnur á langri ævi. Ivar kvæntist aldrei og á enga af- komendur hann hugsaði litt um eigin fjárhag, enda varð hann aldrei fjár- sterkur maður. Þrátt fyrir það var hann samt alla tið véitandi, og hann átti önnur verðmæti, sem ekki eru metin til fjár. vinsældir og virðingu samferðamanna sinna. Ég leyfi mér að tilfæra hér nokkur orð, er vinur tvars sagði um hann áttræðan.” Þótt ívar i Kirkjuhvammi, sé svo vel kynntur þar vestra, að varla finnist þar nokkur maður vinsælli en hann, þá er það hvorki kaupfélagsstjórinn né bóndinn, sem fyrst og fremst hefur áunnið sér þessar vinsældir, heldur maðurinn Ivar tvarsson. í 60 til 70 ár hefur hann miklu fremur þjónað öðrum en sjálfum sér og sú þjónusta hefur öll verið af hendi leyst af þeim dengskap, heiðarleika og sam- vizkusemi, er af ber”. Meöan tvar var kaupfélagsstjóri mætti hann oftast sjálfur fyrir kaup- félag sitt á aðalfundum Sambands isl. samvinnufélags. Hann haföi þar oftast boðskap að flytja um málefni sam- vinnumanna, og vakti glöggskyggni hans og framfærahugur verðskuldaða eftirtekt fundarmanna. Þá vil ég ekki láta hjá liða aö minnast á eitt hið sterkasta einkenni i fari tvars tvarssonar, þaö var mannúö og nærgætni við menn og mál- leysingja. Hver sá sem höllum fæti stóð átti tæplega betri eöa einbeittari málsvara. Nú þegar við samvinnumenn kveðjum þennan góða félaga okkar og þökkum honum af heilum hug störf hans og samfylgd, ættum við að láta minninguna um hann verða okkur hvatningu til þess að vinna meira og betur I anda hans, hins sanna samvinnumanns. Ólafur E. Óiafsson. 12 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.