Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Blaðsíða 6
Gunnar Einarsson Sigurður O.Bj örnsson um um útgerðina og öll þau vandamál, er við áttum við að etja. Uppgjöf var ekki til umræðu, til þess bar hann vel- ferð þessa byggðarlags of mikið fyrir brjósti. Minningin um þessar samveru- stundir munu veita mér styrk til áframhaldandi baráttu. Litið, vinalegt sjávarþorp og fögur sveithafa númissteinnaf sinum beztu sonum. Fánar blakta i hálfa stöng við hvert hús, hér eru hugir allra sam- einaðir i sorg. Ég vil fyrir mina hönd og fjölskyldu minnar þakka Svani allan þann hlýhug og vináttu er hann auðsýndi mér og minum. Megi góður Guð gefa konu hans, börnum og fjölskyldu allri styrk i þeirra miklu sorg. Sigurður Guðmundsson. f Ferð okkar um þenna heim er bæði mislöng og misbjört. Enginn veit hvenær kallið kemur, en oftast kemur það lifandi samferðamönnum á óvart. Margs er að minnast frá löngu sam- starfi, það verður þó ekki rakið hér, heldur þakkaðar ótaldar samveru- stundir, þar sem ég var ævinlega þiggjandinn. Hann var maður þeirrar gerðar, sem gott er að vera samvistum við. Aðstandendum votta ég samúð. Baldur Pálsson. f „Svanur, þú máttir ekki fara svona snemma” — þessi orð sagði Hadda er við krupum við hvilu Svans og kvödd- um hann sofandi. Ég vil fá að gera þessi orð einnig að minum — ég get ekki sætt mig við, að Svanur skuli fara svnna snemma. og nú — ef þetta er sjálfselska min eða eigin meðaumkun, þá verður svo að vera. ,,Ég þekkti þennan mann” — það eru mörg ár sfðan við kynntumst, en árin eru ekki eins mörg siðan ég kynntist manninum Svani. Orfáum dögum áður en Svanur kvaddi okkur um sinn, kom hann brosandi mér til hjálparog frænku sinni, minni konu — hann kom með snærishönk frá sér, Ég vildi tengja saman snærisenda með fljótlegum réttahnút, hann brosti og sagði, ég splæsi þetta saman — það var stuttsplæs. Þræðir okkar hafa splæsts saman seinustu árin, hver þvi hefur ráðið, veit ég ekki, nema það sé sá, er öllu stýrir. Menn lýsta ekki vináttu, menn finna hana — þvi finn ég sárt til. Þaö „blæðir i hjarta” og hvarmar vökna, er ég kveð Svan i Heydalakirkju, en hvað 6 Mig langar 'til að minnast með nokkrum orðum tveggja öndvegis- manna, sem kvöddu okkur hérna meg- in grafar á fyrstu tveimur mánuðum ársins og áttu það sameiginlegt, að vera prentsmiðjueigendur og bókaút- gefendur. Ég á þeim gott að gjalda og hefði átt að skrifa þessi orð miklu fyrr. Svo vildi reyndar til, að öðrum þess- ara manna kynntist ég aldrei persónu lega, og vorum við þó skyldir. Þar á ég við Sigurð 0. Björnsson á Akureyri. En við skrifuðumst dálitið á, og hann sendi mér útgáfubækur sinar fjölda- mörg siðustu árin, allar með tölu og eru min sár hjá þvi harmsári, sem Hadda, falleg börn, tengdamóðir og mágkona eru lostin. Fágætur er góður vinur — menn halda sig eiga vin, en þegar ekki er þörf á manni lengur þá vill vináttan stundum feykjast á haf út með austan- vindinum. Svanur gat ekki orðiö slikur vinur, það vitum við, sem hann þekkt- um, hann var ævinlega þakklátur fyrir það, sem fyrir hann var gert, og han lét það i ljós og sýndi i verki — hann var vinur vina sinna. Svanur axlaði hin siðari ár byrðar, sem öðrum bar að bera með honum, en gerðu ekki — meðan hann lifði fékk hann ekki þakklæti fyrir slikt, nú er það orðið of seint. Þessar byrðar urðu Svani dýrar á fleiri en einn máta. Einn af aðalbanka- stjórum stærstu banka landsins sagði i min og Svans eyru fyrr á þessu ár að það væri rétt, að viðskiptabanki Hval- baks SU 300 hefði ekki staðið undir rekstri togarans, heldur Svanur Sigurðsson, þótt eigendur væru fjórir. Ber ekki að meta slikar hreinskilnins- legar yfirlýsingar? Hefði Svans ekki notið við legði greindur togari ekki upp fisk á Breiðdalsvfk og Stöðvarfirði i dag, það veit ég og hvar stæði fólkið i þessum sjávarþorpum þá? Væntan- lega innan,,50 km segulmiðjunnar”. Til eru menn, sem sinna stundum fyrst öðrum, já byggðarlagi sinu og jafnvel öðrum byggðarlögum. síðan tölusettar ákveðnu númeri. Yfir slikt vinarbragð ná varla nein orð, en ég vona þó að ég hafi látið hann heyra á mér, hvað ég mat þetta mikils, jafn- staffirugur bókabéus og ég hef verið. Sigurður var ræktunarmaður I við- tækri merkingu orðsins. Með útgáfu margra gagnmerkra rita stuðlaði hann að bókmenningu þjóðarinnar og hélt hann i þvi efni á lofti þeim kyndli, sem faðir hans, Oddur Björnsson prentmeistari, hafði tendrað með miklum ágætum og lýsti inn á mörg al- þýðuheimili i landi voru snemma á öldinni. Og Sigurður var lika land- sjálfum sér og heimilum sinum. Þetta gerði Svanurstundum of oft — þetta er kostur fyrir suma, en galli i senn fyrir aðra — þannig var Svanur. Heimili er isárum, heilt byggðarlag er i sorg — ég syrgi hann. öll viljum við þvi trúa, að tilgangur sé með hérvist okkar og gerðum. Svanur hefur skilað góðu dagsverki — sæbarinn hornsteinn hans á Breið- dalsvik geymist og gleymist ei — ávaxtanna naut hann ekki sjálfur. Það var oft erfitt að vera sjómaður, verkamaður, og útgerðarmaður i senn, það hefur Svanur reynt. Hann var við verkstjórn i saltfiskhúsi sinu daginn áður en hann féll i valinn vinnupeysan hans brúna var salti sleg- in, er hann lagðist til hinztu hvilu, lika þurfti hann að sinna simanum á skrif- stofunni, og hann sagði við mig þá: „Jón nú fcr ég til Seyðisfjarðar á morgun”, sú ferð verður ekki farin af Svani — sonurinn verður að fara i þá ferð, styrki hann góðar vættir. Ég veit Svan verða með fyrstu mönnum, sem tekur upp þráðinn — snærishönkina — þegar kall mitt kem- ur og splæsir hann þá brosandi ööru sinni saraan nýjum þráðum, sem ekki munu rofna millum okkar sem nú. Haustlauf fellur fyrr en skyldi — en það vorar á ný — vinir Svans biðja almáttugan Guð vera nálægan honum og fjölskyldu hans nú og er sui i.A kk-ir að nýju. Jón Magmísson. islendíngaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.