Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Síða 2
Eggert Davíðsson frá Möðruvöllum i Hörgárdal f. 6. júni 1909 dáinn 19. febr. 1979 1 októbermánuöi áriö 1927 hittumst viö allmargir ungir menn um borö i Suöur- landinu gamla sem þá var i einni af áætlunarferöum sinum frá Reykjavik til Borgarness. Er viö fórum aö rabba saman kom fljótiega i ljós aö viö áttum flestir samleiö aö fyrirhuguöum áfanga- staö, en ferö okkar var heitiö aö bænda- skólanum á Hvanneyri, en þar ætluöum viö aö setjast á skólabekk og hefja bó- fræöinám. Margir þessara feröafélaga minna eru mér mjög minnisstæöir frá þvi viö hitt- umst þarna i fyrsta sinn, en þó enn betur frá samveruokkar á Hvanneyri næstu tvo vetur. Þrir okkar sem þarna hittumst i fyrsta sinn uröum siöan herbergisfélagar meöan viö vorum á Hvanneyri og nánir vinir æ siöan. Einn þessara góöu skóla- og herbergis- félaga var Eggert Daviösson fyrrverandi bóndi á Mööruvöllum I Hörgárdal um langan tima og nii hin siöari ár eftir aö hann hætti búskap framkvæmdastjóri bú- vélaverkstæöis Ræktunarsambands Eyjafjaröar á Akureyri. Eggertvar fæddur hinn 6. júni, áriö 1909 og heföiþvf oröiö 70áraí ár,ef hann heföi fengiö aö lifa þaö,en hann lést i Fjórö- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 19. febrúar s.l. eftir uppskurövegna innvortis meins er hann gekk meö. Heilsa hans var mjög tekin aö bila hin siöari ár en þrátt fyrir þaö kom hiö snögga andlát hans mörgum á óvart eins og oft vill veröa. Viö töluöum siöast saman i sima skömmu eftir siöustu áramót,en þá var hánn ásamt sinni góöu konu Asrúnu Þór- hallsdóttur, staddur á heimili dóttur þeirra og tengdasonar I Kópavogi en hjá þeim og börnum þeirra hjóna dvöldu þau siöastliöin jól og fram yfir áramót. Ekki varannaöaö heyra á Eggert þá en aö hann væri hress og kátur, en kátur var hann venjulega, þvi hann var lundléttur aö eölisfari og geröi oft óspart aö gamni sinu. Er viö ræddum saman I þetta sinn minnti Eggert mig á aö viö ættum á þessu vori 50 ára búfræöingsafmæli þvf viö Ut- skrifuöumst frá Hvanneyri I aprillok áriö 1929. Okkur kom saman um aö viö reyndum aö hittast aö Hvanneyri i vor af þessu til- 2 efni ásamt þeim skólasystkinum okkar sem enneruofarfoldu og viönæöum til og bundumst viö fastmælum um aövinna aö þvi aö svo mætti veröa. Ariö 1954,þegarviöáttum 25ára afmæli sem búfræöingar hittumst viö þar all- margir og rifjuöum upp gamlar minning- ar. Þegar þaö geröist var okkar ágæti skólabróöir og herbergisfélagi okkar Eggerts á Hvanneyri, Runólfur Sveinsson siöar skólastjóri á Hvanneyri og sand- græöslustjóri nýlátinnjen hann haföi ein- mittkomiö aö máli viömig skömmu áöur en hann lést og haft á oröi aö viö hittumst á Hvannneyri þaö vor vegna þess af- mælis. Þaö komst I framkvæmd eins og fyrr segir þótt foringinn félli frá, áöur en af þvi varö og eins mun vonandi veröa nú þvl undirbúningur aö móti okkar er I fullum gangi nú i byrjun júni og fyrirhugaö aö þaö veröi á Jónsmessudag 24. júni n.k., en þá á einmitt aö halda upp á 90 ára afmæli Hvanneyrarskólans. Eftir aö vegir okkar skólafélaganna skildu voriö 1929 tvlstruöumst viö vltt um landiö eins og eölilegt var. Eggert var fyrst um tima bústjóri hjá föður sínum, sem á þeim árum rak á Mööruvöllum. Siöan stundaöi hann mjólkurflutninga um allmörg ár til mjólkursamlagsins á Akureyri af slnum alkunnadugnaöiogfyrirhyggju.Siöan tók hann viöbúi af fööur sfnum og rak slöan um margra ára skeiö stórt og myndarlegt bú aö Mööruvöllum I Hörgárdal af al- kunnum dugnaöi. Varö hann slðan fyrir nokkrum árum aö hætta búrekstri af heilsufarsástæöum, vafalaust miklu fyrr en hann heföi kosið. Eigi átti þaö viö hann aö sitja auðum höndum og því vann hann slöustu æviár sln sem framkvæmdastjóri búvélaverk- stæöis þess sem fyrr er frá sagt. Eggert kvæntist áriö 1936 eftirlifandi eiginkonu sinni Asrúnu Þórhalisdóttur og eignuðust þau fimm dætur en misstu tvær þeirra ungar. Dætur þeirra sem lífs eru, eru Kristin gift Matthlasi Andréssyni tollveröi, Sól- veig gift Þráni Bertelssyni rithöfundi og Þórhalla gift Ólafi G. Jónssyni lækna- nema. Aörir hafa orðiö til þess aö rekja starfs- sögu Eggerts ýtarlega og geri ég þaö þvl ekki meira en oröiö er,en mig hefir lengi langaö til þess aö minnast hans meö nokkrum oröum og geri ég þaö nú loks er ég festi þessar línur á blaö á 70 ára af- mælisdegi hans hinn 6.júni 1979. Égá um hann eingöngu góðar minning- ar, enda held ég, að aldrei hafi fallið skuggi á vináttu okkar allan þann tlma sem liöinn ersiðan viö hittumst fyrst, þótt stundum hafi liöiö nokkuö langt milli samfunda. Þaö eru nú ekki nema tæpar þr jár vikur þartil viö skólasystkinin ætlum aöhittast á Hvanneyri og rifja upp gamlar minn- ingar frá veru okkar þar. Munum viö þá sakna vinar i staö þar sem Eggert vantar ihópinnenalltfyrirþaðmunum viö reyna aö gleöjast viö þaö aö koma saman á Hvanneyri ennþáeinusinni enda mun þaö vera Eggert mest aö skapi aö svo verði,en viö söknum hans öll.en mestur er vitan- lega söknuðurinn hjá konu hans og börn- um og öörum ættingjum. Þeim má þaö vera huggun harmi gegn |iö ijjinningin mun lifa um góöan dreng og ctögmikinn mann sem hefir markað sér merk spor á llfsleiöinni. Blessuð veri minning þin vinur minn. Sigurður Ingi Sigurðsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.