Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Síða 5
Kristján Eldjárn Kristj ánsson fd. 14. okt. 1882 d. 18. mal 1979 Þegar ég sem stráklingur innan fermingar fór aö veita athygli hverjir til- nefndir voru er nýjungar I atvinnu- og framfaramálum Árskógströndunga bar á góma, brást ekki, aö þá heyrðist nefnt nafn Kristjáns á Hellu. Væri um að ræða ráðstefnur, fundi eða samkomur utanað- komandi aðilja, var hiö sama uppi á ten- ingnum: Kristján átti þar einhvern hlut að. Hann var þá fyrir fáum árum kominn heim frá námi, fyrst á Hólum I Hjaltadal og slöar frá Noregi. Hann var þá þegar orðinn ráðgefandi starfsmaður hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, ferðaðist víða um sveitir, kortlagði tún og leið- beindi um framkvæmdir I búnaði. Kom- inn var hann I sóknarnefnd og orðinn sýslunefndarmaöur, farinn að beita sér fyrir vegaframkvæmdum, kynbótum bú- fjár og hvers konar ræktunarmálum. Kristján var einn af atkvæðamestu félagsmönnum UMF. Reynis og hafði verið það frá stofnun þess. Hann keypti hinstu kveðju streyma minningarnar fram frá bernsku okkar og æsku er hann kvæntist Erlu systur okkar. Hvað hann var alltaf góður við okkur og tilbúinn að glettast við litlu mákkurnar slnar eins og hann alltaf kallaði okkur fram á siðasta dag. Er árin liðu og við eignuðumst okkar eigin heimili og börn var haldið áfram að glettast og oft var glatt á hjalla er viö sát- um yfir kaffibolla I eldhúsinu i Efstasund- inu. Systur okkar var hann elskulegur eigin- maður og börnunum þeirra 4 góður faðir og vinur og ekki má gleyma litlu barna- börnunum hans tveimur sem nú sakna afa sins. Margar ánægjustundir áttum viö á fallega heimilinu þeirra Erlu og Magga, þar sem gestrisnin var i fyrirrúmi og ekki spillti glaöværð húsbóndans. öldruðum foreldrum okkar var hann sem besti son- ur og oft mátti heyra móður okkar segja: „Hann Maggi minn er svo góöur”. Og nú er hann allur þessi glaði og elskulegi mágur okkar og við söknum hans. Þegar sorg og söknuður hvilir yfir heimili Erlu systur okkar og enginn mannlegur máttur getur þar um breytt er bæn okkar að algóður Guð veiti henni og börnum hennar styrk og huggun. Kolla og Hrefna sjálfur norskt timburhús á Sandinum (Arskógarsandi) handa félaginu sem þá átti ekki þak yfir starfsemi sina. Þetta hús keyptu svo ungmennafélagiö og hinn nýstofnaði Arskógshreppur, endurbættu það og lagfærðu. Var Norskahúsið sem svo var kallað) um nærfellt þrjá áratugi samkomuhús, skólahús og þinghús Ströndunga og fullnægöi um skeið allvel þessum hlutverkum öllum og bætti úr brýnni þörf. Arið 1910 hafði Kristján keypt jörðina Helluþá ókvæntur og bjó þar með foreldr- um slnum næstu árin,en á Hellu og nokkr- um næstu bæjum nágrennisins höfðu for- feður hans búið öldum saman ýmist tveir þrir, hlið við hlið,eða mann fram af manni. Kristján Eldjárn Kristjánsson fæddist á Litlu-Hámundarstöðum 14. október árið 1882, veikinda og harðindaárið mikla sem oft hefur verið til vitnað i frásögum. Það ár deyði fjöldi manna úr mislingasótt og talið er að þriðjungur af bústofni ís- lendinga félli þá úr hor. Var mislinga- sumariðsvo einstakt um veðurfar að talið er að tiu sinnum hafi alsnjóað frá Jóns- messu til gangna. Flýðu margir land og þyrptust til Norður-Amerlku um þetta leyti og margir fleiri munu hafa haft slikt i huga. Foreldrar Rristjáns Eldjárns voru Kristján Jónsson (Hallgrlmssonar frá Stóru-Hámundarstöðum) og Guðrún Jó- hanna Vigfúsdóttir (Gunnlaugssonar á Hellu). Bæði voru hjónin eyfirskra ætta nema hvað fööuramma hans, Gunnhiidur Loftsd.var frá Saltvlk á Kjalarnesi (kona Hallgrims Þorlákssonar, jarðræktar- 'frömuöar i Skriöu Hörgárdai, Hallgrims- sonar málara á Naustum). Þuriður Stefánsdóttir, móðir Kr. Jónssonar var ættuð úr Kræklingahliö, dóttir Stefáns Jónssonar i Hraukbæ, Guðmundssonar. Vigfús bóndi á Hellu.faðir Guðrúnar var sonur Gunnlaugs frá Ingvörum, Þor- Valdssonar og Þóru Jónsdóttur frá Kross- um. Gunnlaugur var af ætt Þorvaldar Hriseyings er var i Fagraskógi 99 ára gamall árið 1703. Það er sægarpakyn. Til þessara Hellu-, Krossa- og Hámundar- staða-manna rekur nú fjöldi fólks ættir sinar og er þar margt mætra manna. Kristján og Guðrún Jóhanna hófu bú- skap á Litlu-Hámundarstöðum árið 1880 og bjuggu þar svo til allan sinn búskap, eða þrjátiu ár, þangað til þau fluttust að Hellu, eins og fyrr segir, vorið 1911. Kristján Eldjárn var annaö barn þeirra, hin voru: Jónl Skógarnesi, Vigfús I Litla- Arskógi, Jóhann Franklin bygginga- meistari I Reykjavik og Stefán Baidviner fluttist til Amerlku. Allt urðu þetta kjarna-karlar hver á sinu sviði og skiluöu þjóð sinni vænum hópi dugnaðar- og hæfi- leikamanna (nema Stefán sem var barn- laus). Ekki var auður i búi á Litlu-Hámundar- stööum á siðasta fjórðungi 19. aldar en hjónin voru nægjusöm, ötul og hyggin, hjúasæl, vinmörg og vönduð til orðs og æðis. Strákar þeirra voru ekki hátt úr grasi vaxnir þegar á þá reyndi til marg- vlslegra starfa við búskap og sjósókn. Urðu þeir allir hið besta liðtækir við hvað sem var. Fáir voru menntunarkostir, enginn barnaskóli, engin fræðsla fyrir unglinga nema ef áhugasamir foreldrar fengu sér heimakennara og það gerðu þau Guðrún og Kristján. Minntist Kristján Eldjárn einkum þeirra Gisla Gestssonar (frá Otradal við Arnarfjörð) og Jónasar Jónssonar (Sigluvikur-Jónasar afa Vil- hjálms Þórs). Taldi Kr.E. þá hafa lagt traustan grundvöll að undirstöðuatriðum, einkum i móöurmáli.skrift og reikningi. Töluverð áhrif til menningar og upp- fræðslu hafði einnig sóknarpresturinn islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.