Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Qupperneq 7
Guömundur bróöir Óskars heitins var
heimilisfastur i ÞUfum aö mestu, en vann
jafnan utan heimilis.
Halldór, sem áöur er nefndur, kom ung-
ur aö Þúfum eftir aö snjóflóö haföi eyði-
lagt þáverandi heimili foreldra hans að
Sviöningi f Kolbeinsdal. Reyndist Óskar
þessum fóstursyni sinum sem faðir, enda
fór svo, aö siðar þegar Halldór haföi fest
kaup á Tuma-brekku f Óslandshliö og haf-
iö þar búskap með sinni ágætu eiginkonu,
Sigrúnu Hartmannsdóttur frá Melstaö, þá
buöu þau óskari til sin og átti hann þar
gott heimili allt þartil aö hann varö heils-
unnar vegna aö fara á sjúkrahús, sem
hann átti ekki afturkvæmt frá.
Sá er þetta ritar var sem ungur drengur
um tveggja oghálfs ársskeiö á heimilinu i
Þúfum i skjóli þessa góða fólks. Þó nokk-
uö sé nú um liðiö eru all-ljósar nokkrar
myndir f minningasafni frá þeim tlma.
Óskar Bjarnason var sannur fulltrúi
skagfirskrar bændamenningar. Hans
kynslóö er aö hverfa af sjónarsviöinu.
Meö þeim hverfur úr þjóðlífsmyndinni sú
sveitalifsmynd, sem búskaparhættir
fyrri ára skapaði. Nú á dögum meiri
tækni en lífsbaráttan eflaust léttari, þrátt
fyrir þaö hugsa kannske einhverjir meö
söknuöi til gömlu timanna þó eflaust væru
þeir oft erfiöir.
Þessum fáu linum fylgir ljósmynd sem
er táknræn fyrir lif Óskars hann var
sjaldan sælli en þegar hann sat á góöum-
hestiogvirtist svoað báðum aðilum likaöi
félagsskapurinn jafnvel og yfir höföum
þeirra er heiður himinn. I hugum okkar
vina Óskars heitins var ætið heiðrikt yfir
drengskaparmanninum óskari Bjarna-
syni.
Blessuð sé minning hans.
Ari Sigurösson.
Guðmundur
Helgason
Genginn er góöur drengur. Guömundur
Helgason lést 26. mai siöast liöinn og var
jarösettur aö Lágafelli 2. júnl. Hann haföi
alia tiö veriö heilsuhraustur þar til siðustu
mánuöina aö hann átti viö þungbæran
sjúkdóm aö striöa, og var sá timi erfiöur
honum og fjölskyldu hans.
Guðmundur fæddist á tsafiröi 14. nóv.
1924, sonur hjónanna Jóninu Pétursdóttur
og Helga Benediktssonar skipstjóra. Sex
ára gamall fór hann I fóstur til Þóröveigar
Jósefsdóttur og Daviös Þorgrimssonar á
Ytri-Kárastööum á Vatnsnesi Tengdist
hann fósturforeldrum sinum sterkum
böndum.
Hinn 28. april 1946 kvæntist hann Ingi-
björgu Margréti Kristjánsdóttur frá
Brúsastöðum i Vatnsdal. Ung aö árum
kynntust þau þegar bæöi voru við nám I
Reykjaskóla I Hrútafiröi, og lágu leiöir
þeirra saman eftir þaö. Þau hófu búskap á
Ytri-Kárastööum og bjuggu þar i sautján
ár. Þá fluttust þau til Akraness og dvöld-
ust þar i nokkur ár. Fyrir tiu árum lá
leiðin i Mosfellssveit. Festu þau kaup á
húsi aö Hamarsteigi 3 og bjuggu þar sið-
an. Geröist Guömundur starfsmaöur ull-
arverksmiöjunnar á Álafossi.
Börn þeirra hjóna urðu sjö: Margrét
Sigriöur, Kristján, Daviö Þór, Bjarni
Rúnar, Asgeir Pétur, örlygur Atli og Nina
Hrönn. Fimm elstu börnin hafa stofnað
eigin heimili, en tvö þau yngstu, sextán og
ellefu ára, eru enn I heimahúsum. Hafa
þau mikiö misst.
Börnum sinum var Guðmundur ein-
stakur faöir, mildur og ástrikur. Og litlu
barnabörnin sem komu oft i heimsókn til
ömmu og afa nutu sömu ástúöar, enda
fljót aö hlaupa I fangið á afa.
Þaö gefur aö skilja aö oft hefur róöurinn
veriö þungur aö sjá svo stórum hópi far-
boröa. Lá Ingibjörg ekki heldur á liði sinu,
en vann mikiö utan heimilis eftir aö þau
fluttust úr sveitinni.
A heimili þeirra hjóna var gott aö
koma. Þar var gestrisni mikil, glatt og
alúölegt viömót. Var Guömundur einkar
viöræöugóöur og naut þess aö ræöa viö
gesti sina. Hann var mjög vel greindur og
minnugur, ættfróöur og fyigdist vel meö
málum liöandi stundar. Guömundur var
jafnlyndur, hlýr og glaölegur I framkomu,
mikill drengskaparmaður meö rika rétt-
lætiskennd. Hann átti heitt og stórt hjarta.
Ef til vill fann hann stundum of mjög til ,,I
stormum sinnar tiöar”.
Nú er vegferðinni lokiö. Megi farsæld
fylgja ástvinum hans öllum.
G.K.
r
Þeir sem skrifa
minningar- eða
afmælisgreinar í
• r
Islendingaþætti,
eru eindregið
L
hvattir til þess
að skiia
vélrituðum
handritum,
ef inögulegt er
____________;_______J
Islendingaþættir
7