Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 14. desember 1983 — 47. tbl. TÍMANS Jón Ö. Jónasson Fæddur 25. febr. 1923 Dáinn 19. okt. 1983 „Dáinn, horfinn - Harmafregn. Hvílík orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. “ (J.Hallgrímsson.) Þessi orð skáldsins hafa mjög leitað á huga minn síðustu daga eftir að mér barst sú harmafregn að góður vinur og gamall skipsfélagi hafi svo skyndi- lega verið á braut kvaddur. Við slík þáttaskil er erfítt að sætta sig, þær staðreyndir, sem jafnan snerta okkur djúpt og þeim mun þyngra, þegar stutt var á milli samfunda, þar sem glettnir og góðir dagar voru rifjaðir upp og þar til helfregnin barst. „Jón á ellefu“ eins og hann var jafnan kallaður stóð !á sextugu þegar hann skyndilega hné niður á heimili sínu Sólheimum 10 hér í borg og var allur. Foreldrar hans voru hin mætu hjón Margrét Guðmundsdóttir frá Miðfelli í Þingvallasveit og Jónas H. Guðmundsson, skipasmiður ættaður úr Þingeyrarhreppi við Dýrafjörð. Jónas vann í fjölda ára í Skipasmíðastöð Reykjavíkur hjá Magnúsi Guðmundssyni, skipasmiðameistara og var fyrsti skipasmiðuririn, sem útskrifaðist þaðan. Jón lærði þar einnig og var einn af síðustu skipasmiðunum er útskrifuðust frá þessari skipa- smíðastöð. Það var um stuttan veg að fara frá Framnesvegi 11, þar sem fjölskyldan bjó og á vinnustað Jónasar í Skipasmíðastöðinni. Þegar á unga aldri byrjaði Jón að venja komur sínar þangað. Með árunum hóf hann þar störf, fyrst við ýmiss konar snúninga og síðar sem aðstoðarmaður. Og vissulega kom snemma í ljós hvert hugur hins unga pilts stefndi. Það sýndi hann og í verki því um fermingu smíðaði hann sinn fyrsta bát, sem var léttbátur með tilheyrandi seglbúnaði. Handbragð allt svo og lag bátsins sýndi hvað í honum bjó og þarna færi mikill hagleiksmaður og góður smiður. Þegar hann hafði aldur til hóf hann nám í þessari iðn og lauk því árið 1944 eftir Iðnskólapróf í prófsmíði. Seinni hluta ársins 1945 réðist Jón til Lands- smiðjunnar, sem þá var að hefja nýsmíðar á fiskiskipum í nýrri skipasmíðastöð, sem reist hafði verið á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Stór- merkur áfangi í þessari iðngrein hérlendis, þar sem fjórir 66 lesta fiskibátar voru smíðaðir samtímis og innan húss, sem ekki hafði þekkst til þessa. En hugur Jóns stefnir til framhaldsnáms og hann siglir til Danmerkur og innritast á tækniskóla í Kaupmannahöfn. Jafnframt vinnur hann á verkstæði, sem sérhæfði sig í smíði seglskúta og skemmtibáta, en sá þáttur iðngreinarinnar hafði ávallt heillað Jón og fylgdist hann ávallt vel með hvað væri að gerast á þeim vettvangi. Á þessum árum slóst han í hóp íslenskra félaga er sóttu mót norrænna skipasmiða, sem haldið var í Gauta- borg. Eins og gefur að skilja bar margt nýtt og nytsamlegt fyrir augu þar sem margar skipasmíða- stöðvar voru heimsóttar en á þessum árum var einmitt verið að smíða hina svokölluðu Svíþjóðar- báta. Um stuttan tíma vann Jón í sænskri skipasmíða&töð, en hvarf að því loknu aftur að námi og starfi í Kaupmannahöfn. Maður skyldi ætla að eftir alla þá haldgóðu þekkingu, sem Jón hafði aflað sér, að hann hefði þá þegar haslað sér völl í iðngrein sinni hér heinta. Það var þó ekki. Hann gerist farmaður og ræðst sem timburmaður á gamla Brúarfoss og þegar Gullfoss byrjar siglingar vorið 1950, er hann timburmaður þar um borð og þar hefst samstarf okkar og vináttubönd treyst. „En er nokkuð yndislegra- leit uttgað þitt nokkuð feera en vorkvöld í Vesturbœnum". Þetta brot úr kvæði borgarskáldsins var oft á vörum vinar míns og ekki að undra svo tengdur sem hann var í rcynd Vesturbænum bæði í starfi og leik. Fæddur á Stýrimannastígnum oguppalinn á Framnesvegi 11, en þaðan er einmitt upprunnið það viðurnefni sem fylgdi honum alla tíð og hann var hreykinn af. Sem sönnum Vesturbæingsæmdi gekk hann ungur í raðir KR og hóf feril sinn í 4. flokki. Knattspyrnan var hans yndi alla tíð og margar smellnar sögur hafði hann á hraðbergi er þessi ár bar á góma. Árið 1939 var 2. flokkur KR afar sterkur og samheldinn hópur, Það ár fór sá flokkur keppnisferð til Færeyja og er það senni- lega í fyrsta skipti, sem unglingaflokkur fór í keppnisferð úr fyrir landsteinana. Árið 1941 er Jón orðinn fastur leikmaður í meistaraflokki KR og er það næstu árin. Hann byrjaði feril sinn sem meistaraflokksmaður með miklum glæsibrag en það ár varð KR íslandsmeistari og síðan falla fleiri titlar í skaut þessa vaska liðs, bæði á Reykjavíkur- mótum og eins í Walterskeppninni, sem var haustmót félaganna hér í borg. En hápunkturinn á knattspyrnuferli Jóns var sumnarið 1946, þegar hann er valinn í fyrsta landslið íslands, sem lék þá gegn Dönum á Melavellinum. Hann var eini KR ingurinn 1 þessu liði og því fyrstur þeirra að hlotnast sá heiður að klæðast landsliðsbúningnum. Sama ár var hann valinn í úrvalslið Reykjavík- urfélaganna, sem boðið var í keppnisferð til Englands og var leikið gegn frændum liðum þar í landi. Jón var afburðagóður knattspyrnumðaur, sókndjarfur í leik og fylginn sér og knattmeðferð hans var rómuð. Það var ekki aðeins á knatt- spyrnuvellinum sem hann lét til sín taka. Hann tók einnig virkari þátt í sjálfu félagsstarfinu, starfaði í knattspyrnunefnd KR og átti sæti í aðalstjón félagsins. Þá sinnti hann störfum þjálf- ara fyrir yngri flokka KR um skeið. Það var einstaklega samvalinn- og samstilltur hópur sem valdist til starfa'um borð í Gullfossi og vissulega er margs að minnast frá þeim árum. Velferðarráð danskra sjómanna og Sjómanna- klúbburinn í Kaupmannahöfn höfðu þá nýlega skipulagt knattspyrnukeppni á milli áhafna þeirra skipa, sem höfðu fastar áætlunarferðir til Kaup- mannahafnar, Síðar var þessi keppni víðtækari og frjálsar íþróttir voru einnig teknar á dagskrá. Það kom í hlut okkar Jóns á ellefu að stofna knatt- spyrnulið um borð í Gullfossi og annast allan undirbúning fyrir væntanlega þátttöku í þessum keppnum. Að mörgu var að hyggja og þegar leitað var til áhafnarinnar lögðust allir á eitt í samskotum til kaupa á boltum, búningum og skóm. Áhuginn var með eindæmum og hver frístund notuð til

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.