Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 5
Björn Benediktsson
Fæddur 30. júlí 1920
dáinn 5. dcs. 1983
Þann 5. desember s.l. lést á Borgarspítalanum
í Reykjavík, Björn Benediktsson. Hann var
fæddur að Ásmundarnesi í Bjarnarfirði í Stranda-
sýslu 30. 7. 1920. Foreldrar hans voru hjónin
Benedikt Benjamínsson, Strandapóstur og Finn-
fríður Jóhannsdóttir. Þau bjuggu í Ásmundarnesi,
einnig Brúará en flytja á Djúpuvík árið 1941.
Sem fslenskur sveitadrengur kynnist Björn
erfiðum atvinnuháttum fátækrar barnafjölskyldu
norður í einni harðbýlustu sveit á fslandi á hinni
nyrstu strönd út við hið drungalega Dumbshaf.
l'aö hefur löngum verið á orði haft hve harðærið
á voru landi hefur stælt margan nýtan íslending til
12.1937 nú húsfreyja að Bessatungu í Döium,
samb.m. hennar Eysteinn Þórðarson bóndi þar.
Enginn ræður sínum næturstað er máltæki sem
ósjálfrátt kemur í huga minn nú þegar dauðann
ber svo skyndilega að, sem raun ber vitni.
Ég sem þessi fáu minningarorð rita, fór ekki
varhluta af vinfengi þessa frænda míns frekar en
annað hans skyldulið. Glaðværð, frændsemi og
lipurð var hans aðall í mínum augum.
Man ég Gústa frá því ég var lítill drengur og
saman lágu leiðir okkar af og til fram að
dánardegi. Seint eða aldrei mun mér úr minni
líða, hvern ferðafélaga hann hafði að geyma, þá
er við fórum landleið frá Suðureyri til Reykjavík-
ur, haustið 1977. Þar var hans aðalsmerki í
fyrirrúmi, enda áttum við þá tímann fyrir okkur
Félagsmál lét hann sig nokkru varða í heimahér-
aði og m.a. sat hann í hreppsnefnd Suðureyrar-
hrepps um árabil, í stjórn Kf. Súgfirðinga mörg
ár, stjórn Búnaðarfél. Súgandafjarðar og sóknar-
nefnd, svo dæmi séu tekin.
Ófáir eru þeir Súgfirðingar, sem minnast þessa
manns, er komið hefur svo mörgum til hjálpar, þá
er jarðsetja þurfti jarðneskar leifar ættingja og
ástvina, jafnt við óblítt veður sem hitt og misjafna
færð, þar sem leið liggur fyrir Spilli. Þar var hann
hinn raungóði og sterk aðstoð aðstandenda og
prests í Staðarprestakalli í áratugi.
Nú hin síðustu ár fékk hann mikinn áhuga á því
að koma á ættarmóti niðja Guðrúnar Sigurðar-
dóttur og Guðna Egilssonar, móðurforeldra
sinna. Fyrir frumkvæði hans gekk það dæmi
glæsilega upp nú í sumar sem leið er haldið var
fjölmennt ættarmót að Laugum í Dölum í júnílok.
Er mér minnistæður allur hans þáttur þar og ekki
síst er hann sem mótsstjóri sleit mótshaldinu á þá
leið að nú færi hans kynslóð að eldast og unga
fólkinu bæri að taka við og fylgja eftir því,.sem
áunnist hefði, unga fólkinu væri hérmeð falið að
ákveða stað og stund fyrir næsta ættarmót.
Það hefði ég fundið hin síðari ár að traustan vin
eignaðist hann fyrir nokkrum árum sem er
Sigríður Jónsdóttir, ættuð frá Fíflholtum á
Mýrum, en hún sat bú hans með honum nú síðustu
árin.
íslendingaþættir
góðra dáða. Þau lífsskilyrði sem fyrri tíðar fólk
mátti búa við í harðbýlum sveitum sönnuðu fólki
það að um tvo kosti var að velja, eins og orðtakið
segir „að duga eða drepast". Það var því engin
furða þó stofninn af Ströndum hefði orð á sér fyrir
kjark og hreysti. Það var heldur ekki heiglum hent
að vera traustur póstur í Strandasýslu á þeim
tímum sem ár voru óbrúaðar og engir akvegir
komnir. Halda uppi lögskipuðum ferðum jafnt í
hörðum vetrarhörkum, sem á öðrum árstíma.
Þetta starf fórst þeim samt vel úr hendi þessum
fyrritíðar mönnum og létu hvergi deigan síga.
Einn þeirra var Benedikt Benjamínsson, hans
sögu má lesa í bókinni sem hinn ritsnjalli Stranda-
maður Þorsteinn Matthíasson skráði.
Ekki er á mínu færi að lýsa þætti Björns, sem
Nú að leiðarlokum vil ég þakka hans framlag,
sem hann með athöfnum sínum og lífsþrótti kom
inn hjá hinum yngri samferðamönnum sínum, það
að vera fús til verka.
Innilegar samúðar-kveðjur til barna hans og
annarra aðstandenda.
Blessuð sé minning hans.
Guðm. Ó. Hermannsson
t
Gústi á Stað - Þórður Halldór Ágúst Ólafsson
bóndi á Stað í Súgandafirði er látinn. Æviferiil
hans er rakinn í annarri grein hér í blaðinu en mig
langar til að kveðja hann fáeinum orðum.
Kynni okkar hófust þegar hann var innan við
tvítugt og við vorum saman í eyrarvinnu á
Suðureyri. Minningar mínar frá þeim dögum eru
með þeim hætti að þegar minnast skal frískra
manna og ólatra kemur mér enginn fyrr í hug. Allt
sem ég þekkti til hans þaðan af styrkir þá mynd.
Hann var óvenjulegur áhugamaður.
Ég fylgdist nokkuð með ferli hans sem bónda á
Stað, sem fulltrúa sveitunga sinna á sviði búnáðar-
mála héraðsins og í starfsemi Framsóknarflokks-
ins. Allsstaðar var hann hinn sami. Það var fjörið
og kappið sem einkenndi hann.
Andiát hans bar að skyndilega og óvænt. Hann
skrapp til Suðureyrar að sjá þar leiksýningu og leit
síðan inn þar sem dansleikur stóð. Hafi hann
kennt sér einhvers meins er þó víst að hann hafði
ekki kvartað. En í miðju samtali leið hann út af
og var örendur.
Okkur finnst alltaf ótímabært þegar menn falla
frá í fullu fjöri, þó að komnir séu á efri ár. Góðan
liðsmann er alltaf sárt að missa. En vel fer samt á
því að frískustu mennirnir kveðji í fullu fjöri. Og
gott er að vöskum manni og áhugasömum sé hlíft
við kröm og kör.
Manni eins og Gústa á Stað sómir vel að kveðja
í fullu fjöri. Enginn á minningar um hann þrotinn
og uppgefinn.
H.Kr.
hér er minnst, varðandi heimilisaðstoð í föður-
garði, til þess skortir mig kunnugleika. Hitt þekki
ég af eigin raun að sveitabörn urðu ung að taka til
hendinni og verða að liði. Stundum hefur hent að
til of mikils var ætlast af börnum og unglingum,
þau ofgerðu sér í vinnu og báru þess aldrei bætur.
Fólk er misfljótt að taka út þroska, svo er orku,
þreki og áhuga misskipt á milli einstaklinga af
skaparans hendi. Mér hefur verið sagt að Birni
hafi ekki verið úthlutað eins miklu af þreki til
erfiðisverka sem föður hans, þrátt fyrir það varð
hann nýtur maður til þeirra verka sem honum
voru falin.
Ungur mun hann hafa aðstoðað föður sinn f
erfiðum póstferðum, einnig farið ferðir einn fyrir
föður sinn þegar við þurfti. Að bústörfum hefur hann
einnig mátt vinna, annað þekktist ekki. Þegar
fjölskyldan er sest að á Djúpuvík verður breyting
á störfum, þar iðar allt af lífi á uppgangstíma góðu
síldaráranna. Það var blómlegt þorp Djúpavík á
þeim árum. Þar fékk hver heil hönd starf að vinna.
Björn gerðist þar starfsmaður og verður aðnjo't-
andi góðærisins, sem síldin skapaði á þeim gömlu
góðu árum. En silfur hafsins er hverfult, sem
önnur jarðargæði, nú er Djúpavík döpur eyði-
mörk. Þegar þessi fjölskylda flytur á Djúpuvík
verður Benedikt póst- og símstjóri á staðnum.
Sumarið 1943 ræður hann til sín á símann unga'
góða stúlku frá Útibleiksstöðum í Húnavatns-
sýslu. Guðrún Þorvaldsdóttir heitir hún. Þau
Björn felldu hugi saman og gengu í það heilaga,
þegar kynnin gáfu tilefni til. Þau flytja svo að
norðan til Reykjavíkur árið 1947. Þau fengu bæði
starf í Reykjavík við sitt hæfi, hún á Landsíma
íslands og hann á Pósthúsinu í Reykjavík. Þar
hafa þau unnið samfleytt síðan. Að vísu var hann
hættur og kominn á eftirlaun, en hún vinnur enn
á símanum. Fyrstu árin bar Björn póst út um bæ,
5