Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 6
Sveinlaug Lilja Jónsdóttir Fædd 7. mars 1925 Dáinn 4. des. 1984 Þann 13. des. var kvödd frá Dómkirkjunni mæt kona, Sveinlaug Lilja Jónsdóttir, sjúkraliði við Borgarspítalann. Andlát hennar kom ekki á óvart nánustu ættingjum og vinum, en þó eru fáar vikur frá því hún sjálf var lögð inn á þann spítala, sem hún áður starfaði við, ósérhlífin og glaðleg og reyndi að létta öðrum sjúkdómsbyrðarnar. Svo stutt er oft bil milli blíðu og éls. Lilja eins og hún var jafnan kölluð var fædd á Barðastöðum í Staðarsveit. Foreldrar hennar voru bæði úr þeirri sveit. Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi og Helga Káradóttir frá Haga. Lilja var elst barna þeirra sem voru 8 alls og þau hjón komu öllum vel til manns og öll lifa systur sína. Helga móðir Lilju dó sumarið 1981, en Jón dvelur nú á Hrafnistu eftir farsæla starfsævi. Jón og Helga bjuggu um tíma á Bláfeldi, en 1928 fluttu þau að Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis, og bjuggu þar til ársins 1944, er þau fluttu til Reykjavíkur um tíma, en síðan bjuggu þau á Ási í Melasveit. Á Vaðstakksheiði voru því uppvaxtarár Lilju við leik og störf í hópi glaðværra systkina og ástríki foreldra. Hún var snemma tápmikil og fljót að taka til hendi, eins og það var kallað á barnmörgu heimili. Hún var greind og lífsglöð og foreldrum sínum til gleði, sem veittu henni gott uppeldi. Tvítug að aldri giftist Lilja ágætum manni, Jóni Eldon skrifstofum. síðar framkv. stj. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en síðar í Kópavogi. Þau eignuðust alls 5 börn. Jón Eldon var yngsta barn Hlínar Johnson er var síðasti ábúandi í Herdísarvík og bjargvættur þjóðskáldsins Einars Benediktssonar, sem kunn- ugt er. Hún bjó þar áfram meira en áratug eftir lát Einars. en vel er ég minnugur þess hversu þau Jón og Lilja voru henni hjálpleg við einyrkjabú- skapinn þar. Gamla konan, sem var lífsreynd og skapmikil kunni vel að meta tengdadótturina og þær hvor aðra. Lilja missti mann sinn 1968 og var það henni og börnunum að sjaltsogöu mikið áfall. Var þá yngsta barn þeirra fjögurra ára. Voru þetta erfiðir tímar, en kjarkur hennar var þó óbugaður. Hún studdi börn sín til mennta og tveir eldri synirnir luku háskólaprófi. Sjálf fór hún í siúkraliðanám og lauk prófi. Eftir það varstarfsvettvangur henn- ar á sjúkrahúsum, lengst af á Borgarspítalanum, en um 1-2 ár vann hún á sjúkrahúsi í Osló. Börn þeirra Lilju og Jóns Eldons eru þessi: 1. Jón Eldon líffræðingur í Reykjavík kv. Ingibjörg Pálsdóttir hjúkrunarfr. 2. Sveinn Eldon kennari við H.í. og síðar í Kanada, nú við rannsóknarstörf og kennslu í Turku Finnlandi, kv. Hannele Hietaluoma frá Finnlandi. 3. Hlín Eldon snyrtifræðingur búsett í Osló gift norskum manni Sverre Holm framv. stj. 4. Helga Eldon. áðurdansari viðísl. dansflokk- inn, en kennir nú ballett í Dutch Harbor í Alaska þar sem maður hennar Gunnar Guðjónsson er skipstjóri á krabbaveiðiskipi. 5. Einar Eldon, áður sjómaður nú starfsmaður á sjúkrahúsi. Barnabörnin eru 4. Lilja veiktist í september og fékk fljótlega að vita úrskurðinn, aðeins fárra vikna frestur. í nóvember byrjun gekkst hún undir stóra skurðað- gerð. Hún sagði við okkur hjónin daginn áður: „Ég veit að þessi aðgerð er gagnslaus, en e.t.v. getur hún bætt líðan síðustu vikurnar." Hún sagðist vonast til, að börn sín. sem væru í útlöndum gætu komið í tæka tíð, til síðustu samfunda og ráðstafana. Henni varð að ósk sinni. Svo kvaddi hún okkur æðrulaust á líkan hátt og þegar hún kvaddi ömmu sína og afa og annað frændfólk á hlaðinu í Haga árið sem hún fermdist og lagði á Fróðárheiði með tvo til reiðar, fasmikil, glaðleg og ung. Öldruðum föður, börnum og öðrum aðstand- endum votta ég innilegustu samúð. Þórður Kárason en síðustu 20 árin mun hann hafa verið yfirpóstaf- greiðslumaður. Þau hjón hafa fengið að lifa þægilegu lífi í höfuðborginni, þau höfðu ástæður góðar til að láta sér líða vel. Þau áttu sína ágætu íbúð, búna góðum munum og gott bókasafn er alltaf til á heimilinu. Að auki áttu þau góðan sumarbústað á Þingvöllum og bíl til að ferðast á. Þau voru samrýnd og nutu þess vel að mega gróðursetja blóm sín og fegra sitt umhverfi við sumarbústað- inn sæla. Þau áttu ekki börn, en þau áttu vinalegt heimili, voru gestrisin og sérlega góð heim að sækja, þar var vel veitt og glaðvær heimilisandi á regluheimili. Guðrún er mikil sómakona, sem allir dá, hún bjó eiginmanni sínum gott og notalegt heimili, hún lagði sig fram til að gera honum lífið eins gott og blessunarríkt, sem frekast er hægt. Ég'trúi þvf að þetta hafi Björn viljað þakka af heilum hug. Hann var dulur maður, flíkaði ekki tilfinningum sínum. Oft verða slíkir menn misskildir. Hitt er víst, komist maður að hjarta slíkra manna er þar gimsteina að finna. Björn var greindur maður, mikið lesinn ogfróður. Hann las mikið Ijóð og var hagyrðingur góður. 6 Hann fylgdist vel með þjóðmálum. Var hvergi öfgamaður, en hreifst af samvinnuhreyfingunni. Björn hafði glöggt auga fyrir því sem fagurt er. Hann tók mikið af fallegum myndum og átti gott safn. Hann safnaði mynt og frímerkjum, tefldi og spilaði bridge í góðra vina hóp. Hann var maður tryggur, sýndi sinni heimasveit á Ströndum átt- hagaást. Hann var ekki maður öfundar, ágirndar né haturs, hann fór allstaðar með friði, hógvær maður og lítillátur, eins og þar stendur, oft ljúfur og kátur. Hann hélt sig til hlés við skarkala lífsins, hann sagði ekki margt. en sá þeim mun meira af alvöru athöfnum mannkindarinnar. Björn gaf ekki tilefni til ágreinings né illdeilna, hann var maður friðarins og kærleikans. Þannig þyrftu fleiri að vera. Hann kvaddi þetta líf án fvrirvara á hljóðlátan hátt. þannig var hann ævinlega. lét á sér bera og kvaddi sáttur við allt og alla, óstressaður, sæll og glaður. Við óskum honum fararheilla um leið og við þökkum hans drenglyndi. Ég bið eiginkonu hans allrar blessunar. Valgarður L. Jónsson Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.