Heimilistíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna Lakið heldur sér á dínunni Sumum finnst erfitt að hemja lökin á rúmunum, og gildir það ekki sizt um barna- rúm. Það er auðvelt að koma i veg fyrir að lökin séu alltaf á fleygiferð, ef þið gangið frá þeim á svipaðan hátt og hér er sýnt á tveim mismunandi myndum. Á annarri myndinni hefur verið dregin teygja i lakið að neðan, allt um kring, og það verður þvi eins og nokkurs konar hetta, sem smokkað er utan um dýnuna i rúminu. Þetta tryggir, að lakið hreyfist ekki að óþörfu. Á hinni myndinni hafa spennur, svipaðar þeim, sem eru á krakkaaxlaböndum, verið festar i lakið að neðan, og á milli er teygja. Þessar spennur og teygjan halda lak- inu föstu. Reynið annað hvort þetta ráð, og sjáið, hvort ekki verður mun minni fyrirhöfn að búa um rúmin hjá ykkur. t

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.