NT


NT - 18.08.1984, Side 6

NT - 18.08.1984, Side 6
. Helgi Olafsson skrifar umskák r Laugardagur 18. ágúst 1984 6 L kák Alburt sigraði á banda- ríska meistaramótinu þessum áfanga, sem flesta skákmenn dreymir um, þurfti Petrosjan aö tefla 68 skákir. Hann fór taplaus í gegnum millisvæðamótið í Stokkhólmi og taplaus í gegnum áskorenda- mótið í Curacao en tapaði aðeins einni skák á sovéska meistaramótinu 1961 sem einnig var svæðamót. Heimsmeistaratitillinn féll honum í skaut í keppninni við Botvinnik. Þeir tefldu 22 skák- ir og hlaut Petrosjan 12 Vi vinning gegn 9]A, vann fimm skákir en tapaði aðeins tveim- ur. Petrosjan varði titil sinn með glæsibrag árið 1966 þegar Boris Spasskí bankaði á dyr en 1969 knúði Spasskí fastar dyra og sigraði 12 Vr. 101A. Lauk þar með merkilegu tímabili í skáksögunni. Þrátt fyrir öll jafnteflin var stíll hans aldrei þurr og fræði- legur né heldur voru hugmynd- ir hans yfirborðskenndar. Sennilega hafa fáir skákmenn komið með jafnmargar stór- snjallar strategískar hugmynd- ir. Og hann var frábærlega taktískur. Þetta síðastnefnda atriði var mörgum dulið en staðreyndin er samt sú að flest- ir góðir stöðuskákmenn hafa næmt auga fyrir taktískum fléttum og Petrosjan hafði ekki einungis þetta næma auga, hann kom auga á taktíska möguleika og fyrirbyggði þá löngu áður en mótstöðumað- urinn renndi í grun aðtaktískir möguleikar fyrirsæust í stöð- unni. Á þeim umbrotatímum sem voru í skákinni á árunum í kringum 1960 spruttu fram á sjónarsviðið eftirminnilegir persónuleikar á borð við Tal, Fischer, Kortsnoj og svo Petr- osjan. Tal náði tindinum þegar í upphafi sjötta áratugarins en uppfrá því sat Petrosjan á toppnum. „Heimsmeistarinn er fremstur meðal jafningja,“ sagði hann einhverju sinni að- spurður um stöðu sína í skák- heiminum. Þá heyrði það til undantekninga yrði hann sig- urvegari á þeim mótum sem hann tók þátt í og innan FIDE var jafnvel um það rætt að réttast væri að svipta hann skákkórónunni. Eftir að Spasskí náði titlinum 1969 sannaði Petrosjan hvað eftir annað styrk sinn. Hann vann bæði Húbner og Kortsnoj í áskorendaeinvígjunum 1971 án þess að tapa einni einustu skák og það þurfti sjálfan Fisc- her til að stöðva hann í frægu einvígi í Buenos Aires haustið þetta sama ár. Petrosjan galt þess með eftirminnilegum hætti þegar hann tapaði fyrir Viktor Kort- snoj í áskorendakeppninni 1977. Skömmu síðar mátti lesa í litlu máli í víðlesnasta skák- blaði heims, „64“ að Tigran Petrosjan ritstjóri þess væri nú hættur störfum. Það er talið að Anatoly Karpov sem þegar var farinn að gera sig gildan í skáklífi Sovétmanna, hafi stað- ið á bak við þessa tilhögun, því nokkru síðar var hann sjálfur sestur í ritstjórastól þó blaðinu hafi reyndar hrakað stórlega síðan. Petrosjan tók síðast þátt í Ólympíumóti í Buenos Aires 1978 og það er í eina skiptið sem sovéskri sveit hefur mis- tekist að sigra á Ólympíumóti. Sovéska sveitin var án Karpovs sem var örþreyttur eftir ein víg- ið við Kortsnoj í Baguio og ■ Lev Alburt hrapaði úr 2585 Elo-stigum niður í 2455. Engu að síður tókst honum að sigra á Skákþingi Bandaríkjanna sem lauk fyrir skömmu. ■ Góðkunningi okkar Is- lendinga Lev Alburt kom held- ur betur á óvart þegar hann bar sigur úr býtum á banda- ríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Berkeley í Kaliforníu. Allir sterkustu skákmenn Bandaríkjanna, að Fischer undanskildum, tóku þátt í mótinu sem var hið sterkasta sem haldið hefur ver- ið frá upphafi. Alls voru kepp- endur 18 og var sigur Alburts næsta öruggur, hann hlaut 12 1/2 vinning úr 17 skákum, 1 1/2 vinningi á undan öðrum ís- landsvini, Nick DeFirmian sem hlaut 11 vinninga. Alburt sigraði eins og kunn- ugt er á Reykjavíkurskákmót- inu 1982 en upp frá því fór gengi hans hríðversnandi. Hann tefldi á Búnaðarbanka- skákmótinu í vetur og síðan á Reykjavíkurmótinu og var í neðri helmingnum í báðum þessum mótum. Framganga hans kom því verulega á óvart enda var hann fyrir mótið einn stigalægsti þátttakandinn með aðeins 2455 Elo-stig. Hann byrjaði af miklum krafti, tók þegar í stað forystuna og lét liana aldrei úr hendi sleppa. Þessi sigur er æði mikilvægur fyrir Alburt, því meistaramót- ið var jafnframt svæðamót og komast þrír efstu menn beint í millisvæðamót. Yasser Seiravvan, Lubomir Kvalaek, Walter Browne, Larry Christiansen og Roman Dzindzihasvili voru álitnir sig- urstranglegastir þegar lagt var af stað en enginn þeirra átti nokkru sinni verulega mögu- leiká á sigri. Seirawan varð í 3. - 6. sæti ásamt Tarjan, Federowicz og ungum skák- manni Dlugy. Allir hlutu þeir 10 Vi vinning. Seirawan kemst beint í millisvæðamót vegna fyrri árangurs síns við skák- borðið, en hinir þrír verða að heyja sérstaka aukakeppni. Kavalek og Christiansen deildu 7. sætinu, hlutu 9]A vinning, Dzindzi hlaut 9 vinn- inga jafn Henley, Kogan og Benjamin og vesalings Walter Browne sem sigrað hefur á bandaríska meistaramótinu eigi sjaldnar en sex sinnum varð að láta sér lynda 14.sætið með 1]A vinning. Undanfarin ár hefur banda- ríska meistaramótið vakið mikla athygli fyrir óheyrilegan fjölda fyrrum Sovétmanná í röðum þátttakenda. Þeir voru sex talsins að þessu sinni. Alburt, Dlugy, Kogan, Dzindzihasvili, Gurevic og Kudrin eru allir tiltölulega ný- fluttir til Bandaríkjanna. Líkt og Alburt var Nick DeFirmian meðal þátttakenda í Búnaðarbankamótinu og Reykjavíkurmótinu. Það sem stöðvaði DeFirmian af í þeim niótum var afleit frammistaða hans gegn íslensku titilhöf- unum. Eftir fyrri helming þessa árs var staðan 1:7 honum í óhag ef jafntefli eru ekki talin. Engin furða þó honum hafi verið haldið samkvæmi áður en hann hélt af landi brott. Þó var það versta eftir, því á skákmótinu í Osló tapaði hann fyrir Jóni L. Árnasyni í annað sinn á þessu ári og í New York tapaði hann fyrir Jóhanni Hjartarsyni í þriðja sirin. Það kann að vera að frammistaða hans nú fleyti honum í banda- ríska liðið á næsta Ólympíu- móti, en ef Bandaríkjamenn tefla við íslendinga er hætt við hafði auk þess vondan liðs- stjóra, stórmeistarann Anthos- in sem virtist ekki hafa annað fyrir stafni á því móti en að rífast við sveitarmeðlimi á göngum úti. Sovétríkin hafa eignast sex heimsmeistara og er Petrosjan sá fyrsti sem burtkallast úr þessum heimi. Elstur þeirra sem eftir lifa er Mikhaeí Bot- vinnik, sem hætti taflmennsku í byrjun áttunda áratugarins. Það er erfitt að meta hver þeirra mun hafa mest áhrif á skákþróunina þegar tímar líða en Tigran verður ofarlega á blaði. Alhliða hæfileikar hans koma skýrt fram í eftirfarandi skák sem tefld var á besta tíma Petrosjan: Sovéska meistaramótið 1961 Hvítt: Trigran Petrosjan Svart: Vasily Smyslov Drottningarindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3e6 3. Rf3 b6 4. d4 Bb7 5. a3 (Eitt mikilvægasta framlag Petrosjan til skákteóríunnar er einmitt þessi leikur og af honum dregur þetta tiltekna afbrigði nafn sitt. Hin síðari ár hefur Kasparov haldið uppi merki þessa leiks og aragrúi skákmanna hafa fylgt fordæmi hans.) 5. ... d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 Be7 8. Bb5tc6 9. Bd3 (Enn þann dag í dag er þessi byrjun tefld á þennan hátt jafnvel þó leið Kortsnojs, 7. - g6 hafi í seinni ti'ð notið mestra vinsælda, sjá 1. einvígsskák Kasparovs og ~ Kortsnojs í London ’83.) 9. ... c5 (Eftir þessa skák hófu menn að leika 9. - Rxc3 10. bxc3 sem er öruggari leikmáti. Þó rekur mig minni til að Karpov hafi eitt sinn teflt á þennan hátt og hélt fyllilega sínu.) 10. Rxd5 Dxd5 Íí. dxc5 Dxc5 (Betra er talið 11. - Bxc5. Svartur tapar miklum tíma þegar drottningin hrekst af braut og jafnvel þó staðan hafi samhverfa ívaf lendir svartur í erfiðleikum.) 12. Bd2 Rc6 13. Hcl Dd6 14. Dc2 Hc8 15. 0-0! (Þessi leikur er ekki alveg jafn einfaldur og hann virðist við fyrstu sýn. Hvítur þurfti að taka með í reikninginn tvo möguleika, 15. - Rd4 og 15. - Re5. í báðum tilvikum heldur hann yfirburðum sínum með 16. Da4+. í fyrra tilvikinu þarf riddarinn augsýnilega að hrökklast til baka og í hinu ■ Tigran Petrosjan. aramótinu í Niksic sem lauk með glæsilegum sigri Garrí, Kasparovs var Petrosjan langt frá sínu besta, hann vann aðeins eina skák, en tapaði þrívegis. Hann hugðist tefla í liði Sovétmanna gegn Heims- liðinu í London í vor en varð vegna veikinda sinna að sitja heima. Leikmenn þekkja Petrosjan mest fyrir þann aragrúa jafn- tefla sem einkenndu feril hans. Sjaldnast tefldi hann á tvær hættur og gat enda státað af ótrúlegum afrekum í þeirri kúnst að tapa ekki. Hann tefldi í 10 Ólympíumótum fyrir hönd Sovétríkjanna, þar af fjórum sinnum á 1. borði og tapaði aðeins einni skák. Þá tefldi hann sjö sinnum á millisvæða- móti og til viðbótar einni auka- keppni um sæti í áskorenda- móti og í öllum þessum mótum tapaði hann einungis þremur skákum. Samfleytt frá 1953 til 1980 var hann þátttakandi ann- aðhvort í áskorendakeppni eða heimsmeistaraeinvígi en slík einvígi háði liann þrjú. Með sigri í áskorendamótinu 1962 ávann hann sér réttinn til að skora á þáverandi heims- meistara, sovéska skákrisann Mikhael Botvinnik. Til að ná síðara virðist hvítur vinna lið: 16. Da4+ Bc6 17. Hxc6! (Eftir 17. Bb5 Rxf3+ 18. gxf3 Dxd2! ætti svartur að halda velli) Rxc6 18. Bb4 Dc7 19. Hcl. Eftir 19. - 0-0 20. Bxe7 Dxe7 21. Hxc6 verður svörtu stöð- unni ekki bjargað og 19. - Bxb4 strandar á 20. Hxc6! Dxcfr21. Bb5 og vinnur.) 15. ... h6 16. Hfdl 0-0 17. Bc3 Db8 18. Da4! (Eftir þennan leik er svartur glataður. Drottning hvíts herj- ar brátt á veika kóngsstöðu Smyslovs og verður fátt um varnir.) 18. ... Hfd8 19. De4 g6 20. Dg4 h5 (Eftir 20. - Kh7 er 21. h4! sterkur sóknarleikur. Manns- fórnin 21. Bxgót fxgó 22. Dxe6 virðist einnig standast t.d. 22. - Hf8 23. Hd7 Hc7 24. Re5! Hxd7 25. Dxg6+ Kh8 26. Rf7 mát!) 21. Dh3f5 (Opnar kóngsstöðuna enn meira en hvítur hótaði bæði 22. g4 og 22. Bxg6!) 23. Bc4 Hxdlt 23. Hxdl Kf7 abcdefgh 24. e4! (Þessi „litli“ leikur gerir út um taflið. Kóngsstaða svarts opn- ast uppá gátt. Leikurinn minn- ir á 6. einvígisskák Fischer og Spasskí í Reykjavík 1972. Þá sló svipaður peðsleikur Spasskí út af laginu.) 24. ... Df4 25. Hel Dg4 26. exf5! („Tal-fórnir“ voru mikið í tísku á þessum árum og flestir skákmenn voru undir miklum áhrifum frá snillingnum frá Riga jafnvel Petrosjan. En þetta er ekki „Tal-fórn“, a.m.k. ekki í strangasta skiln- ingi, því Tal fórnirnar áttu það til að standast ekki ströngustu gagnrýni.) 26. ... Dxc4 27. fxg6+ Ke8 (Eða 27.-Kxg628. Hxe6+ Kf7 29. Hxc6! og vinnur svörtu drottninguna.) 28. g7! e5 29. Dxh5+ Kd7 30. Hdl+ Bd6 31. Bxe5 Rd4 32. Rxd4 - Smyslov gafst upp. að hann verði settur í kælingu þá umferð. Sá sem þessar Iínur ritar hefur svo sem yfir engu að gorta í viðskiptum við Nick, því þessi eini heili vinningur sem hann hirti var einmitt gegn mér. Svo virðist sem Maxim Dlugy ætli að verða næsta skákstjarna Bandaríkjanna. Hann fluttist frá Sovétríkjun- um fyrir nokkrum árum og hefur náð eftirtektarverðum árangri síðan, aðeins 18 ára gamall. Frammistaða annarra kom ekki á óvart. Tigran Petrosjan látinn Þær fréttir komu fáum á óvart að Tigran Petrosjan hafi Iátist fyrr í vikunni í Moskvu- borg, aðeins 55 ára gamall. Hann hafði tekið krabbamein og þvarr lífsfjörið á stuttum tíma. Á því móti sem Petrosj- an tók síðast þátt í, stórmeist-

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.