NT


NT - 18.08.1984, Síða 8

NT - 18.08.1984, Síða 8
Vettvangur Laugardagur 18. ágúst 1984 8 ■ Það sjúnarmiö hefur ríkt að undanfúrnu á þingum Alþýðusambands íslands að mestu skipti að tryggja atvinnuöryggið Þjóðin er á hraðri leið að skiptast í tvær stéttir Launakröfurnar ■ Eðlilega finnst mörgum það býsna miklar kröfur, þegar farið er fram á að af samtökum launafólks, að kaup hækki allt frá 30-50% Fáir munu þeir, sem telja atvinnuvcgina eða ríkið geta fullnægt slíkum kröfum, án þess að verðbólga fylgi í kjöl- i'arið og geri ávinninginn af kauphækkununum að engu að öðru leyti en því að fjölga verðlitlum seðlum. Sé Itins vegar litiö á kaup- kröfurnar frá þeirri hlið einni. Iivað væri æskilegt vcgna þeirra. sem hafa lítil laun og þung heimili, verða kröfurnar ekki taldar óeðlilegar. Það lifir engin meöalfjölskylda neinu kóngalífi. þótt mánaðarlaunin séu frá 18-22 þús. krónur. svo tölur séu nefndar af handahófi, en margir hafa langt undir þessu. Hér er því mikið vandamál á ferðum. Annars vegar er þörf heimilanna. Hins vegar geta atvinnuveganna til að rísa undir kauphækkunum, og þó einkunt þeirra. sem eru í raun undirstaða allra hinna. eins og sjávarútvegurinn og fiskvinnsl- an. Heppilegustu viðbrögð við þessum vanda væru vafalítið þau. að fulltrúar ríkisins, at- vinnuveganna • og launþega- samtakanna settust að við- ræðuborði. þar sem reynt væri að kryfja til ntergjar, Itvað gæti verió til skiptanna ntiðaö við ríkjandi og fyrirsjáanlegar efnahagsástæður. í framhaldi af þeirri niöurstöðu, sent þann- ig fengist. yrði tekið til með- ferðar- hvernig væri unnt að frantkvæma sent réttlátasta tekjuskiptingu og bæta hlut þeirra. sem erfiðast eiga og lægst laun hafa. þótt það gengi að einhverju á hlut hinna. sem búa við mesta velmegun. Vafalítið tekur það sinn tíma að finfia slíka lausn og ef til vill næst hún aldrei. En markmiðiö þarf að vera þetta. ef menn vilja koma á réttlátu þjóðfélagi. Þetta sjónarmið þarf í'ð ríkja við gerð kjara- samninga nú. Vonandi geta þeir orðið nokkur áfangi á þessari leið. Atvinnuöryggið skiptir mestu Það sjónarmið hefur verið ríkt á undanförnum þingum Alþýðusambands Islands, að mcstu skipti að tryggja at- vinnuöryggið. Bregðist það sé ekki aðeins hætta á sívaxandi atvinnuleysi, heldur dragist þjóðartekjurnar saman og þannig minnki það. sem getur verið til skipta milli stéttanna. Þetta sjónarmiö þarf ekki sízt að ríkja, þegar staða undir- stöðuatvinnuveganna er erfið jafnt af náttúruvöldum og við- skiptaáhrifum utan frá, Það þarf ekki að lýsa því, hvernig t.d. staða sjávarút- vegsins er. því að hún heíur verið það mikið til umræðu áð undanförnu. Framundan bíður að gera erftðar og róttækar ráðstafan- ir. ef þessi meginstoð atvinnu- öryggisins á ckki að bresta með ógnvekjandi afleiðingum, eins og stórfelldu atvinnu- leysi. Kjarasamninga nú verður að miða við það að atvinnuöryggi haldist, en stefna jafnhliða að því að jöfnuður og réttlæti í launamálum aukist. Lóðimar í Stigahlíðinni Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að meira en sjötíu einstaklingar munu hafa treyst sér til að grciða yfir eina milljón króna fyrir hverja lóð, sem Reykjavíkurborg bauð nýlega til sölu í svonefndri Stigahlíð. Söluverð þeirra lóða, sem seldar voru, var 1.432 þúsund krónur til 2.150 þúsunda króna. Það vekurekkisíðurathygli, að kaupendurnir eða þeir sem standa að baki þeini. virðast yfirleitt úr hópi þeirra stétta, sent oftast eru flokkaðar til milliliða, byggingameistarar, verzlunarmenn, málflutnings- menn o.s.frv. Af því virðist mega álytka, að milliliðastarf- semi sé enn sem fyrr álitleg atvinnugrein. Mikil fjársöfnun á hendur milliliða á undanförnum árum hlýtur að vekja sérstaka eftir- tekt á sama tíma og hlutur láglaunafólks hefur farið minnkandi í samanburði við flesta aðra síðustu áratugi. Hér hefur því verið að skapst stétta- skipting, sem er öfug við þá þróun, sem félagslega sinnað fólk hefur stefnt að. Vaxandi auður hefur safnazt hjá milli- liðastéttinni, en hlutur láglauna- stéttanna dregizt í vaxandi mæli aftur úr. Þar er jafnt að nefna ýmsar starfsstéttir innan Alþýðu- sambands íslands og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Einna verst fara þeir stéttahóp- ar, þar sem konur eru fjöl- mennastar, t.d. hjúkrunarfólk og fóstrur. Ef að líkum lætur, munu Þjóðviljinn og Alþýðublaðið nú reka up óp og telja þetta vera núverandi ríkisstjórn að kenna. Hverjum heilvita manni ætti þó að vera Ijóst, að þetta hefur ekki gerzt á einu ári. Þeir, sem kaupa lóðirnar í Stigahlíð, hafa ekki safnað öllu fjármagni stnu á þessu eina ári. Þetta á miklu lengri að- draganda. Öfugþróunina verður að stöðva Stóran þátt í framangreindri öfugþróun á tvímælalaust hið kolbrjálaða vísitölukerfi, sem hér hefur verið í gildi síðasta aldarfjórðunginn og verka- lýðshreyfingin hefur haldið um vörð líkt og ormur lægi á gulli. Þetta kerfi hefur aldrei veitt láglaunafólkinu fullar bætur, en hálaunafólkinu hins vegar margfaldar. Jafnhliða hefur svo hvers konar milliliðabrask fengið meira og minna að leika lausum hala. Það er hins vegar ekki meg- inatriðið nú að fara að deila um hverjum þetta sé að kenna. Höfuðatriðið nú er að snúast gegn þeirri öfugþróun, að þjóðin skiptist í tvær megin- stéttir eftir efnahag. Breyting- una á þéssu er ekki hægt að gera í einu og hún verður ekki gérð með kjarasamningum, nema að takmörkuðu leyti. En það verður strax að hefjast handa um að koma henni á, þótt hún geti tekið sinn tíma. Hér þurfa allir viðkomandi aðilar, eins og ríkisvaldið, verkalýössamtökin og samtök atvinnurekenda, að taka hönd- um saman og hjálpast að við að færa þjóðfélagsskipunina í þá átt, að fátækt verði útrýmt og lífskjör jöfnuð. Forustan í þessum efnum hvílir þó fyrst ■ Framundan bíðui aðgt.a erfiðar ogróttækar ráðstafanir ef sjávarútvegurinn, þessi meginstoð atvinnuöryggis, á ekki að bresta.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.