NT


NT - 18.08.1984, Síða 9

NT - 18.08.1984, Síða 9
Laugardagur 18. ágúst 1984 9 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórárinn Þór^rinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð I lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tœknideiid NT. Prentun: Blaðaprent hf. Þrjú markmið ■ Á Lækjartorgsfundi stjórnarandstöðunnar í sumar voru pólitísk afskipti Svavars Gestssonar og Jóns Baldvins afþökkuð eins augljóslega og frekast mátti verða. og fremst á félagshyggjufólk- inu. Það verður að þekkja sinn vitjunartíma. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur hvað eftir annað lýst yfir því, að það eigi að vera markmið kjara- samninga að stuðla að launa- jöfnuði á þann hátt að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir. Þetta sjónarmið þarf að hafa ríkt í huga við gerð kjara- samninganna nú. Uggvænleg skuldasöfnun Þótt ríkisstjórnin hafi náð umtalsverðum árangri, þar sem er mikil hjöðnun verð- bólgunnar, hefur sumt annað í efnahagsmálum snúizt á verri veg og veldur því, að stjórnar- stefnan hefur ekki öðlazt þá tiltrú, sem nauðsynleg er, en hún hefur notið þess, að menn hafa meiri vantrú á stjórnar- andstöðunni. Það, sem menn hljóta fyrst að veita athygli í þessu sam- bandi, er sívaxandi skulda- söfnun erlendis og stóraukinn halli á utanríkisviðskiptunum. Staðreyndir sýna, að af hálfu viðkomandi ráðherra hefur veriðbeitt lausatökum áþessu sviði. Skuldasöfnunin rekur rætur sínar að nokkru leyti til þess, að ríkisstjórnin gafst upp við, þegar fjallað var um Alberts- gatið, að leysa þann vanda sumpart með sparnaði og sum- part með tekjuöflun. Að nokkru leyti var valin sú leið Þórarinn Þórarinsson ritstjóri skrifar að taka erlend lán - leið, sem er auðveld í fyrstu, en á eftir að hefna sín. Við þetta bætist svo, að heildverslunum hefur verið leyft að auka erlend lán sín í miklu ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Hið aukna frelsi hafa þessar verslanir misnotað á hinn herfilegasta hátt. Sagt var áður en verðlags- höftin voru afnumin, að inn- flutningsverðið myndi stór- lækka, því að það borgaði sig best fyrir verslunina meðan álagningarreglur haftanna voru í gildi, að innflutnings- verðið væri sem hæst. Þannig gæti verslunin falið gróða er- lendis. Þetta myndi breytast við afnám haftanna. Á þessu hefur þó engin sjáanleg breyt- ing orðið. Innflutningsverðið hefur ekki lækkað nema síður sé. Gróða sinn hafa verslanirnar og aðrir milliliðir notað til stóraukinnar fjárfestingar, sem á mikinn þátt í þeirri þenslu, sem orðið hefur í Reykjavík og nágrenni. Þessir aðilar virðast ekki hafa trú á, að það takist að halda verð- bólgunni niðri til lengdar og vilja því Ijúka ýmsum fjárfest- ingaraðgerðum sem fyrst. Með háttalagi sínu stuðla þeir líka að því, að verðbólgan magnist á ný. Skylda ríkis* stjómarinnar Hér þarf ríkisstjórnin að taka rösklega í taumana, en þær ráðstafanir, sem gerðar voru á dögunum, munu lítið duga. I fyrsta lagi verður ríkið sjálft að draga úr erlendri skuldasöfnun, enda ætti það að vera auðvelt, þar sem staða ríkissjóðs er nú mun betri en bújst var við. í öðru lagi þarf að gera ráðstafanir, sem duga til að draga úr innflutningnum. Það er ekki úr vegi að geta þess, að erlendar skuldir sam- vinnuverslunarinnar hafa sama og ekkert aukist á þessu ári meðan erlendar skuldir einka- verslunarinnar hafa vaxið um hundruð milljóna króna. Þjóðin hefur tekið vel við- leitni ríkisstjórnarinnar til að draga úr verðbólgunni, en sú skoðun fer vaxandi og hefur verlð talsvert að styrkjast, að hingað til hafi þetta einkum verið gert með aðhaldi í launa- málum. Til þess að það að- hald geti haldizt, verður einnig að koma til aðhald á öðrum sviðum. Menn muna því ekki, að á sama tíma og staðið er gegn kauphækkunum hjá þeim launalægstu, blómstrar 'hvers konar milliliðastarfsemi, m.a. vegna þess að hún hefur hömlulítinn aðgang að erlendu lánsfé. Hin sívaxandi erlenda skulda- söfnun er áreiðanlega sú öfug- þróun, sem nú veldur þjóð- inni einna mestum geig. Traustið til ríkisstjórnarinn- ar mun fara verulega eftir því, hvernig hún bregzt við þessum vanda. Ríkisstjórnin verður að sýna, að hún hafi vilja og áræði til að bregðast við honum. Eftirminnilegur Lækjartorgsfundur Vafasamt er, hvort sögulegri fundur hafi verið haldinn á Lækjartorgi en fundur sá, sem stjórnarandstæðingar efndu til um kjaramálin fyrr í sumar. Þótt þrír flokkar stæðu að honum, ásamt sérstökum kvennasamtökum, varð hann fámennasti fundurinn, sem haldinn hefur verið á torginu. Veðrinu var þó ekki um að kenna, því að það var hið blíðasta og því hið ákjósanleg- asta til fundarhalds. Skýringin á fámenninu er næsta augljós. Það var til- gangur fundarboðenda að efla andstöðu gegn ríkisstjórninni og kenna henni um þær erfiðu efnahagsaðgerðir, sem hún hefur orðið að grípa til vegna óðaverðbólgu, sem orðin var til fyrir daga hennar, og hins mikla samdráttar þorskaflans. Það var heróp stjórnarand- stöðunnar á Lækjartorgi, að þessi skilyrði ætti að nota til að fella ríkisstjórnina. Launþegar voru hvattir til að taka undir þetta með því að fjölmenna á fundinn á Lækjartorgi. Undirtektirnar urðu eins og áður var lýst. Launþegasamtökin eru mynduð af mönnum úr öllum flokkum, þau hafa í vaxandi mæli stefnt að óflokkspólitískri samstöðu. Þannig næst vafalít- ið mestur árangur. Þá lærdóma má draga af umræddum Lækj- artorgsfundi, að launþegar eru almennt andvígir tilraunum stjórnarandstæðinga til að nota erfiðleika í efnahagsmálum til pólitísks ávinnings. Pólitísk af- skipti Svavars Gestssonar og Jóns Baldvins voru afþökkuð eins augljóslega og frekast mátti verða á Lækjartorgs- fundinum. ■ Það hefur vakið mikla athygli að meira en sjötíu einstaklingar treysta sér til að greiða yflr eina milljón króna fyrir lóðir í Stigahlíðinni. ■ í stjórnmálaályktun þeirri, sem samþykkt var á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins fyrr á þessu ári, er lögð megináhersla á þrjú markmið í sambandi við starf og stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum næstu misserin: í fyrsta lagi er lögð áhersla á, að ísland verði áfram án atvinnuleysis. Atvinnuöryggið er þannig sétt ofar öllu. í öðru lagi skal keppt að því að verðbólgan verði á árinu 1985 komin niður í eins stafs tölu, þ.e. komin niður fyrir 10 af hundraði. í þriðja lagi kemur það meginmarkmið, að skuldir þjóðarinnar við útlönd fari lækkandi. Pað munu áreiðanlega ýmsir verða til þess að telja það djörf markmið að ætla að gera þetta þrennt í senn. Að dómi margra fer það ekki saman að tryggja fulla atvinnu og halda verðbólgunni í skefjum. T.d. er það kenning þeirra, sem játast leiftursóknarstefn- unni, að atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt í viðureign- inni við verðbólguna. í því sambandi er skemmst að minnast á atvinnuleysið í Bandaríkjunum og Bret- landi. Núverandi ríkisstjórn hefur hafnað þessari kenn- ingu. Hún leggur áherslu á, að verðbólgan verði færð niður, án atvinnuleysis. Þetta er hægt, ef rétt er staðið að málum. Það sýnir árangurinn á fyrsta starfsári stjórnarinnar. Takist að koma í veg fyrir að verðbólgan aukist að ráði það sem eftir er af þessu ári, ætti að mega vænta þess, að hún gæti komist undir 10% á næsta ári. Ekkert er mikilvægara fyrir atvinnuöryggið, sem byggist á blómlegum atvinnurekstri, en að það takmark náist. Þetta ætti að vera hægt, þótt jafnhliða væri unnið að því að bæta kjör þeirra launalægstu. Það á að vera hægt jöfnum höndum með því að fella niður lægstu launataxtana og afnema tekjuskatt og útsvör á lágum tekjum. Sérstaklega myndi niðurfelling útsvarsins hafa veruleg áhrif. Vaxandi skuldasöfnun erlendis er vafalítið eitt mesta eða mesta áhyggjuefni landsmanna. Því miður hefur stefnt í öfuga átt síðan miðstjórn Framsóknar- flokksins gerði ályktun sína á síðastliðnu vori um að stefna bæri að því að lækka erlendu skuldirnar. Þar á hóflaus innflutningur einn mesta þáttinn, en þar veldur mestu frjálsræði fyrirtækja til ríflegra töku skammtímalána erlendis. Athygli vekur að þar er hlutur einkaverslunar miklu stærri en samvinnuversl- unar. Ríkisstjórnin hefur nú sett sér að stöðva skulda- söfnunina. Þetta ætti að vera unnt að gera með tvennum hætti. Staða ríkissjóðs er nú betri en horfur voru á, þegar glímt var við Albertsgatið, og ætti því að vera hægt að draga úr erlendum lántökum ríkisins. Þá verður að setja hömlur gegn óhóflegri skuldasöfnun fyrirtækja og einstaklinga erlendis. Það er áreiðanlega ríkisstjórninni ljósara en öllum öðrum, að sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í fyllsta voða, ef ekki tekst að hemja erlenda skuldasöfnun. Fyrir skömmu var talið, að sextíu prósenta markið væri algert hættumerki í þessum efnum. Nú er samt komið í 62%. Það verður að snúa af þessari braut og hefjast markvisst handa um að lækka erlendu skuldirnar. Það er nú mál málanna, enda verður ekki náð nauðsynlegu taumhaldi á verðbólgunni meðan erlend skuldasöfnun heldur áfram að auka þensluna.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.