NT

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

NT - 24.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 24.08.1984, Blaðsíða 24
Föstudagur 24. ágúst 1984 24 Yelena Bonner: Dæmd í fimm ára útlegð Washington-Reuler ■ Bandaríska utanríkisráðu- neytið tilkynnti í gær að það hefði fengið skýrslu um að Yel- ena Bonnar, eiginkona Andrei Sakharov, hefði í síðustu viku verið dæmd til fimm ára útlegð- ar fyrir að sverta Sovétríkin. Talsmaður ráðuneytisins, Alan Romberg, sagði að það teldi að myndsegulböndum af Sakharovhjónunum, sem þýska blaðið Bild fékk í hendurnar í fyrradag, kynni að hafa verið dreift af Sovétstjórninni til að draga athyglina frá dómnum yfir Bonner. Myndirnar virtust vera meira en mánaðar gamlar og skýrt var frá því að sovéski blaðamaðurinn Victor Louis hefði komið þeim á framfæri en hann er talinn vera í nánu sambandi við háttsetta sovéska embættismenn. Romberg sagði að réttarhöld- unum yfir Bonner virtist hafa lokið þann 17. ágúst. Hann sagði að engin staðfesting hefði fengist á þessum fréttum og neitaði að nefna heimildarmann ráðuneytisins. Rís olíuborg á botni íshafsins? Stavanger, Noregi-Reuter ■ Olíuvinnslutækni er að taka á sig mynd vísindaskáldsagna þegar framleiðendur líta nú til íshafsins sem framtíðarolíuforða - búrs þegar draga fer úr olíunni í Norðursjónum. Heilmikil ráðstefna og sýning stendur nú yfir í Stafangri og þar voru sýnd líkön af hlutum neðansjávarborgar sem hugsan- lega verður reist á botni íshafs- ins. Líkön af risastórum olíubor- turnum, sem myndu gnæfa yfir hæstu byggingar heims væru þeir reistir á landi, teygja sig til himins á sýningarsvæðinu, aðeins sýnishorn af þeirri geim- aldartækni sem fyrirhugað er að beita í framtíðinni. Inni í sýningarskálum rök- ræddu olíuiðnaðarsérfræðingar kosti þess að byggja risastóra, sjálfvirka borpalla, tvo kíló- metra undir yfirborði sjávar. Þá eru uppi hugmyndir um skip, sem getur borað, dælt inná sig olíunni og flutt síðan í burtu og komast þannig hjá því að byggja fasta borpalla í Ishafinu. Hvert olíufélag fyrir sig hefur sett fram áætlanir, en þau eru öll sammála um að hver sem vinnur tæknikapphlaupið um yfirráðin yfir Ishafinu muni hagnast vel á því. Ekki hefur enn verið áætlað nákvæmlega hve olíu- og gaslindir íshafsins eru stórar en vitað er að vinnsla á þeim myndi borga sig, ef hægt verður að yfirstíga þá tæknilegu örðugleika sem veður á þessum slóðum og takmarkaðar olíulindir valda. ■ Nancy og Ronald Reagan haldast í hendur meðan þau syngja Guð blessi Ameríku, eftir morgunbænir í gærmorgun en þá um nóttina útnefndi Repúblikanaflokkurinn Reagan sem forsetaefni sitt. POLFOTO - símamynd Ronald Reagan: Féllst á útnefningu sína sem forsetaefni Dallas-Reufer ■ Ronald Reagan Bandaríkja- forseti féllst í nótt á útnefningu sína sem forsetaefni Repúblik- anaflokksins, í ræðu sem var hápunktur fjögurra daga flokksþings repúblikana. í ræðu sinni lýsti Reagan framtíðarsýn sinni ef Banda- ríska þjóðin veitti honum áfram brautargengi til að koma fram íhaldsömum markmiðum sínum, og hvatti kjósendur til að veita Repúblikanaflokknum, sem hann kallaði „flokk Ame- ríku“ meirihluta. Reagan tók gærdaginn snemma en í fyrrinótt sam- þykktu þingfulltrúar að útnefna hann sem forsetaefni sitt með 2333 atkvæðum gegn tveim. Re- agan hitti nokkra stuðnings- menn sína yfir morgunverði og sagði þá að Bandaríkjastjórn þyrfti á trúarbrögðunum að halda til að berjast gegn spill- ingu og morknu þjóðfélagi. Þessi ummæli Reagans eru talin líkleg til að hleypa nýju lífi í kosningadeilur milli frjáls- lyndra demókrata, sem vilja að aðskilnaður kirkju og ríkis verði stjórnarskrárbundinn og íhald- samra repúblikana sem vilja koma á bænahaldi í skólum. Þýskaland: Áfengi í bensínið? ■ Þýska landbúnaðar- ráðuneytið gerir nú til- raunir með sérstaka ben- sínblöndu þar sem fimm prósent af alkóhóli er blandað saman við bensín. Með þessu móti hyggjast Þjóðverjar draga úr elds- neytisinnflutningi sínum síðar meir. Alkóhólið er unnið úr úrgangskorni og ónýtum kartöflum. Prófessor Kurt Meinhold, sem hefur yfir- umsjón með tilrauninni, segir að engar breytingar þurfi á bílvélum til að hægt sé að nota þessa bensínblöndu. Blandan hefur heldur engin slæm áhrif á vélarnar sem halda fullum krafti. Sem stendur nota tíu bifreiðar landbúnaðar- ráðuneytisins bensín- blönduna en landbúnaðar- ráðherra Þýskalands segist vona að aukin notkun hennar geti ekki aðeins dregið úr innflutningi á eldsneyti heldur muni hún leiða til betri nýtingar á úrgangskorni í Evrópu. Neyðast Þjóðverjar til að slaka á gæðakröfumábjór? ■ Gæði þýsks bjórs hafa hingað til verið tryggð með 400 ára gömlum lögum, sem kveða á um að bjór megi ekki framleiða úr byggi, humli, vatni og geri. 011 önnur efni sem flýta fyrir gerjun hans eða gefa honum lengra geymsluþol eru stranglega bönnuð. Þessar ströngu reglur hafa hingað til að mestu komið í veg fyrir innflutning á erlendum bjórtegundum þar sem flestir bjórframíeiðendur í öðrum löndum nota ýmis aukaefni til að auðvelda framleiðsluna og lengja geymsluþolið. En nú hafa bandamenn Þjóðverja í Efnahags- bandalagi Evrópu tekið sig saman og kært þessi lög fyrir Evrópudómstóln- um. Kæran byggist á því að hin 400 ára gömlu lög séu brot á fríverslunar- reglum EBE. Miklir hagsmunir eru í húfi þar sem Þjóðverjar drekka að meðaltali um 150 lítra af bjór á hverju ári. Þjóðverjar telja það skyldu sína að vernda landið fyrir innrás óæðri bjórtegunda frá nágranna- löndunum. Þjóðverjar státa af elsta brjórbrugg- húsi í heimi. Það heitir Kloster Weihenstephan og var stofnað árið 950 í fyrrverandi klaustri. ísrael: Tveir flokkar hafna þátttöku í ríkisstjórn Tel Aviv-Reuter ■ Tilraunir Verkamanna- flokksins til að mynda sam- steypustjórn í ísrael misstu vind úr seglunum þegar tveir smá- flokkar höfnuðu boði um þátt- töku í stjórninni. Bæði Tamiflokkurinn og Þjóðarflokkurinn (NRP) til- kynntu Simon Peres formanni Verkamannaflokksins í gær að þeir myndu aðeins styðja víð- feðma þjóðarstjórn. Peres hefur hvort tveggja reynt að mynda stjórn með Líkudbandalaginu, öðrum stærsta flokki landsins, og sam- steypustjórn með hópi smá- flokka. í fyrradag virtust möguleikar á samsteypustjórninni aukast þegar tveir aðrir smáflokkar samþykktu þátttöku. Þriggja vikna fresturinn, sem Peres fékk til stjórnarmyndun- ar, rennur út á sunnudaginn og búist er við að Peres biðji Her- zog forseta um framlengingu. ■ Suður-Ameríkanar eru blóðheitir. LucianoMenendez, fyrrum hershöfðingi í Argent- ínu, dró upp hníf og gerði sig líklegan til að ráðast á mann sem kallaði Menendez morðingja, þegar hann kom út úr sjónvarps- stöð í Buenos Aires. Mcnendez var vikið úr stöðu sinni árið 1979 eftir að hann reyndi stjórnarbyltingu. Hann er sakaður um að hafa framið mannréttindabrot gegn vinstri sinnum á áttunda áratugnum. POLFOTO-Símamynd Vestur-Þjóðverjar: Hafna áætlun um sprengigildrur meðfram járntjaldinu Bonn-Reuter ■ Vestur-Þjóðverjar höfnuðu í gær beiðni Bandaríkjamanna um að Natoríkin byggi varnar- I ínu úr rörum, fylltum fljótandi sprengiefni, meðfram landa- mærum þeim sem mynda járn- tjaldið í Evrópu. Vamarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna sagði í fyrradag að það hefði hvatt NATO til að íhuga þessa áætlun sem þátt í að styrkja varnir banda- lagsins í Evrópu gagnvart hugsanlegri innrás Varsjár- bandalagsríkjanna. Talsmaður vestur-þýska varnarmálaráðunetytisins sagði að fréttir um að slík áætlun væri í athugun væru rangar: „Hvorki NATO né vestur-þýski herinn hafa uppi neinar áætlanir um að byggja hindranir af nokkru tagi með- fram landamærunum,“ sagði hann.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað: 214. tölublað (24.08.1984)
https://timarit.is/issue/257373

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

214. tölublað (24.08.1984)

Aðgerðir: