NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.08.1984, Qupperneq 6

NT - 27.08.1984, Qupperneq 6
anudagur 27. ágúst 1984 Wmmm - segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrsta kona í bæjarráði Akraness ■ „Ég held að Akurnesingar séu mjög ólíkir Sunnlend- ingum. Akurnesingar eru hreinskilnari og láta mann fá það óþvegið ef svo ber við. Sunnlendingar eru meiri diplómatar. En mér fannst svo gott að vera hér, að ég ílentist á Akranesi,“ sagir Ingibjörg Pálmadóttir, bæjar- fulltrúi á Akranesi og fyrsta konan til að taka sæti í bæjarráði. „Ég geröi mér grein fyrir, að bæjarmálin eru ekkert einföld, enda gáfum við ekki mik.il kosningaloforð. En það sem mér finnst leiðinlegast, er hvað er mikill seinagangur á öllu. Það eru of margir sem fjalla um livert mál, en of fáir sem setja sig virkilega inn í málið. Auðvitað verður maður að sætta sig við að mörg sjónar- mið komi fram, það er víst lýðræði, en þanniggeta einföld mál tekið mikinn tíma, og kannski orðið dýrari fyrir vikið." Ingibjörg, sem er hjúkrunar- kona, tók sæti í bæjarstjórn Akraness við síðustu kosning- ar. Hún er frá Hvolsvelli, en tluttist á Akranes fyrir 19 árum til að starfa við sjúkrahúsið. Við síðustu kosningar var hún í framboði fyrir Fram- sóknarflokkinn, sem þá fékk þrjá fulltrúa kjörna. „Ég veit nú ekki hverju á að þakka þessa velgengni okkar í síðustu kosningum. Kannski það að við vorum öll ný á lista og enginn hafði neitt upp á okkur að klaga," sagði Ingi- björg. „Fólk hlýtur að hafa treyst okkur í meirihlutastarf en ákveðin öfl komu í veg fyrir að svo yrði - þó það hefði verið eðlilegt eftir úrslitin. Að vera fyrsta konan í bæjarráði var eitthvað sem þróaðist. Jón Sveinsson var í bæjarráði, og ég varamaður, en svo ákváðum við að skipta. En ég man eftir fyrsta skipt- inu sem ég sat bæjarráðsfund. Ég kveið mikið fyrir. Ég held að þeir hafi fyrst litið á mig sem svona - kannski ágætis- stelpu en.. En mér var tekið mjög vel, ég get ekki kvartað yfir því. Ég held að það sem er efst í húga okkar allra núna, eru blikursem á lofti eru í atvinnu- málum. Nú er t.d. Útgerðar- félag l'órðar Óskarssonar að fara að hætta, en þar vinna um 60-70 manns. Mér finnst óttalegt að sjá hvernig öll landsbyggðin virð- ist vera á flótta til Reykjavík- ur. Pað er náttúrlega samdrátt- ur í útvegi nú, en ég óttast að skilningur ráðamanna sé ekki mikill. Eins og þegar stórir karlar með vindla í Reykjavík segja: NT-mynd: Árni Bjarna. „Skussar verða að fara á haus- inn.“ Hverjir eru skussar? All- ir þeir sem ekki búa í Reykja- vík! Þetta er furðulegur hugsun- arháttur og áróður fjölmiðla. f>að er eins og fólk sé búið að missa alla trú á útgerð. Það hlýtur að vera spumingin hvort eigi að hætta og gefast upp. En það eru líka jákvæðar hliðar. Henson er að reisa hér 50 manna verksmiðju og mér líst vel á það. Önnur mál sem við leggjum áherslu á hérna á Akranesi eru skólamál, og svo þarf að gera átak í gatnamálum. Nú svo er búið að ákveða að byggja nýja sundlaug. Fyrri bæjarstjórn gaf hana reyndar á 40 ára afmæli bæjarins. Ég held að meirihlut- inn sé dálítið viðkvæmur fyrir því að ekki er byrjað á bygg- ingunni, en það er náttúrlega úr litlu að spila. Ingibjörg sagði að sveitar- stjórnarstörfin væru krefjandi og tækju mikinn ííma. Samt vinnur hún hálfan daginn á sjúkrahúsinu. „Ég held að aðalvinnan mín sé samt fólgin f að sjá um þessa fjóra karl- menn mína, manninn og þrjá syni. Mér finnst dásamlegt að blanda þessu svona öllu saman. Eg hafði oft hugsað mér að hætta hjúkrunarstörf- unum, en tími því ekki. Það er svo merkilegt að það sem mað- ur er að gera á hverri stundu er alltaf það mikilvægasta. Þegar ég vinn sem hjúkrun- arkona, þá dreifast áhyggjurn- ar af sveitarstjórnamálum. Mér finnst mjög gott að blanda þessu saman.“ -Láta mann fá það óþvegið" Heimsþing lúterskra kirkna í fyrsta sinn austantjalds - Kynþáttamái settu svip á þingið að þessu sinni ■ Ég var fyrst fulltrúi á heimsþingi lúterskra kirkna í Hannover 1952 og það þing mótaðist mjög af því að engir fulltrúar frá Austur-Evrópu fengu að sitja það. Nú fór þetta þing fram í Austur-Evrópulandi í fyrsta sinn. Biskup ungversku kirkjunnar sagði í ræðu á þinginu: „Hið svokallaða járntjald er orðið svo götótt að það finnst varla lcngur. Við Ungverjar höfum ekki aðeins opnað landamæri okkar heldur einnig hjörtu okkar og heimili. Og það voru orð að sönnu.“ Eitthvað á þessa leiö mælti biskupinn yfir íslandi hr. PéturSigurgeirsson, þeg- ar hann greindi blaða- mönnurn frá nýliðnu heirns- þingi lúterskra kirkna, sem fram fór í Búdapest. Þingið var hið fyrsta sem haldið er í Austur-Evrópuríki og það sóttu fulltrúar frá öllum austantjaldslöndum nema Sovétríkjunum. 330 fulltrúar frá 99 kirkjudeildum sóttu þingið þessu sinni. Á þinginu var biskup ungversku kirkj- unnar kjörinn forseti heims- samtaka lúterskra kirkna og er þá í fyrsta sinn, sem ntaður frá A-Evrópu gegnir því starfi. Fjórir fulltrúar sóttu þingið frá íslandi, biskupinn, sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir, sem setið hefur í stjórn heimssamtakanna, sr. Krist- ján Valur Ingólfsson fyrrum sóknarprestur á Raufarhöfn, sem stundar framhaldsnám í guðfræði við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi og Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem sótti æskulýðsmót, sem hald- ið var fyrir hcimsþingið í Ungverjalandi. Þá sat eigin- kona biskups frú Sólveig Ás- geirsdóttir einnig þingið. „Lúterska heintssamband- ið hefur ekki yfirráð yfir kirkjunum." sagði Auður Eir, „heldur er vettvangur samráðs og samvinnu. Af hálfu þess hefur að undan- förnu verið lögð áhersla á viðræður við aðrar kirkju- deildir en lúterskar. Hefur nýlega verið gefin út mikil skýrsla á vegum ráðsins um skírn, altarissakramenti og prestþjónustu. Aðalstöðvar lúterska heimssambandsins eru í Genf og starfar það í fjórum deildu, mennta-, kirkjusamstarfs-, hjálpar- starfs og fjölmiðladeild. Fulltrúunum bar saman um að það hefði komið þeim á óvart hve ungverska kirkj- an virtist frjáls, og hversu mikla virðingu stjórnvöld sýndu þinginu, enda hefði ungverskur almenningur sýnt því mikinn áhuga. Þing- ið hefði sett mikinn svip á þjóð- lífið í landinu þann tíma sem það stóð, m.a. hefðu þing- fulltrúar ferðast víða um Iandið og sungið messur í kirkjum. Þó barþann skugga á að ekki fengu allir Austur- Evrópumenn að sækja þingið sem þess æsktu. Guðrún Kristjándóttir sagði frá því að fjölmargir Austur-Þjóð- verjar, sem æsktu þess að sækja æskulýðsþingið hefðu ekki fengið vegabréfsáritanir hjá yfirvöldum, þótt Austur- Þjóðverjar hefðu átt þar sína fulltrúa. En þegar á allt er litið var það ekki skiptingin í austur og vestur, sem setti ■ F,v. sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, herra Pétur Sigurgeirsson, frú Sólveig Ásgeirsdóttir og Guðrún Kristjándóttir. NT-mynd Svenir mestan svip á nú, heldur fremur norður og suður vandamálin og einkum kyn- þáttavandamál og kynþátta- aðskilnaðarstefna sumra ríkja, einkum Suður-Afríku. Samþykkt var ályktun, þar sem segir að aðskilnaðar- stefnan sé synd gegn guði og mönnum. Guðrún Kristjánsdóttir greindi m.a. frá því ítengsl- um við þessi mál, að dr. Alan Boesak forseti samtaka mótmælendakirkna, sem mesta athygli vakti á þingi alkirkjuráðsins í Kanada í fyrra hefði mjög sett svip sinn á æskulýðsþingið, en aðstæður leyfðu honum ekki að sækja sjálft heimsþingið. „Hann hefur verið kallaður hættulegasti rnaður Suður- Afríku," sagði Guðrún og bætti við að sú nafnbót virtist út í hött við fyrstu kynni af manninum og persónu hans, en smámsaman hefði það orðið Ijósara við hvað var átt. Næst síðasta dag æsku- lýðsþingsins hefði hann mætt og verið mjög brugðið og sagt fuiltrúunum að hann yrði þegar í stað að halda til heimkynna sinna og freista þess að miðla málum í deil- um og átökum, sem blossað hefðu upp á milli svartra og hvítra. Hann hefði bætt því við að líf hans gæti verið í hættu og vera mætti að hann væri að kveðja í síðasta sinn. Filipp^eyjar *Taiwai) Enn á ný býður Farandi ykkur velkom- in til austurlanda íjœr. Fyrst veróur ílogið um London til Manila síðan íerðast til Kínahaísstrandarinnar, gullnámanna í Baguio og aíkomend- ur hausaveiðaranna í Bontoc heim- sóttir. Við íörum líka til Taiwan, skoðum Hong Kong og íörum í dagsíerð til Kína. Hop$Kop$»Kípa Brottíör I. 21. desember Brottför II 28. desember ftaiandi Vesturgötu 4 - sími: 17445. Sérfrædingar í spennandi sumarleyfisferðum

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.