NT - 27.08.1984, Page 9

NT - 27.08.1984, Page 9
Ólympíuleikarnir: Senda á tvo keppendur og einn fararstjóra! „í því felst hin æðsta snilli að iðka það sem mitt er á milli.“ Svo kvað læknir einn fyrir fáum árum, og greindi menn þá nokkuð á um, hvernig skilja bæri vísdóminn, - einkum þar sem skáldmenni þetta hefur drjúgum látið að því liggja, að hann ætti greiðan aðgang að öðru og betra? tilverusviði, og hefur sökum trúar margra hér- lendis á miðlum og hindurvitn- um aflað sér verulegra tekna með þessum hætti, að því er kunnugir telja. Á þessu fræga ári, 1984, kom svo fram í útvarpi einn af forvígismönnunum í svokall- f aðri Ólympíu-nefnd, og kvað það ætlun og markmið, að okkar menn yrðu „um miðju“ í Los Angeles. Ekki var nú markið sett hátt, enda kannski hver Islendingur einhvern tím- ann hlyti gullverðlaun? - Hvað sem hver segir, þá ætla ég hiklaust að láta í ljós þá skoðun mína, að enn sem fyrr sé árangur okkar manna næsta rýr í roðinu. Ekkert skorti þó ekki von eftir allar hrakfarir íslendinga þar um áratuga skeið. Pví var full ástæða til þess, að Jón prófessor Helga- son skyldi setja saman alkunn- ann kviðling þar að lútandi, en hann er á þessa leið: Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn, þangað fór og af íslandi flokkur af keppendum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn. Telja má víst, að ýmsir álíti óviðeigandi , að rifja upp þennan kveðskap nú um þessar mundir, þegar íslendingar eru rétt nýbúnir að fá brons í Los Angeles (eða var það kannski hálft brons, sem þeir hlutu þar, af því að tveir deildu þeim verðlaunum?), - og eru nú að rifna af monti yfir afrekinu? - Ja, hvað skyldi gerast, ef ein- Hrafnista í Hafnarfirði Góður matur á Hrafnistu Guðfínna Magnúsdóttir sjúkradeild Hrafnistu, Hafnar- firði hringdi: ■ Þann 13. þessa mánaðar birtist í Dagblaðinu Vísi mótmælagrein útaf fæðinu hérna á deildinni. Ég vil bara koma því á framfæri að við höfum alltaf fengið nógan mat hér í húsinu og mjög góðan og frambærilegan. Og ef einhver hefur kvartað hefur því ævin- lega verið sinnt. á fjölda fararstjóra, liðsstjóra, þjálfara, aðstoðarmanna og jafnvel blaðafulltrúar og lækn- ar voru með í förinni. Sagt er, að sumir í hópnum hafi einnig haft konur sínar með í för. Svo mikið er víst, að þær sáust innan um hópinn við ýmis tækifæri. Þá voru og í fararstjórn þarna menn, sem lítið hafa á sig lagt árum saman fyrir íþróttirnar, annað en að fara hverja förina á fætur ann- arri á Ólympíuleika, út um allan heim (ef þessu verður mótmælt, mun ég nefna nöfn, í næsta pistli mínum um þessi efni). Nei, - það ætti að taka upp sama háttinn og 1956. Eins og kunnugt er voru þá sendir héðan þrír menn: Tveir kepp- endur og einn fararstjóri, og árangurinn var: Silfrið hans Vilhjálms Einarssonar. II. Sú ákvörðun Ríkisútvarps/ sjónvarps að sjónvarpa ekki beint frá Ólympíuleikunum hefur að vonum valdið mikilli gremju og óánægju, sem ekki er að undra. Og fáránlegar eru ástæðurnar, sem fram eru bornar: Of dýr „konverter" (líklega straumbreytir), og svo er okkur sagt, að Bandaríkja- menn sjónvarpi ekki því efni, sem íslendingar hafa áhuga á (?). Fyrri ástæðan skal mjög dregin f efa, því að nægir peningar virðast hjá R.Ú.V. til óþarfari og dýrari hluta en ■ ...„Ekkert skorti þó á fjölda fararstjóra, liðsstjóra, þjálfara, aðstoðarmanna og jafnvel blaðafulltrúar og læknar voru með í för. Sagt er, að sumir í hópnum hafi einnig haft konur sínar með í för...“ ______________________________ eins „konverters", enda bruðl- ið þar á bæ landsfrægt (Dæmi: Haldið var hóf eitt mikið til að halda upp á fimmtán ára „af- mæli“ þess, að undirbúningur var hafinn að sjónvarpssend- ingu). Um hitt atriðið er það að segja, að „stjórarnir" hjá hinum ríkisreknu fjölmiðlum vita örugglega ekkert betur en aðrir hvaða íþróttir almenn- ingur í landinu vill horfa á, og hverjar íþróttir fólk vill ekki sjá. Ög hiklaust skal því haldið fram hér að allt efni frá Ólym- píuleikunum sé mun heilbrigð- ara, hollara börnum og ung- lingum jafnt sem öldruðum, en þær glæpa- klám og drauga- myndir, sem R.Ú.V. býður upp á, nær daglega. Þessi ráðsmennska ríkisfjöl- miðlanna minnir helst á svokallaða forsjármenn land- búnaðarmála á íslandi, sem setja á kjarnfóðursskatt, til þess að draga úr neyslu á alifugla- og svínakjöti, en auka sölu á kindakjöti o.þ.h. - Hugsunin virðist hin sama hjá R.Ú.V. og bændaleiðtogun- um, sem sagt þessi: Þetta skal í hyskið, - það er fullgott handa því. Virðingarfyllst, með þökkum fyrir birtingu, Guðmundur Jónsson Æsufelli 2, R.vík. ES: Þess skal getið, að öll heimsbyggðin nema Islending- ar, að undanteknum Rússum & samlede venner, hefur getað horft á beinar sendingar frá Ólympíuleikunum. Athugasemd ■ Þau mistök urðu á lesenda- síðu NT mánudaginn 20. ágúst að birt var bréf frá lesenda um tiltekinn starfsmannLánasjóðs íslenskra námsmanna. í því er veist að þessum starfsmanni á ósmekklegan hátt og hann sak- aður um vanrækslu í starfi. Fyrir þessu eru ekki færð þau rök sem réttlæta birtingu slíkra skrifa heldur bendir þvert á móti allt til þess að þær tilteknu aðfinnslur sem í bréf- inu eru raktar megi rekja til þeirrar starfsaðstöðu sem starfsfólk LÍN býr við um þess- ar mundir. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ritstj. VjíW ób\ stö® „Ætíð gott að leita til Lindu“ - gagnrýni á starfsfólk LÍN svarað Til ritstjórnar ■ í bréfi sem birtist í lesenda- dálki blaðs ykkar í gær er vegið heldur ómaklega að einum starfsmanni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, Lindu Magnúsdóttur. Síðast liðinn vetur var ég við nám í Bandaríkjunum og þurfti því að hafa nokkur við- skipti við Lindu vegna náms- lánanna. Hún var alltaf við þegar ég þurfti að leita til hennar og hún veitti ætíð góðar og glöggar leiðbeiningar. Ég kannast því ekki við að það sé erfitt að ná tali af þessum starfsmanni sjóðsins. Faðir minn, var umboðs- maður minn gagnvart lána- sjóðnum og reyndar bróður míns einnig sem er líka við nám í Bandaríkjunum. Hann hefur því þurft að hafa tölu- verð samskipti við lánasjóðinn á liðnum vetri. Faðir minn hefur aldrei kvartað yfir sam- skiptunum við starfsfólk lána- sjóðsins, þvert á móti ber hann starfsfólki lánasjóðsins og þá sérstaklega Lindu Magnús- dóttur sem sér um lánamál námsmanna í Bandaríkjunum, þá söguna að það hafi ætíð ■ Umrætt lesendabréf sem birtist sl. mánudag. verið gott að leita til hennar og fá hjá henni þá fyrirgreiðslu sem þurfti. Hún hafi afgreitt mál okkar systkinanna bæði fljótí og vel. Lánasjóður íslenskra námsmanna má vel við una að njóta starfskrafta jafn ágæts starfsmanns og Lindu Magnús- dóttur. Það eru miklar annir hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna og fáliðað starfsfólk sjóðsins er ekki öfundsvert af því að sinna þeim fjölmörgu erindum sem til sjóðsins berast. Ég trúi því ekki að þessi persóna sem skrifar þetta held- ur ómerkilega lesendabréf í NT hafi af nokkru viti reynt að leita eftir aðstoð lánasjóðsins. Þórunn J. Hafstein Tölvur og framtíðarútlit mannskepnunnar Robert Shaw við University of Conn- ecticut af Storrs hefur stutt hugmyndir um framtíðarútlit afkomenda mannsins. í raun var það fyrir hend- ingu sem þessi stuðningur kom því Robert Shaw og samverkamenn hans unnu við athugun á augnahreyfingum með aðstoð tölvuforrits sem teiknaði andlit á skerminn. Sér til aðstoðar notuðu þeir forrit sem teiknaði vöxt og þróun mannsandlits frá myndun á fóstuskeiði. Einn dag þá ákváðu þeir að kanna hvernig mannsandlit liti út ef það héldi áfram að þroskast eftir tvítugsaldurinn. Áframhaldandi bein- vöxtur eftir tvítugt benti til að kenning Bolk væri ekki svo vitlaus því að myndin sem birtist á tölvuskerminum var af mannskepnu sem líktist mest Homo erectus. Én hvernig verður þá framtíðarmaðurinn ef við látum for- ritið fá upplýsingar um hvernig þróun- arferill andlits og líkama mannsins hefur verið hingað til. Samkvæmt teikningum tölvunnar þá verður fram- tíðarmaðurinn með ofvaxna höfuð- kúpu (að okkar mati), lítinn kjálka og litlar varir og einnig með bústnar kinnar. Hann verður því með barns- andlit og grannan líkama með þykk- um háls til að bera hið þunga höfuð. Um persónuleika er ekkert vitað en án nokkurs vafa þá erum það við sem verðum börnin að innræti en fullorðin að útliti ef við berum okkur saman við börn þróunarinnar. DIV J. JAZZBALLETT FRÚARLEIKFIMI Freestyle — dans Þrælgott kerfi. fyrir stráka og stelpur. Morgun- dag- og kvöldtímar. í Allir aldurshópar. Innritun og upplýsingar i sima 25620 kl. 17—19. Líkamsþjálfnn Ballettskóla Eddu Scheving Skúlatúni 4 - Símar 25620 og 76350 Mánudagur 27. ágúst 1984 r

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.