NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.08.1984, Qupperneq 12

NT - 27.08.1984, Qupperneq 12
Mánudagur 27. ágúst 1984 12 ■ „...Samkvæmt því sem áöur segir hlýtur aö eiga að skilja þetta síðasta þannig að afurðasölukaupfélögin afhendi gróðann, sem þau eiga að hafa af sláturhúsunum, ásamt rekstrar- og afurðalánunum, beint til KEA á Akureyri og til Miklagarðs sf. í Reykjavík. Af slíkum greiðslum hef ég hins vegar aldrei heyrt og verð því að biðja um nánari skýringar...“ - eftir dr. Eystein Sigurðsson, ritstjóra ■ Ný fyrr í sumar komu þrjár greinar í Dagblaðinu-Vísi eftir Hannes H. Gissurarson cand. mag. Þessar greinar birtusí dagana 13. og 21. júní, og 4. júlí. Þatr vöktu áhuga minn, því að í þeim var fjallað um efni sem standa mér nærri. Nánar tiltekið var þar tekist á við málefni samvinnuhreyfing- arinnar á íslandi, en fyrir hana hef ég starfað um allmörg ár. Mér brá óneitanlega þegar ég las fyrstu greinina. Þar var frá því skýrt að Samband ísl. samvinnufélaga væri auðfélag sem léki sér með illa fengið fé, og að það væri orðið að bákni sem varpaði skugga yfir allt atvinnulíf landsins. Höfundur hefur síðan bersýnilega gengið út frá því sem vísu að mönnum myndi bregða við boðskapinn. Hann hefur minnst frásagnar fornrar bókar af því þegar Njáll á Bergþórshvoli lét segja sér þrisvar fréttina af því að Þórður leysingjason hefði orð- ið mannsbani. Hann hefur því talið rétt að endurtaka þennan boðskap sinn og segja þjóðinni hann líka þrisvar. Mikils virtur fræðimaður Þessar greinar skyldi maður ætla að yrði að taka jdvarlega. Eftir þeim fregnum, sem hing- að heim hafa borist, er höf- undurinn mikils virtur meðal fræðimanna í sérgrein sinni í einni mest metnu fræðastofnun Bretaveldis, sjálfum Oxford- háskóla. Eftir því sem marka má af blaðaskrifum er hann þar að auki orðinn einn af helstu hugmyndafræðingum stærsta stjórnmálaflokks íslands. Hér er því síður en svo nokkur meðaljón á ferð- inni. Álit þessa höfundar á samvinnuhreyfingunni hlýtur að kalla á vandlega skoðun og íhugun. í stuttu máli sýnist mér að röksemdir hans fyrir illu innræti samvinnuhreyfing- arinnar, og þá væntanlega •þeirra manna sem fyrir hann starfa, megi draga saman í þrjá þætti. Sjálfur vinn ég hjá samvinnuhreyfingunni og kemst þess vegna ekki hjá því að taka til mín persónulega minn skerf áf þessunt gróni- leika. Mér leyfist því kannski að fá aðeins að þvo af mér og gera athugasemdir við þessi þrjú atriði, hvert um sig. Útreikningarnir í fyrsta lagi notar höfundur sem vitnisburð greinar sem eðlisfræðingur hér í borg hefur verið að skrifa í blöðin síðan í fyrra. Þar hefur verið reynt að sýna fram á með útreikningum að íslensk sláturhús séu hinar ískyggilegustu gróðastofnanir. Þetta hafa verið flóknir út- reikningar, og torskiljanlegir öllum almenningi. Hins vegar má vera um að kenna fáfræði minni, en ekki hefur þó tekist að sannfæra mig með þessum skrifum um óheyrilegan dulinn gróða af sláturhúsunum sem fenginn sé með því að reikna óeðlilegan sláturkostnað, og þá vitaskuld á kostnað bænda fyrst og fremst. Ef ég má sækja samlíkingu í aðra og mér nærtækari átt, þá er svo sannast sagna að þessi skrif minntu mig framar öðru á fræga lýsingu Davíðs Stefáns- sonar í skáldsögunni Sólon ís- landus. Það er frásögnin af því þegar Sölvi Helgason lenti í keppninni við útlenda reikni- meistarann í höllinni úti í Kaupmannahöfn. Þar sigraði Sölvi, eins og menn vita, eftir grimmdarharða keppni, þar sem keppinautur hans hafði reiknað barn í danska stúlku, Sölvi reiknað- það úr henni aftur og hinn að því loknu reiknað tvíbura í eina ítalska. Þá sló Sölvi honum við með því að reikna tvíbura í eina afríkanska, og var annar svart- ur en hinn hvítur. Það er nefnilega þannig að með stærðfræðikúnstum er hægt að sýna fram á nánast hvað sem er. Um slíkt höfum við til dæmis næga vitnisburði úr pólitíkinni. Ymsir stjórn- málamenn okkar eru hreinir snillingar í þessu. Aðalatriðið hér er að væri það rétt, að sláturhús séu þær gróðastofnanir, sem þarna er gefið í skyn, þá hlyti að verða að vænta þess að í reikningum kaupfélaganna kæmi fram af þeim verulegur hagnaður. Þessi hagnaður ætti þá að sjást í reikningum þeirra. Svo er skemmst af að segja að ég kannast ekki við að hafa heyrt um að kaupfélögin hafi þann stórgróða, sem hér er gefið í skyn, af þessum rekstri. Ef þessi arður á að vera fyrir hendi þá er því enn ósvarað hvar hann komi fram. Þessum ásökunum, sem raunverulega fela það í sér að kaupfélög hafi stórfé af bændum með röngum kostnaðarreikningi, verður því að vísa beina leið heim til föðurhúsanna. Og þarna er aukheldur að því gætandi að kaupfélögin eru lýðræðisleg félög, með stjórnum, endurskoðendum og aðalfundum. Eigum við virkilega að trúa því að allir þessir aðilar bregðist svo gjör- samiega hlutverki sínu að þeir láti það viðgangast að stór hópur félagsmanna sé arð- rændur á kostnað heildarinn- ar? í rauninni er þessi spurning fráleitari en svo að hún sé svara verð. Ég held þess vegna að höfundur greinanna þriggja verði að finna sér sterkari rök- semdir ef hann ætlar að sann- færa okkur, sem næst samvinnuhreyfingunni stönd- um og eigum að heita þar hnútum kunnugir, um að mál- um hennar sé eins háttað og hann lýsir. 67 ára gamalt sónnunargagn { öðru lagi dregur höfundur greinanna fram „sönnunar- gagn“ fyrir því að Samband ísl. samvinnufélaga sé orðið að bákni sent varpi skugga yfir allt atvinnulíf landsins. Þetta „sönnunargagn" er frásögn, sem hann fann í bók, af því að bankastjóri, sem skipaður var við Landsbankann árið 1917, hafi tekið upp þá stefnu að lána kaupfélögum til jafns við kaupmenn og tryggja þannig hvorum um sig af þessum sam- keppnisaðilum rekstrarfjár- magn til jafns við hinn. Greinahöfundur er fræði- maður, og því hlýtur hann að vita að heimildir sínar verða menn að vega og meta með fyllstu gagnrýni og sam- viskusemi. Hver einasti maður, sem fæst við skrif á opinberum vettvangi, verður að sýna lesendum þá virðingu að gæta þess að draga ekki aðrar og meiri ályktanir af heimildum sínum en þær í raun og sannleika leyfa. Þetta læra menn m.a. yfirleitt á fyrsta ári í háskóla. Og eigum við virkilega að trúa því að höfundur grein- anna ætlist til þess í fullri alvöru að menn gleypi það hrátt að eitt sextíu og sjö ára gamalt dæmi, um að e.t.v. hafi verið beitt pólitískum þrýstingi til að jafna rétt tveggja sam- keppnisforma til lánsfjár úr helsta ríkisbanka landsins, sanni það að nú í dag sé öll samvinnuhreyfingin risi á brauðfótum sem haldið sé uppi með pólitískum stuðningi eins stjórnmálaflokks? Framsetn- ing hans er að vísu óskýr, en þetta er það sem ég fæ greini- legast út úr málflutningi hans í títtnefndum greinum. ■ Dr. Eysteinn Sigurðsson, ritstjóri. Lánsfé til bænda í þriðja lagi heldur höfundur greinanna því fram að fyrirtæki samvinnumanna standi í skjóli ríkisins og í krafti þess hafi runnið til þeirra stórar fjárupp- hæðir, sem teknar séu frá sparifjáreigendum, skattgreið- endum og bændum. í þessu sýnist höfundur vera að vitna til blaðaumræðu sem varð hér fyrr á árinu. Hún spratt upp af því að rekstrar- og afurðalán, sem veitt eru til að brúa bilið frá því afurðir bænda falla til og þangað til andvirði þeirra skilar þér, eru greidd í gegnum afurðasölufélögin. Um það var deilt þarna hvort þessu ætti að breyta, hefja greiðslur á þess- um lánum beint til hvers bónda um sig og láta valdboð stjórn- valda ráða þar um. Það sem skiptir meginmáli hér er að í greinunum þremur verður ekki betur séð en því sé blákalt haldið fram að slík lán, sem fara um hendur kaupfélag- anna, skapi samvinnurekstrin- um ótakmarkaðan aðgang að gífurlegufjármagni. Þettafjár- magn noti hann síðan, ásamt gróðanum af sláturhúsunum, til þess að greiða niður vöru- verð í verslunum KEA á Akur- eyri og í Miklagarði í Reykja- vík, að því er höfundur segir berum orðum. Samkvæmt því sem áður segir hlýtur að eiga að skilja þetta síðasta þannig að afurðasölukaupfélögin af- hendi gróðann, sem þau eiga að hafa af siáturhúsunum, ásamt rekstrar- og afurðalán-' unum, beint til KEA á Akur- eyri og til Miklagarðs sf. í Reykjavík. Af slíkum greiðslum hef ég hins vegar aldrei heyrt og verð því að biðja um nánari skýringar. Máttur samtakanna Hér er því að ýmsu að gæta. Fyrst og fremst verður þó að taka tillit til þess, að hverju sem menn kunna að vilja halda fram öðru, þá er það staðreynd að bændur hafa sjálfir valið þann kost að reka afurðasöiu sína og verslun að yfirgnæfandi meirihluta í eigin samvinnufé- lögum. Þar stjórna þeir málum sínum sjálfir og tryggja sér að raunverulegt söluverð afurð- anna skili sér heim aftur. Ef misbrestur kynni að verða á hefðu þeir alla möguleika til að beita rétti sínum sem eig- endur og láta leiðrétta málin. Þetta er að flestra viti ástæða þess að sláturhús og mjólkur- bú hér á landi eru yfirleitt rekin af samvinnufélögum en ekki eínkaframtaksmönnum eða kaupmönnum. Þar hafa menn í framkvæmd tekið þann ávinning, sem samtakamáttur- inn veitir, fram yfir aðra val- kosti. Sömuleiðis má ekki gleyma þeirri einföldu staðreynd að það, sem hér verður að taka mið af, er vilji bænda sjálfra. Það er í samræmi við alla þróun liðinna ára og starfs- venjur kaupfélaganna að bændur láti þau veita sér þá þjónustu að taka þessi lán og skila andvirðinu í reikninga

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.