NT


NT - 07.09.1984, Síða 6

NT - 07.09.1984, Síða 6
dálkurinn . Heilbrigð samkeppni ■ Eftirfarandi klausa er fengin að láni úr blaðinu Bæjarbót í Grindavík: „Pað hefur verið áberandi á undanförnum árum hve illa verktökum bæjarins hefur gengið að skila af sér verkum á tilsettum tíma. Frá þessu eru þó undantekningar. Blaðið hefur eftir áhrifamanni innan bæjarstjórnar að það sé ef til vill tímabært að utanaðkomandi verktakar fái verk hér svo heimamenn sjái að sér og gæti betur að tímatakmörkunum verkanna.“ - Bæjar-bót (Grindavík) Veitingar í verkalýðshöll ■ Dagur greinir frá töluverðum áhuga veitingamanna á rekstri veitingastaðar sem fyrirhugaður er á efstu hæð verkalýðshallarinnar á Akureyri. Ekki færri en fimm aðilar lýstu áhuga á þessum rekstri og eru umsóknir nú til skoðunar hjá verkalýðsforystunni. í Degi segir „Þeir sem sóttu um voru Rósa Sigurlaug Gestsdóttir, Björn Arason, í þriðja lagi þessir þrír: Þórður Pálmason, Haukur Tryggvason og SigmundurEinarsson. ífjórða lagi voru þessi fimrn: Hafþór Helgason, Laufey Sigurðardóttir, Friðjón Axfjörð, Guðlaug Ottesen og Zophanías Árnason. Degi er ekki kunnugt um hver fimmti umsækjandi er.“ - Dagur (Akureyri) Hamagangur aHöfn ■ „Hér er nú allt stopp í byggingaframkvæmdum ekki sótt um eina einustu íbúðarlóð, sagði Árni þegar Þjóðviljinn spurði hann um framkvæmdir á Höfn." Þjóðviljinn ræðir við Árna Kjartansson byggingafulltrúa Austur-Skaftafellssýslu, sem segir að að því hafi hlotið að koma að þenslan sem þar var minnkaði. Arni segir: „Það mátti að sjálfsögðu hægja á þessum voðalega hamagangi sem hér var. Afkoman byggðist á botnlausri vinnu við fiskinn." - Þjóðviljinn (Reykjavík) Andrés Önd í Noregi ■ Loks ein úrklippa úr Alþýðublaðinu: „Andrés Önd hefur reitt Norðmenn til reiði með framkomu sinni. í einu bíóhúsanna í Osló er sýnd syrpa af gömlum og nýjum Disneystuttræmum. í einni ræmunni á Andrés í útistöðum við tvo íkorna og til að þagga niður í þeim kastar hann að þeim sprengju. Springur hún með miklum dyn og myndar reykurinn sem af henni hlýst hinn þekkta svepp sem kjarnorkusprengjan hefur í för með sér. Þykir ýmsum sem vonlegt er húmorinn ansi svartur og varla við hæfi barna." - Alþýðublaðið (Reykjavík) Föstudagur 7. september 1984 6 Heimaslóð ■ Það er ekki bara í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem menn búa við þvílík landgæði að þeir geti látið sauðfé sitt ganga sjálfala árið um kring. Á syðsta sauðfjárbúi íslands gengur féð algerlega sjálfala svo auk þess að geta látið kostnaðarsamar fjárhúsabyggingar eiga sig sleppa „bændurnir" einnig við allt heyskaparstúss og áhyggj- ur af sunnlenska rosanum. Áf ofbeit og uppblæstri hafa „bændur" þessir heldur ekki áhyggjur - þvert á móti. „Sauðfjárræktin hjá okkur er ekki kjötframleiðsla heldur gróðurvernd og gatnagerð,“ segir einn þessara lánsömu „bænda“. Gósenland það sem hér um ræðir er Suðurey - ein af syðstu eyjum Vestmannaeyja og er búskapurinn þar í eigu veiðifélags Suðureyjar, sem er sjálfseignarfélag um 20 Vestmannaeyinga sem afnot hafa af þessari paradísareyju og eyða þar flestum sínum frístundum á sumrin. Auk af- urðamikils sauðfjár gefur eyj- an þeim nokkur þúsund lunda á ári hverju. Fréttaritari NT í Vest- mannaeyjum varð þeirrar ánægju aðnjótandi í sumar að fá að slást í för með „Suðureyj- arbændum“ út í ævintýraeyj- una þeirra. Erindið að þessu sinni var m.a. að rýja féð. Suðurey er óvönum hreint ekki árennileg uppgöngu. Fyrst þarf að klífa um 40 metra hátt snarbratt bergið og síðan tekur brekkan við ekki minna brött og eintómt karga- þýfi þar sem hún er þéttsetin lundabyggð. Hver þúfa er mjög losaraleg og því hvergi öruggt að stíga niður fæti - ■ Einn veiðimannanna með háfinn á lofti. NT-rayndir Inga W!«W 'í' ; Ævintýra. ferð í Suðurey: ... ■ .... ,. ••••"•••«- ■ .v,.- •• ' ' .. ,.. .^. .•**0isáKim>r-r-• .r*.,s*.. — ; -■ " - ., . ..■>'V ". • * ' '~-~v ■”*,' «• ,,r , , ^ sw.~" . y'. .. ' "■" ' sv' v ", s\V"S» alltaf þarf að treysta sig í spori. Þegar svo upp er komið tekur við allt annað landslag, sléttara og betra, og þar heldur féð sig að mestu leyti. Þar uppi hafa Suðureyjarbændur líka smám saman komið sér upp myndar- legum skála, og getur maður gert sér í hugarlund þá þraut- seigju og þann tíma sem þurft hefur til að hífa allt efni í hann á handaflinu einu upp á eyna, sem og öll matföng og annan búnað sem „eyjabændur" þurfa að hafa með sér þangað hverju sinni. í Suðurey voru kindur á árum áður, 50 sauðir í vetrar- beit og um 100 fullorðnar kind- ur í sumarhögum samkvæmt gamalli ítölu, en lagðist svo af upp úr 1965. Það hafði þau áhrif að sögn Suðureyjar- manna, að um 10-15 árum síðar var eyjan öll að fara í órækt af baldursbrá og hvönn m.a. Þessar plöntur ná yfir- höndinni yfir grasinu á sumrin, en hverfa síðan að hausti og skilja þá eftir sig moldarsvörð. Vatn og vindur á þá greiðan aðgang að jarðveginum og sóp- ar honum burtu þar sem bratt- lent er. Þar sem grasið hélt velli hlóðst á hinn bóginn upp margra ára sina og þar með ákveðinn laus massi í hlíðun- um. Þegar hann kemst í vissa hæð fer jafnvægið úr skorðum og jarðvegurinn fer að skríða niður hlíðarnar. - Okkur veiðimönnunum hér þótti þetta ótækt. Við tókum okkur því til árið 1980 og keyptum 10 gimbrar fæddar í Bjarnarey, sagði Hermann Einarsson, einn Suðureyjar- bændanna. Við gáfum þessum ám síðan hrút í jólagjöf árið 1981 og þær launuðu fýrir sig í Suðurey þarf féð hvorki hús né fóður: Gróðurvernd og gatnagerð - segja Suðureyjarbændur um fjárbúskapinn í eynni ■ Þær Sigurborg og Þórdís stoltar af fyrstu lundunum sem þær hafa veitt. ■ Að komast úr og í Suðurey er ekki árennilegt fyrir óvana a.m.k. Farið var að brima þegar haldið var heim úr ferðinni og varð að sæta lagi til að komast út í bátinn sem skoppaði við klettana.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.