NT - 07.09.1984, Blaðsíða 8

NT - 07.09.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 7. september 1984 8 Skuldakreppan í algleymingi Er fjármálakerfi Vesturlanda á barmi algjörs hruns? ■ Boðað hefur verið eins dags allsherjarverkfall í Ar- gentínu til að mótmæla stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Frá Mið- og Suður-Ameríku berast nær daglega fréttir af blóðugum mannvígum og götubardögum. I efnahagsmál- um er gripið til strangra „að- haldsaðgerða“ til að sporna við skuldasöfnun ríkisstjórna. A sama tíma hriktir í bankakeríí Vesturlanda. Allsherjar verk- fall var boðað í Bólivíu. Fyrr á þessu ári mótmæltu milljónir manna í Sao Paolo linkind ríkisstjórnar hershöfðingjanna í Brasilíu í samningaviðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. í Bandaríkjunum hrjáði fjár- magnsflótti einn stærsta banka landsins, Continental Illinois. Fólk seldi hlutabréf sín í bank- anum og tók út innistæður sínar unnvörpum af ótta við að lán ' bankans til rómönsku- Ameríku yrðu aldrei endur- greidd. Um þessar mundir er þessi banki rekinn með óopin- berri aðstoð ríkisstjórnarinn- ar. Aðrir helstu bankar Banda- ríkjanna hafa einnig mátt horfa upp á fjármagnsflótta. í maí féllu hlutabréf um 11% í verði á einum degi, í einum stærsta banka Bandaríkjanna, Manu- facturer’s Hanover. Svipaða sögu er að segja af mörgum evrópskum bönkum sem lánað hafa fé til ríkja rómönsku- Ameríku. Er eitthvert sam- hengi milli óróa í þessum hcimshluta og vanda vestræns bankakerfis? Alþjóðlega skuldakreppan hófst fyrir um tíu árum. Hækk- un olíuverðs 1973 og ’74 jók þá alþjóðlegu efnahagskreppu sem hófst undir lok 7. ára- tugarins og kom meðal annars fram í samdrætti í alþjóðavið- skiptum, hruni á verðbréfa- mörkuðum, atvinnuleysi og að framleiðslugeta Vesturlanda var vannýtt. í olíukreppunni veiktist staða iðnríkjanna gagnvart olíuframleiðsluríkj- unum (OPEC). Sá tilflutning- ur auðæfa, sem fylgdi í kjölfar- ið, skapaði mikið þenslu- og blómaskeið í flestum OPEC- löndunum. Hagvöxtur t.d. í Líbýu varð að meðaltali 10% á ári. Svartnættið tók hins vegar við í iðnríkjunum en varð þó geigvænlegra í mörg- um þeim þróunarlöndum sem ekki framleiða olíu. Meginuppistaðan í innflutn- ingi þessara „olíuþurru þróun- arlanda“ er ýmis konar rekstr- arvörur, nauðsynlegar fram- þróun efnahagskefis þeirra (vélar, dráttarvélar o.s.frv.) ásamt hráefnum (olía þar með talin). Olíuverðshækkunin neyddi olíusnauðu þróunar- löndin til að draga verulega úr lífsnauðsynlegum innflutningi eða auka verulega útflutnings- tekjurnar með einum eða öðrum hætti. En þar sem efna- hagskreppa ríkti á Vestur- löndum var erfitt fyrir olíu- snauðu þróunarlöndin að auka þangað útflutning sinn. Petta var þeim mun alvarlegra því Vesturlönd eru stærsti útflutn- ingsmarkaður þessara ríkja. Það jók enn meira erfiðleika þessara ríkja að tollamúrar voru reistir á Vesturlöndum gegn innflutningi frá olíuþurru þróunarlöndunum. Fáeinum þessara ríkja tókst þó að auka útflutning sinn, en flest þeirra áttu aðeins einn kost, þ.e. að taka erlend lán í von um að efnahagsþróunin í framtíðinni gerði þeim kleift að greiða skuldirnar. Vestrænir viðskiptabankar voru hins vegar úttroðnir fjár- magni. Ríkisstjórnir olíuríkja OPEC , fyrirtæki og einstakl- ingar ávöxtuðu nýfenginn auð sinn með því að leggja fé inn í þessa banka. Bankarnir leituðu nú möguleika til að lána þetta fé út. Lán til ríkis- stjórna olíusnauðu þróunar- landanna, opinberrafyrirtækja og sveitarstjórna virtust vænsti kosturinn. Þessi lönd þurftu á Iánum að halda og voru tilbúin að greiða tiltölulega háa vexti. Það virtist áhættulaust að lána ríkjum og opinberum aðilum. Lán vestrænna viðskiptabanka til þessara ríkja jukust óhemjulega eða um 23% ár- lega frá 1975 til 1982. Blaðran springur Skuldagreiðslurnar urðu brátt mikill baggi á efnahagslífi þessara ríkja og vandamálin urðu enn erfiðari þar sem verð á útflutningi landanna til Vest- urlanda lækkaði í kjölfar efna- hagssamdráttarins á Vestur- löndum. Þróuðu iðnríkin og OPEC-Iöndin komu þeim hins vegar ekki til hjálpar. Meiri- háttar olíuverðshækkun var ákveðin 1979. Enn frekari samdráttur varð nú í útflutn- ingi olíuþurru þróunarland- anna og mörg þeirra áttu nú enga möguleika á að greiða skuldir sínar. Ástandið var sérstaklega slæmt í löndum Mið- og Suður- Ameríku og Mexico (sem þó framleiðir olíu). Á fyrstu árum þessa áratugar var staðan orðin sú að það hefði kostað þessi lönd tveggja og hálfs árs út- flutningstekjur óskertar að greiða skuldirnar, þ.e. að því gefnu að skrúfað hefði verið fyrir allan innflutning um leið. Skuldirnar voru orðnar jafn- virði þriðjungs þjóðartekna. Skuldakreppan^var skollin á. Skuldakreppan: Fyrri hálfleikur Fyrstu viðbrögð viðskipta- bankanna á Vesturlöndum voru að draga verulega úr frekari lánum til landanna. En slík stefna hefði getað komið í veg fyrir að nauðsynleg lán yrðu veitt til endurgreiðslu á fyrri skuldum. Á árinu 1982 var Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn (AGS) alvarlega flæktur í málin. Meginuppistaðan í AGS kemur frá þróuðu kapítalísku iðnríkjunum og stefna hans, ólíkt stefnu Sameinuðu þjóð- anna, er mótuð af þessum kapítalísku ríkjum. 46% at- kvæða í sjóðnum eru í höndum stærstu ríkjanna (Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Japan, V-Þýska- lands og Ítalíu). Stefna AGS er yfirleitt samhljóða ríkjandi afstöðu banka og fjármála- stofnana þessara landa. Þetta gilti einnig um afstöðu sjóðsins gagnvart skuldakreppunni. Stefna Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins var að koma á harðari skilyrðum fyrir frekari lánum skuldalandanna. Skilyrðin fólu m.a. í sér að skuldir yrðu greiddar á tilsettum tíma; inn- flutningur yrði skorinn niður; verð á grundvallar neysluvör- um eins og olíu yrði hækkað; opinber útgjöld yrðu skorin niður; þróunar- og fram- kvæmdaáætlunum yrði slegið á frest; löndin yrðu opnuð enn frekar en áður fyrir vestrænum fjárfestingum og tekjur út- flutningsaðila yrðu auknar með samsvarandi gengis- stefnu. Á engan hátt var stuðl- að að ódýrari lánum eða tekist á við þann vanda sem að lönd- unum steðjaði vegna lágs verðs á útflutningsvörum þeirra. Skuldaríkin gengu ekki öll að þessum skilyrðum en öll helstu ríkin gerðu það. Svo virtist sem AGS og vestrænu við- skipta- og seðlabönkunum ■ Paul Alfonsin Argentínuforseti og Isabel Peron. Síðastliðinn mánudag var allsherjarverkfall í einn sólarhring í Argentínu til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarínnar og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. hefði tekist að leysa skulda- kreppuna. En lausnin var að- eins skammtímalausn. Skuldakreppan: Síðari hálfleikur I ársbyrjun 1984 var mælir- inn fullur hjá helstu skuldaríkj- unum. Ríkisstjórnirurðu mjög óvinsælar af að fylgja stefnu AGS og hún reyndist skaðleg efnahagskerfi landanna. Heildarframleiðsla Mexíkó minnkaði um 4% á einu ári. Brasilía greiddi andvirði helm- ings útflutningstekna sinna í skuldir. Og þrátt fyrir allar fórnirnar höfðu skuldir ríkj- anna aukist. Þessi aukning stafaði þó ekki af slæmri efna- hagsstjórn eða stjórnarstefnu skuldaríkjanna. Frá ársbyrjun 1982 til ársbyrjunar 1984 var útflutningur ríkja rómönsku- Ameríku meiri en innflutning- ur. Að þessu leyti fylgdu þau gaumgæfilega einni helstu kröfu AGS. Ástæða skulda- aukningarinnar var að raun- vextir hækkuðu. Flest lánin voru miðuð við Bandaríkjadali með endurgreiðsluvöxtum sem breyttust um leið og vextir í Bandaríkjunum breyttust. Um leið og vextir þar hækkuðu jukust skuldirnar. Lausnir AGS reyndust máttlitlar eða rangar. Borgum ekki Snemma árs 1984 var orðið ljóst að mörg skuldaríkjanna gátu ekki enduigreitt skuldir sínar á tilsettum tíma. Nígería, Filipseyjar, Perú, Argentína, Bólivía, Dóminikanska lýð- veldið og fleiri ríki virtust vera í þessari stöðu. Stjórnmálaleg- ar væringar í ríkjunum ásamt hinum háu vöxtum í Banda- ríkjunum stuðluðu að því að kröfur urðu háværar í skulda- ríkjunum um breytta stefnu þeirra í samningum. Þessi ríki gerðu nú kröfur um mun hag- stæðari lánsskilyrði. Skulda- ríkin höfðu reynt stefnu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeim hafði tekist að draga úr inn- flutningi og auka útflutning á kostnað sárfátækrar alþýðu. En kreppan hafði dýpkað vegna þess að vextir í Banda- ríkjunum voru háir. Skulda- ríkin ásökuðu Bandaríkja- stjórn fyrir þessa háu vexti. Bandaríkjastjórn ákvarðar í grófum dráttum annars vegar hvernig vextir þróast í Banda- ríkjunum og hins vegar, í samráði við bandamenn sína, hver stefna AGS er. En Bandaríkin ráða yfir 20% at- kvæða í sjóðnum. Tími átaka var runninn upp; þjóðlegir hagsmunir skuldaríkjanna voru í veði. Um nokkurt skeið höfðu átt sér stað viðræður fulltrúa skuldaríkjanna um sameigin- legar aðgerðir. Staðhæft var að sameiginleg stefna ríkjanna myndi leiða til hagstæðari lána og styrkja langtímastöðu olíu- þurru þróunarlandanna. í lok mars 1984 fékk hugmyndin um harðari samningastefnu og aukna samvinnu skuldaríkj- anna byr í seglin. Argentína Yiwmaður I Um leiðir til að draga úr Jspennu á Norður-Atlantshafi ■ Upp á síðkastið hafa ís- lensk blöð, þar á meðal „Nú- tíminn“, fjallað rnikið um ör- yggismálin á Norður-Atlants- hafi, en þau mál eru nú í brennidepli. Af kunnum ástæðum láta Sovétríkin sér annt um þau. Hvert er sjón- armið Sovétríkjanna í þecsum málum? Hver studdi og hver studdi ekki ákall Allsherjarþings SÞ? Leitin að leiðum til að draga úr vígbúnaði á Norður-Atl- antshafi og nálægum svæðum verður umfangsmeiri með hverju árinu sem líður. Ein sönnunin um það er ákall nýaf-‘ staðins Allsherjarþings SÞ, þar sem hvatt er til þess að hefja. viðræður um takmörkun og niðurskurð vígbúnaðar á haf- inu, einkum á svæðum, þar sem um liggja miklar siglinga- leiðir. Atlantshaf og einkum norðurhluti þess er, sem kunn- ugt er, eitt af slíkum svæðum heimshafanna. Sovétríkin studdu þetta ákall SÞ. Auk þess lagði And- rej Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna til í bréfi til framkvæmdastjóra SÞ. sem birt var í dagblaðinu „Prövdu“ þann 15. apríl sl. fyrir hönd Sovétríkjanna að þegar í stað yrði samið um að ekki yrðu auknar hernaðaraðgerðir á sjó á þeim svæðum heimshaf- anna, þar sem hætta er á átökum, að afnumið yrði það ástand þegar herflotar eru um langa hríð fjarri heimahöfnum sínum og fjarlægð skip, sem bera kjarnorkuvopn af vissurn svæðum. Sovétríkin voru reiðubúin til að ganga enn lengra - að takmarka fjölda herskipa af vissum gerðum og athuga ráðstafanir á sviði eftir- lits með framkvæmd þeirra skuldbindinga, sem aðilar tækju á sig. Bandaríkin og önnur lönd í vestri töldu því miður ekki nauðsynlegt að svara þessum tillögum Sovét- ríkjanna. Því miður, vegna þess að þessar ráðstafanir hefðu að verulegu leyti getað stuðlað að takmörkun og niðurskurði hernaðaraðgerða á hafinu, þó að þær hefðu aðeins átt við um Norður-Atl- antshaf, svæði, þar sem um er að ræða miklar skipaferðir og veiðar, og þar með stuðlað að auknu öryggi og stöðugleika í löndunum þar í kring. Vilji almennings og leynilegir sáttmálar Á undanförnum árum (þetta hefur oftar en einu sinni komið fram í íslenskri pressu) hefur hlutverk friðarhreyfinga aukist mikið. Almenningur krefst þess að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir í þágu ör- yggis til að takmarka vígbún- aðarkapphlaupið, sem þrungið er möguleika á því að upp komi ný heimsstyrjöld. Ríkis- leiðtogar nokkurra landa láta í ljósi einlægan kvíða vegna þróunar mála á alþjóðavett- vangi. Það álit hefur orðið útbreitt að á okkar tímum megi ekki ná almennu öryggi á kostnað vígbúnaðarkapp- hlaups og kjarnorkuyfirburða umfram andstæðinginn. P. vayránen, utanríkisráðherra Finnlands hafði alveg rétt fyrir sér er hann sagði að öryggi væri hægt að tryggja eingöngu með því að takmarka og draga úr kjarnorkuvígbúnaði. Því miður eru ekki allir á þessari skoðun og um það vitna m.a. kafbátavarnarkerfi NATO, sem komið hefur verið fyrir á Norður-Atlantshafi, stýri- flaugar, sem ætlaðar eru til fyrstu árásar, og Bandaríkin hafa komið fyrir í löndum í Vestur-Evrópu, svo og leyni- legir sáttmálar, sem undirrit- aðir hafa verið af Bandaríkjun- um við Noreg og Danmörku og binda þessi lönd til að láta flugvelli sína undir bandaríska

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.