NT - 07.09.1984, Page 9

NT - 07.09.1984, Page 9
Vettvangur ■ Frá Bólivíu. Fólksflótti úr sveitum í borgirnar er mikill. Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og iðnríkjanna stendur fram- þróun fyrír þrífum. átti að endurgreiða miklar fúlgur 31. mars og þarfnaðist nýrra lána en vildi ekki ganga að hinum hörðu kjörum AGS. Það var fyrirséð að ekki gæti orðið úr endurgreiðslunum. Á gjalddögum tóku Brasilía, Kólumbía, Venesúela og Mexíkó sig saman og veittu Argentínu 300 milljón dollara lán til skamms tíma. Banda- ríkjastjórn óttaðist nú að staða Argentínu gæti leitt til öng- þveitis í fjármálakerfi Banda- ríkjanna og veitti Argentínu lán til móts við þessi skamm- tímalán. Argentína var nú í mun sterkari stöðu og hóf aftur viðræður við vestræna viðskiptabanka og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Samstarf skuldaríkjanna var í burðar- liðnum. Síðla júnímánaðar var hald- in meiriháttar ráðstefna 11 ríkja í rómönsku-Ameríku og ríkja við Karabíska hafið. Ráðstefnan var haldin í Car- tagena í Venesúela. Ráðstefn- an hafnaði mörgum af róttæk- ustu kröfum Argentínu og fleiri ríkja, en hún markaði þó tímamót. Ráðstefnuríkin kröfðust stórkostlegrar niður- talningar vaxta og skilyrða á lánum frá AGS; að endur- greiðslur yrðu bundnar við ákveðið hlutfall af útflutnings- tekjum; stofnaður yrði sér- stakur alþjóðlegur sjóður sem hefði það hlutverk að draga úr áhrifum háu vaxtanna og veita skuldaríkjunum ýmis konar aðstoð. Þessi afstaða var í mikilli andstöðu við afstöðu vestrænna iðnríkja. Vestrænir bankar og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn Nokkrum vikum fyrir Car- tagena-ráðstefnuna héldu helstu leiðtogar kapítalísku iðnríkjanna fund í London. Fundurinn komst að niður- stöðu um mjög ólíka stefnu. í grundvallaratriðum var „efna- hagsyfirlýsing“ fundarins í samræmi við fyrri stefnu. Hinir vestrænu leiðtogar lögðu þunga áherslu á að „aðstoða skuldaríkin við að gera nauð- synlega stefnubreytingu í efna- hags- og fjármálum", og var þá átt við að ríkin gengju að kröfum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. í lokayfirlýsingu fundarins var lögð sérstök áhersla á að skuldaríkin opn- uðu dymar fyrir fjárfestingum fyrirtækja í iðnríkjum Vestur- landa. í samræmi við hagsmuni hinna vestrænu viðskipta- banka var ekkert nýtt sett fram um skuldir ríkjanna. Þessi stefna leiðtoga iðnríkj- anna vakti mikla og almenna reiði í skuldaríkjunum. Vest- rænir viðskiptabankar voru eftir sem áður í sjálfheldu. Þeir hafa í meginatriðum mót- að stefnu vestrænna ríkis- stjórna og AGS. En nú vilja þeir fá lánsféð endurgreitt. Þeim er ljóst að þenslan í lánsviðskiptum við olíusnauðu þróunarlöndin er á enda og sömuleiðis sá gífurlegi gróði sem þeim fylgdi. En þeim er jafnframt ljóst að skuldaríkin geta ekki endurgreitt öll lánin eins og efnahagsaðstæður eru nú. Ef bankarnir hætta að lána skuldaríkjunum, geta þeirekki átt von á að fá útistandandi lán endurgreidd. Auk þess er um það rætt í greinum í fjármála- blöðum og ritum að bankam- ir hafi ekki lagalegar forsendur til að endurheimta féð. En þróunin á fjármálamörk- uðum að undanfömu ógnar stöðugleika helstu viðskipta- banka Vesturlanda. Afskipti ríkisvaldsins af fjármála- mörkuðum á Vesturlöndum hafa minnkað á undanförnum árum og viðskiptin orðið „frjálsari“. Ein afleiðing þessa er að bankar hafa stækkað óðfluga og orðið að alþjóð- legum stórfyrirtækjum, jafn- framt því sem samkeppni milli þeirra hefur aukist. En aukin samkeppni eykur líka líkurnar á að bankar verði gjaldþrota. Hvererstaðannúna? Skuldakreppan er endan- lega komin upp á yfirborðið. Verði stefnu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og iðnríkjanna hald- ið til streitu enn um sinn munu skuldaríki ekki geta staðið undir endurgreiðslunum. í þessari stöðu er fjármagns- flóttinn frá Continental Illinois aðeins fyrsta dæmið. Gjald- þrot banka gætu orðið tíð áður en hið vestræna fjármálakerfi getur aðlagast aðstæðunum. Ef þetta gerist verður snöggur endir á hinum öra hagvexti sem Bandaríkin búa nú við og kreppan ríður aftur í garð. Það væri „lausn markaðarins“. Vestrænir viðskiptabankar munu vafalaust æskja lausnar á skuldakreppunni sem felur það í sér að ríkisstjórnir iðn- ríkjanna taki á sig verulegan fjárhagsskaða með því að veita skuldaríkjunum ódýr lán eða með einhverjum öðrum hætti. Með þessu, ásamt því að neyða harðri aðlögunarstefnu AGS upp á skuldaríkin, fengju við- skiptabankarnir lánin endur- greidd. En fyrri leiðin er í andstöðu við þá stefnu pen- ingamagnshagfræðinganna (monetarists) og bankanna sem AGS og ríkisstjórnir kapítalísku ríkjanna hafa fylgt.1' En hvaða bandarískur stjórnmálamaður myndi veita bönkunum og skuldaríkjunum aðstoð á ári forsetakosninga í Bandaríkjunum. Slík stefna myndi auka ríkisútgjöld veru- lega. En stjórnmálakreppa Föstudagur 7. september 1984 9 fylgir gj arnan fj ármálakreppu. Hugsanlega verður komið til móts við kröfur skuldaríkj- anna. Það kann að vera að Bandaríkjastjórn telji utanrík- isstefnu sinni best borgið með einhverjum tilslökunum - sér- staklega hvað varðar ró- mönsku-Ameríku. Staðan í málefnum Suður-Ameríku er slík að Bandaríkin vilja vafa- laust ekki skapa sér aukna óvild ríkjanna. Bandaríkja- stjórn er ef til vill tilbúin til verulegra fórna til að tryggja að fjármálakerfi Bandaríkj- anna verði ekki fyrir veru- legum áföllum og bandamenn þeirra í rómönsku-Ameríku styggist ekki. En slík stefna gæti skapað erfiðleika heima fyrir. Það verður ekki vinsælt að hygla bönkunum og útlend- ingum á kostnað bandarísks efnahagslífs og opinberra út- gjalda. Ein leið, sem rædd er í hinum vestræna fjármála- heimi, þótt leynt fari, er að verðbólga sé aukin í iðnríkjun- um. Slíkt myndi leiða til þess að raunskuldir skuldaríkjanna minnkuðu. Það væri sambæri- legt við það sem gerðist 1974- 75. En í núverandi efnahags- stefnu í flestum iðnríkjunum er lögð höfuðáhersla á hjöðnun verðbólgu. „Róttækar" lausnir eru þó ólíklegar: Mitterand Frakk- landsforseti lagði til fyrir rúmu ári að ný Bretton Woods ráð- stefna yrði haldin með það fyrir augum að ræða umfangs- miklar breytingar á alþjóðlega fjármálakerfinu. Þetta frum- kvæði var að engu haft. Fram- sækin stefna í alþjóða gjaldeyr- ismálum getur aðeins byggst á nýju hlutverki Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Sjóði hans ber að nýta til aðstoðar illa stæðum þjóðum. Þá ber að nota til að skapa almenna þenslu í heims- framleiðslunni og til að sporna við samdrætti og kreppu. Að- eins langtímalausnir af þessu tagi geta leyst skuldakrepp- una. í fyrstu yrðu vestrænir viðskiptabankar og ríkisstjórn- ir að taka á sig miklar byrðar en til langs tíma litið getur aðeins bætt og aukin efnahags- starfsemi - bæði í iðnríkjunum og olíuþurru þróunarlöndun- um - auðveldað leiðina út úr ógöngum skuldakreppunnar. En slík leið verður ekki farin meðan peningamagnshag- fræðin (monetarism) liggur til grundvallar stefnu vestrænna iðnríkja og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. 1) Sjá viðtal við Birgi Björn Sigurjónsson um Friedman og peningamagnshagfræðina í NT1/9 '84. (Stuist vift grein David Green: The Great Crash of '84?). Vinnsla: ívar Jónsson. flugvélaflota, sem eiga að koma til Evrópu er til svokall- aðs neyðarástands kemur og verður með kjarnorkuvopn um borð. Það sem talið er hér að framan getur ekki verið dæmi um viðleitni til að draga úr spennu á Norður-Atlantshafi. Væri ekki betra að styðja ákall 38. Allsherjarþings SÞ, sem áður hefur verið minnst á, þar sem hvatt er til að hefja við- ræður um takmörkun og niður- skurð vígbúnaðar á hafi í stað þess að undirrita leynilega sátt- mála? Ef hafðir eru í huga öryggishagsmunir þjóðanna, sem byggja strendur Atlants- hafsins, þ.m.t. Norður-Atl- antshafsins, þá væri við hæfi að styðja ákall SÞ í einu og öllu. Hvað Sovétríkin varðar, þá hafa þau þegar gert það. Vestr- ið á næsta leik. E. Barbukho, yfirmaður APN á íslandi. Revkjavík 30.8 ’84. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð i lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Andi Verzlunarráðsins svífur yfir vötnunum ■ Síðustu mánuði hefur verið haldið uppi þraut- skipulögðum árásum gegn sölufélögum bænda í málgögnum, sem gefin eru út af forustumönnum í Sjálfstæðisflokknum. Síðast í gær er í forustugrein í Mbl. hellt úr skálum reiði og vandlætingar yfir þennan félagsskap og honum bornar flestar vammir á brýn. Það er augljóst hvað þessu veldur. Ekki er það umhyggja fyrir bændum, því að tilgangurinn er að svipta þá stjórninni á sölu afurðanna. Það er heldur ekki umhyggja fyrir neytendum því að þeim er ekki hagur í að glundroði og upplausn myndist í umræddri verslun. Það er hagur heildsöluverslana og stórra kjörbúða, sem hér er einkum borinn fyrir brjósti. Það á að brjóta sölusamtök bændanna á bak aftur í von um að það geti fært einhvern hagnað í vasa framannefndra fyrirtækja. Til að gera þetta áferðarfallegra er breidd yfir þennan áróður skikkja þeirrar frjálshyggju, sem aðallega er nú boðuð af Verzlunarráðinu og sálufé- lögum þess. Vissulega gefur þetta meira en tilefni til að íhuga áhrif þessarar frjálshyggju á gang efnahagsmála um þessar mundir. Innflutningurinn má heita frjáls og verslunin fær að safna skuldum erlendis með aðstoð hérlendra lánastofnana. Afleiðingin er svo gífurlegur halli á viðskiptum við útlönd, að ekkert annað bíður framundan en þjóðargjaldþrot, ef þessu heldur áfram. í bili sópar þetta miklum gróða í vasa vissra verslunarfyrirtækja, sem leitt hefur til mikillar fjárf- estingar og launaskriðs. Þess vegna er erfitt að standa gegn launakröfum þeirra opinberra starfsmanna, sem eru í lægri flokkunum. En þetta er ekki öll sagan. Verðlagningin hefur verið gefin nokkurn veginn frjáls í trausti þess, að aukin samkeppni leiddi til lægra verðlags. Niðurstað- an hefur orðið önnur. Verðlag hefur hækkað mun meira en kaupgjald, þrátt fyrir verulega vaxtalækk- un, sem hefði átt að lækka v.erðlagið. Sú stefna, sem Verzlunarráðið hefur verið að boða og fylgt er nú í stórum dráttum, hefur þannig haft næsta óhugnanlega fylgifiska í för með sér, eða geigvænlega erlenda skuldasöfnun og miklar hækk- anir á verðlagi umfram launahækkanir. Tilraunir samvinnufélaga til lækkunar á verðlagi, t.d. Miklagarðs, hafa sætt árásum málgagna Verzlun- arráðsins, eins og Mbl. og DV, og jafnvel hótunum um lokun eftir fá ár. Hvar endar þetta, munu margir spyrja. Það þarf að fara allt aftur til ársins 1947 til að fá svar við þeirri spurningu. Tveimur árum áður áttu íslendingar hlutfallslega meiri gjaldeyriseign erlendis en nokkur þjóð önnur. Slíkur gróði hafði safnast á stríðsárun- um. í ársbyrjun 1947 var hann allur uppurinn og meira til. í skjóli stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalagsins, sem þá hét Sósíalista- flokkurinn, hafði stefna Verzlunarráðsins fengið að njóta sín með áðurgreindum afleiðingum. Undir forustu Sjálfstæðisflokksins varð þá að grípa til ströngustu innflutningshafta og skömmtunar, sem hér hefur verið á friðartímum til þess að afstýra þj óðargj aldþroti. Á að láta þessa sögu endurtaka sig eða annað enn verra?

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.