NT - 07.09.1984, Blaðsíða 10

NT - 07.09.1984, Blaðsíða 10
■ Jón Albert Kristinsson ávarpar blaðamenn við opnun Myllunnar ■ Ný kaffistofa opnaði í Reykjavík á þriðjudaginn. Nefnist hún Café Myllan og er ti! húsa að Skeifunni 11. I tilefni af opnuninni var blaðamönnum boðið upp á léttan hádegisverð, súpu og smárétt. Eigendur kváðu Mylluna vera um miðbik verðskalans og sem dæmi um verð þar, má nefna að morgunhlað- á þriðjudaginn. borð sem verður.á boðstólum kl. 7-9 á morgnana mun kosta 120 kr. Eins og nafn staðarins bendir til eru þar borin fram „Myllubrauð". Viljirðu hins vegar halda upprunalegri áferð að þvotti loknum, skaltu blanda þvotta- vatnið og setja þvottaduftið út í á undan flíkinni og þvo hana síðan tafarlaust. Ef þú vilt leggja flíkina í bleyti skaltu fyrst fullvissa þig um að hún láti ekki lit og láttu hana svo ekki liggja lengur en klukkutíma eða í hæsta lagi tvo. ,1 Þessi vandamál eru svo sem ekki einskorðuð við ísland, heldur þekkt víða um heim, m.a. íSvíþjóðþarsem bílaeign er mikil. Fyrir u.þ.b. fjórum árum datt nokkrum einstaklingum í bænum Vásterás í Svíþjóð í hug að hægt væri að leysa bæði þessi vandmál með því að steypa þeim saman, ef svo mætti komast að orði. Þetta fólk tók sig til og stofnaði félagsskap sem það kallaði „Sambíl". í félaginu eru bæði bíleigendur og bíl- lausir. Þeir sem eiga bíla leigja þá hinum bíllausu, þegar svo is í Svíþjóð: Fólk skiptist á um bílana - og leysir með því tvö vandamál í einu. stendur á að bílleysingjana Þessi leiguviðskipti fara vantar bíl og bíleigendurnir fram eftir föstum reglum og er þurfa ekki að nota sína. 5 JL, »><'•« Cheerios "'T 'M&m m -■ • [ 8AKA«ÍK> é L omm& MATVÆLAEFNATAFLA . """" waia (M&t " l'mrf E S i wmm. '.: • >..! m Hvernig skiptast efnin í fæðunni? reynt að velja saman fólk sem býr á svipuðum slóðum, en þarf ekki að nota bíl á sama tíma. Síðan ergerðursamning- ur milli þessara aðila og segja félagsmenn að báðir spari. Sá sem tekur bílinn á leigu, greiðir fyrir afnotin, leigugjald sem samsvarar því sem það kostar að reka bílinn þann tíma sem hann hefur hann á leigu, en það gjald er að sjálf- sögðu langt undir því sem bílaleigubíll kostar. Bíleigand- inn sparar sér þá nokkurn hluta þess kostnaðar sem hann þyrfti annars að bera. Einnig eru gerðar ráðstafan- ir í sambandi við tryggingamál sem gera það að verkum að eigandinn verður ekki fyrir fjárhagslegu tjóni þótt eitthvað komi fyrir bílinn þegar hann er í leigu. í samtali við sænska neyt- endablaðið „Rád & Rön“, sögðust sumir bíleigandi fél- agsmenn hafa verið hálfragir við þetta í upphafi en flestir voru sammála um að það hefði aðeins varað skamma hríð og það virtist samdóma álit fél- agsmanna að þetta fyrirkomu-,, lag hefði gefið góða raun. Þá halda félagsmenn því fram að frá þjóðhagslegu sjón- arhorni sé þetta fyrirkomulag mun hagkvæmara en ef hver ætti sinn bíl sjálfur. ■ Þessi flík hefur hlotið ranga meðferð í þvotti. Eig- irðu flík sem á að þvo í höndunum og þig langar til að eyðileggja, er alveg upplagt að fara þannig að: Snaraðu flíkinni í vaskinn og skrúfaðu frá heita vatninu. Sáldraðu þvottaduftinu yfir, helst meðan enn rennur úr heita krananum. Láttu síðan renna úr kalda krananum sam- an við þangað til vatnið er orðið hæfilega volgt. Hafirðu heppnina með þér, hringir sím- inn eða granninn kemur til að fá lánuð egg, áður en þú skrúfar frá kalda vatninu. Hvað um það, láttu flíkina endilega liggja í bleyti a.m.k. eina tvo tíma, en helst yfir nóttina eða jafnvel lengur, áður en þú skolar úr henni og hengir hana til þerris. Sé flíkin ekki þeim mun þolnari, má nokkurn veginn ábyrjast að þér hafi heppnast að eyðileggja hana, a.m.k. ætti hún að vera orðin alveg sæmi- lega skjöldótt. ■ Nú geta þeir sem sérstakan áhuga hafa farið að fylgjast með efnasamsetningu matar- ins sem þeir láta ofan í sig. Fyrirtækið Matvælatækni hef- ur gefið út matvælaefnatöflu í stóru broti til upplímingar á vegg, sem nær yfir liðlega 100 tegundir algengra matvæla. Á bakhlið töflunnar eru kjörþyngdartöflur og ýmsar aðrar upplýsingar. Á matvælatöflunni eru hlut- föll efna í fæðutegundum sýnd með súluriti og gerir það töfl- una tiltölulega auðvelda aflestrar. Smásöluverð töflunnar mun vera rétt innan við hundrað- kallinn og fæst hún í bókabúð- um og stórmörkuðum. ■ í Vásterás í Svíþjóð leigir maður út fjölskyldubOinn þegar maður þarf ekki að 'nota hann sjálfur og sparar þannig hluta af rekstrarkostnaðinum. Föstudagur 7. september 1984 10 ■ Bílacign er mjög útbrcidd meðal íslendinga eins og flest- um er kunnugt. En þótt þeir séu tjölmargir sem eiga bíl, þá er einnig til heilmikið af fólki sem ekki telur sig hafa efni á að veita sér þennan munað. Það mun og mála sannast að bíleigendum þyki mörgum illt að búa við þann mikla kostnað sem bílaeigninni er samfara.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.