NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.09.1984, Qupperneq 12

NT - 07.09.1984, Qupperneq 12
 T B Föstudagur 7. september 1984 12 M ng Menning Pétur Jökull Pálmason Fæddur 10. janúar 1933- Dáinn 1. september 1984 ■ Skammt er milli lífs og dauða. í daglegu amstri eru þessi sann- indi að jafnaði víðs fjarri hugum manna. En þær stundir koma að þessi vísdómur altekur hugann og gnæfir öllu ofar. Og þannig varð með okkur samstarfsmenn Péturs Jökuls Pálmasonar er við spurðum sviplegt andlát hans fyrsta dag þessa mánaðar. Með honum er genginn langt um aldur fram dyggur samstarfs- maður, athugull stjórnandi og glöggur verkfræðingur. Pétur Jökull var fæddur í Reykjavík 10. janúar 1933 og var því 51 árs er hann lést. Foreldrar hans voru Pálmi Hannesson rektor Menntaskól- ans í Reykjavík og kona hans Ragnhildur Skúladóttir Thor- oddsen. Pétur var næstelstur fjögurra barna þeirra hjóna. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1953. Hann lauk fyrri hluta prófi í verkfræði frá Háskóla Islands vorið 1956 og lokaprófi í byggingarverkfræði frá Verk- fræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn sumarið 1959. Strax að námi loknu réðst Pétur til frænda síns Sigurðar Thoroddsen verkfræðings. Hann var einn af stofnendum sameignarfélagsins Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen sf. árið 1962. Pegar verkfræðistof- an setti á laggirnar fyrsta útibú sitt utan Reykjavíkurárið 1964, útibúið á Akureyri, tók Pétur við forstöðu þess og gegndi því starfi til æviloka. Starfsvett- vangur hans að námi loknu hefur þannig verið hjá sama fyrirtækinu, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir á árunum 1959-61 er hann starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkurvið eftirlit með smíði Steingríms- stöðvar við Sog. Æviágrip segir sögu en sýnir ekki mynd. Og mynd af einstakl- ingi er mjög háð athugandan- um. Sú mynd, sem hér verður reynt að draga upp af Pétri Jökfi Pálmasyni verður að sköðast í því Ijósi. Þeir eiginleikar hans sem horfa við meðeigendum að verkfræðistofunni eru meðal annars skapfesta, dugnaður og áreiðanleiki. Pétur rækti starf sitt sem deildarstjóri Akuréyr- arútibús Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen af skyldurækni ogtrúmennsku. Hannvarhrem- skiptinn og vandur að virðingu sinni. Tengsl útibús við höfuð- stöðvar voru ætíð með ágætum, og útibúið dafnaði svo undir handleiðslu hans að það er nú ámóta stórt í sniðum og höf- uðstöðvarnar voru, þegar útibúið var sett á stofn. Hann lagði ríkt á við samstarfsmenn sína á Akureyri að þeir temdu sér sjálfstæð vinnubrögð. Hann var ráðhollur þegar til hans var leitað. Hann fylgist vel með því sem var að gerast hverju sinni. En hann lagði það á vald ein- stakra starfsmanna að leysa þau 60ára afmæli ■ Sextugur verður laugar- dag 8. sept. Garðar Hall- dórsson frá Hríshóli, Vita- teig 5, Akranesi, nú starfs- maður Lífeyrissjóðs Vest- urlands. Hann tekur á móti gestum í sal stéttarfélag- anna að Kirkjubraut 40, eftir kl. 3. verkefni sem þeim voru fengin í hendur og hafa frumkvæði að því að afla þeirrar þekkingar sem nauðsynleg var hverju sinni. Pétur var ósérhlífinn maður og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til að sá rekstur sem honum var trúað fyrir væri til fyrirmyndar. Hann var góður húsbóndi sinna undirmanna en jafnframt dyggur ráðsmaður sinna samherja um rekstur verk- fræðistofunnar á Akureyri. En myndin er fjölbreyttari. Pétur var félagslyndur maður og vinafastur. Hann var kátur og hress í vinahópi og gott að eiga hann þar að. Hann var líka góður heim að sækja. Hann átti sín áhugamál langt út fyrir verk- fræðina - útivist, náttúru- skoðun, félagsmál svo eitthvað sé nefnt. En þeim málum verða engin skil gerð hér. Starfsfólk Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. sér á - bak góðum samstarfsmanni, fé- laga og vini með söknuði. En söknuðurinn verður sárari ann- ars staðar. Ástvinur er horfinn úr hópi fjölskyldu. Undir slík- um kringumstæðum finnur maður til smæðar orðanna: „Ég votta þér samúð“. En þó verða þau að nægja hér sem kveðja til eiginkonu Péturs og barna. Hrafnhildur Ester Pétursdóttir og börnin Jón Rafn, Pálmi Ragnar, Katrín Ólína, Ragn- liildur Ólafía og Dagbjört Helga bera nú um sinn þungan harm, og þeim sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við eigum eitt sameiginlegt, minn- inguna um góðan dreng. Kveðja frá starfsfólki Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Húseigendur - Framkvæmdamenn Fjölbreytt úrval af vönduð- um hellum í gangstéttir og bílaplön ásamt 2 gerðum af kantsteinum. Einnig brothellur í veggi og ker. Splittsteinar úr rauða- möl til notkunar innanhúss og utan í stærðunum 40 x 10 x 10 og 30 x 10 x 7. Hagstæð greiðslukjör Fjölritaðar leiðbeiningar Opið laugardag til kl. 16 HELLU OG STEINSTEYPAN ab VAGNHÖFÐ117 • SÍMI30322 REYKJAVÍK Kvöld með Grieg „Sagan endurtekur sig' segja sumir, en aðrir segja það eitt hægt að læra af sögunni, að enginn hefur nokkru sinni lært neitt af henni. Og kann vel að vera að hvorir tveggju hafi nokk- uð til síns máls. Hins vegar væri það verðugt viðfangsefni að reyna að skilja orsakir þeirra miklu andlegu uppgangstíma sem yfir Norðmenn gengu um og fyrir aldamótin síðustu: Þá átti þessi litla þjóð íþrótta- og trúmanna sæg af jöfrum sem mörkuðu djúp spor í heimsmenninguna, og sum jafnvel varanleg. Þar nægir að nefna Henrik Ibsen, Edward Munch, landkönnuðina Amundsen og Nansen, og loks okkar mann í dag, tónskáldið Edvard Grieg. Gagnstætt hin- um fyrrnefndu er Grieg ekki í fremstu röð - ekki einn af hinum stóru - en þó þekkja allir nokkur verk hans, píanókonsert _ og tónlistina við Pétur Gaut. Áhrif hans út á við eru lítil vegna þess, að hann yrkir í þýskum anda, þótt með norsku ívafi eða keim sé á stundum - norskur Schumann. Margir segja að listin sé alþjóðleg, en samt er það svo að jafnvel Halldór Laxness er ekkert nema íslenskur höfundur; heimurinn hefur engan áhuga á honum nema sem íslendingi. Edvard Grieg var að vísu Stór-Norð- maður, en samt ekki nógu norsk- ur í list sinni til þess að'verða verulega stór. Fyrr í vikunni voru hér tveir norrænir listamenn á vegum Norræna hússins, leikkonan Birte Störup Rafn og píanistinn Einar Steen-Nökleberg. Mánu- dagskvöldið 3. sept. fluttu þau Grieg-dagskrá, þar sem leikkonan las úr bréfum tón- skáldsins en Steen-Nökleberg flutti sýnishorn úr píanóverkum hans, en þriðjudagskvöldið var sambærileg Chopin-dagskrá. Fyrra kvöldið sannfærði mig um að dagskrá þessi hefði fyrst og fremst gildi frá samnorrænu sjónarmiði, og sleppti því Chopin. Þeir kaflar úr bréfum Grieg, semþarna voru lesnir með mikl- um tilþrifum, því Birte Störup Rafn hefur sérhæft sig í því að lesa úr bréfum tónskálda (!), sýna hinn mikla patríótisma skáldsins og ýmsar fleiri góðar hliðar, en einmitt föðurlands- ástina telja surnir eina af upp- sprettum þeirra andlegu afreka sem unnin voru um þessar mundir í NV-Evrópu. Seinna komst óorð á allt slíkt, eins og kunnugt er, ekki síst fyrir tilstilli foringjans í Þýskalandi. Einar Steen-Nökleberg, sem er prófessor í píanóleik við ýmsa skóla „og þekktur sem framúrskarandi píanóleikari“, hefur leikið með mörgum hljómsveitum víða um heim og inn á hljómplötur og unnið til margvíslegra verðlauna - Einar Steen-Nökleberg mundi ég, út frá þessum einu tónleikum, setja meðal íslenskra píanista í annarri röð: Hann spilaði af mikilli kunnáttu og öryggi, en leikurinn var allur fremur þung- lamalegur, vantaði bæði léttleik og tilfinningu. Hins vegar sagði mér kunnáttumaður, að „Norð- menn spili Grieg alltaf svona“. Ekki var dagskrá þessi vel sótt, og æði mikið mundi sá akur grisjast, þar sem öll blóm eiga að vaxa, ef öll list ætti að „standa undir sér“. En þótt við getum kannski ekki sótt mikla kunnáttu til Norðurlandanna, þá er ekki annað hægt en að vera ofurlítið hlynntur þessari norrænu samvinnu, sem þrátt fyrir allt, gefur að auki heilmik- ið í aðra hönd í beinhörðum peningum. Sigurður Steinþórsson Reipið (Rope). Bandaríkin 1948. Handrit: Arthur Laur- ents, eftir leikriti Patrick Ham- ilton. Leikendur: James Stewart, John Dall, Farley Granger, William Hogan, Edith Evanson, Douglas Dick, Joan Chandler, Cedrick Hard- wicke, Constance Collier. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. ■ Enn heldur Hitchcock há- tíðin áfram í Laugarásbíói, og nú er komið að Reipinu, tíma- mótamynd á ferli gamla mannsins. Hann var sjálfur framleiðandi hennar, þetta var fyrsta litmyndin hans, ogsíðast en ekki síst þverbraut hann sínar eigin kenningar um bút- un kvikmyndafrásagnarinnar. Leikritið, sem myndin vargerð eftir, var þannig upp byggt, að sýningartími þess og tímalengd atburðarásarinnar fóru saman. V.au9at' ásbíó’. ■ Spennuþrungið augnablik. Gamli kennarinn heldur á morð- vopninu. Útliðið er orðið dökkt fyrir morðingjana, enda komin á niðdimm nótt utan dyra. Aðalleikararnir í Reipinu, James Stewart, John Dall og Farley Granger. Enginn er fullkominn - ekki einu sinni hið fullkomna morð Hitchcock sagði eitt sinn í viðtali, að hann hefði langað til að reyna að kvikmynda það á sama hátt, þannig að engin kaflaskil yrðu í frásögninni. Lausnin, sem hann datt niður á, var að gera myndina í einu samfelldu skoti, án klippinga. Það var hins vegar ekki tækni- lega framkvæmanlegt, þar sem kvikmyndavélin tók aðeins filmurúllur, sem voru um tíu mínútur að lengd. Til þess að fela filmuskiptin, var svo tekin nærmynd af jakka einhverrar persónunnar, á meðan ný rúlla var sett í vélina, og síðan haldið áfram þar sem frá var horfið. Það er ekki að því að spyrja, að Hitchcock tekst þetta frá- bærlega vel. Myndavélin er á stöðugri hreyfingu um leik- myndina, læðist upp að leikur- unum, og gefur áhorfandan- um til kynna um hugarástand þeirra, eða stöðu og styrk í sálarstríðinu, sem háð er á tjaldinu. Viðfangsefni Hitchcocks í Reipinu, sem og í fleiri myndum, er hið fullkomna morð, morð, sem eingcfngu er framið sjálfs sín vegna. Hið listræna morð sem forréttindi hinna yfirburða gáfuðu. Tveir ungir menn myrða félaga sinn í íbúð sinni og efna síðan til samkvæmis, þar sem nánustu ættingjar hins myrta eru fjöl- mennastir. í boðið kemur einnig gamall kennari pilt- anna, og í orði kveðnu fylgis- maður þeirrar kenningar, sem nemendur hans hafa nú hrint í framkvæmd. Samræðulist myndarinnar er einstök, þar sem farið er í kringum óhæfu- verkið, eins og færi köttur í kringum heitan graut. I fyrstu eru hringirnirstórir, en þrengj- ast æ meir, uns að kjarnanum er komið. Allt gert á ákaflega siðfágaðan hátt, með þónokkr- um svörtum húmor. Eins og í flestum myndun- um, sem verða á þessari hátíð Hitchcocks, leikur James Stewart aðalhlutverkið, og gerir það með miklum sóma. Eftirminnilegastur leikaranna er þó Farley Granger í hlut- verki veiklundaðs morðingja, sem sekkur æ dýpra -niður í örv'æntingarpyttinn. Það er ekíci að spyrja að því, að Reipið er besta „nýja“ myndin í bænum, og sú sem allir ættu að setja efst á listann um helgina. Hitchcock er eng- um líkur. Guðlaugur Bergmundsson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.