NT - 29.10.1984, Side 4
Mánudagur 29. okt. 1984 4
Nær sólarhrings viðræður BSRB og ríkisins:
Samningalotan
án árangurs
Mikil vonbrigði meðal deiluaðila
■ Er samningafundi BSRB og ríkisins lauk á hádegi í gær ríkti
ekki hjartsýni á að samningar væru í nánd. Fundurinn hafði staðið
í 21 klukkustund, og voru margir samningamanna bjartsýnir, við
upphaf fundarins, á að samningar gætu tekist í þessari lotu.
frá 18. þ.m. um 0.7-1 prósent og
ríkið hækkað sína um 0.4
Töldu ýmsir samningamanna
ríkisins enga fyrirstöðu vera á
að svo gæti orðið.
Fundinum í gær lauk með
deilum Kristjáns Thorlaciusar
og Alberts Guðmundssonar, og
sagði t.d. einn samningamanna
BSRB að nú stefndi í vikuverk-
fall í viðbót.
Þrátt fyrir bjartsýni ýmissa
samningamanna fyrir fundinn
náðist lítill árangur. Albert
Guðmundsson útilokaði kaup-
máttartryggingu, en sagði að
uppsagnarákvæði kæmu til
greina. Var umræðu um slíkt
frestað þar til samningar hefðu
tekist um aðra liði.
Þá var tekið til viðræðna um
almennar kauphækkanir. Eftir
sjö tíma samningaviðræður
hafði BSRB lækkað kröfu sína
prósent. Enn skildu-. u.þ.b. 15-16
prósent.
Tillaga BSRB hljóðaði á um
30 prósent á samningstímabil-
inu, tillaga ríkisins á rétt rúm-
lega Reykjavíkursamninginn,
14-15 prósent.
Þá tóku við þríeyki hvors
aðila. Kristján Thorlacius,
formaður BSRB, Albert
Kristinsson og Harafdur Stein-
þórsson, varaformenn BSRB,
fyrir opinbera starfsmenn. AI-
bert Guðmundsson, Þorsteinn
Geirsson og Indriði Þorláksson,
formaður samninganefndar,
fyrir ríkissjóð.
Meðal þess sem þeir ræddu
var launaskrið á almennum
vinnumarkaði. Töldu BSRB
menn að tveir launaflokkar sem
tryggðir væru í sérkjarasamn-
ingum, myndu jafna aðstöðu
opinberra starfsmanna miðað
við hinn almenna vinnumarkað.
En þar sem þessar viðræður
voru óformlegar fór fjármála-
ráðherra fram á fund með tíu
manna viðræðunefnd BSRB.
Þann fund sat einnig samninga-
nefnd ríkisins og sáttasemjari
og sáttanefnd.
Á fundinum urðu deilur með
Kristjáni og fjármálaráðherra
og lauk honum án þess að
niðurstaða fengist.
Haldi verkfall opinberra
starfsmanna áfram er rétt að
minnast þess sem Páll Guð-
mundsson, stjórnandi verkfalls-
vörslu BSRB, sagði á mánudag.
Páll sagði að BSRB gæti hert
tökin á verkfallinu allverulega,
ef þurfa þætti. Nefndi hann sem
dæmi stöðvun millilandaflugs og
að fyrir allar undanþágur væri
tekið.
Skoðanakönnun DV á föstu-
dagefldi BSRB menn í verkfall-
inu, þar sem samtökin hafa,
samkvæmt skoðanakönnun-
inni, fylgi meirihluta þjóðarinn-
ar. Þá er samstaða meðal þeirra
félaga sem virkir eru í verkfalls-
vörslu og öðru starfi mikil, og
vilja margir í þeim hóp hamra
járnið meðan það er heitt og
knýja fram eins góðan samning.
og mögulegt er - og eru reiðu-
búnir í enn lengra verkfall til
þess.
En ekki má gleyma þeim
fjölda félagsmanna BSRB sem
ekki tekur þátt í verkfallsvörslu
- situr heima og bíður þess að
sam’ið verði. Fjárhagur flestra,
sem í verkfalli eru, mun vera
orðinn bágborinn og verkfalls-
sjóður BSRB er uppurinn og
tómur. Munu samtökin áætla
mikla söfnun til að létta undir
með þeim sem harðast hafa
orðið úti.
Innan 60 manna samninga-
nefndar BSRB ríkir hins vegar
I Albert Guðmundsson og Indriði Þorláksson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, ganga til fundar við 10 manna viðræðunefnd
BSKH I tymnott. NT.mynd:SA.
ekki einhugur um leiðir. Sumir
vilja semja - sögðu að hægt
hefði verið að semja í gær og
rétt hefði verið að sitja áfram og
halda viðræðum opnum. Aðrir,
þar á meðal miklir áhrifamenn
samtakanna, vildu slíta við-
ræðum á þeim forsendum að
enginn árangur hefði náðst.
Meðal þeirra sem vildu semja
voru fulltrúar fjölmennra lands-
samtaka. Þeir sögðu að BSRB
hefði ekki sýnt ýkja mikinn
samningsvilja með því að lækka
ekki kröfugerðina meir en raun
var á. Töldu þeir og ýmsir
samningamenn ríkisins að rétt
væri að sitja áfram við samninga
þar til þeir næðust. Sögðu sumir
að samningar gengju nú einu
sinni þannig fyrir sig að menn
nálguðust hver annan hægt og
bítandi en ekki í stökkum.
Báðir aðilar sögðust hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum með gagn-
tilboð hvors annars.
m ■■1 ■■1 ■■1 ■■■ ■II ■II !■■
G M
m ■H in ■i
■ ■ ■■ ■■ u S
■■ ■■ ■
■■ ■■ ■■ ■
□PEL
n
ISUZU
VETRARÞJONUSTA
I. Mótorþvottur 2. Rafgeymasambönd hreinsuð 3. Mæling á
rafgeymi og hleðslu 4. Loftsía athuguð 5. Skipt um platínur
6. Skipt um kerti 7. Skipt um bensínsíu í blöndungi
8. Viftureim athuguð9. Kælikerfi þrýstiprófaðlO. Frostþol mælt
II. Mótorstilling 12. öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt
13.Hemlar reyndir.
Auk vinnu er eftirtalið efni innifalið í verði: Kerti, platínur,
frostvari, bensínsía.
BiLVAMGUR se
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO
Athugasemdir varð-
andi leiðaraskrif
Blaðinu hefur borist
eftirfarandi:
Hjálögð athugasemd
óskast birt í blaðinu við
allra fyrsta tækifæri.
Einar Birnir
■ í leiðara NT föstudag-
inn 26. október 1984, er
þessi málsgrein.
„Og hvað hefur frjáls
álagning leitt til annars en
stórkostlegrar tilfærslu til
milliliðanna í þjóðfélag-
inu, sem veldur svo aftur
öfund og klofningi hinna
ýmsu stétta í þjóðfélag-
inu.“
í fyrsta lagi eru upphafs-
orð málsgreinarinnar
málfarslegt skríði.
í annan stað er texti
málsgreinarinnar marg-
þvælt rugl sem er með öllu
ósæmilegt fyrir blað, sem
vant er að virðingu sinni,
að flytja á síðum sínum,
þar sem rætt er um mál af
alvöru.
í þriðja lagi er það bein
ögrun við frjálslynt félags-
hyggjufólk að bera á borð
fyrir það gamlar sósíalisk-
ar kenningar um verðlags- *
höft, sem enda hafa geng-
ið sér jafnt rækilega til
húðar og raun ber vitni
hérlendis.
{ fjórða lagi er höfuð-
nauðsyn að frjálslynt og
framsækið fólk láti af
þeirri áráttu að tyggja upp
stéttarsundrungartal sós-
íalista en horfast í augu
við, þá reyndar augljósu
og kláru staðreynd, að nú
ber brýna nauðsyn til að
tryggja vænlega afkomu
verzlunar ogþjónustu. Þar
og hvergi annars staðar er
framtíðar von um ný at-
vinnutækifæri svo nokkru
magni nemi í náinni
framtíð, því að augljóst er
að aðrir höfuðatvinnuveg-
ir þessarar þjóðar byggja
alla sína framtíðarafkomu
á meira hugviti og meiri
tækni en hlutfallslega færri
höndum.
Reykjavík, 26. okt. 1984
Athugasemdir ritstjóra
■ Meginathugasemdir
Einars Birnis felast í eftir-
farandi:
1. Að textinn sé „málfars-
legt skríði.“
2. Að textinn sé „marg-
þvælt rugl.“
3. Að bornar hafi verið á
borð „gamlar sósíaliskar
kenningar."
4. Að tuggið hafið verið
upp „stéttarsundrungatal
sósíalista.“
Slíkar athugasemdir
dæma sig auðvitað sjálfar
og þarfnast ekki frekari
umræðu.
Undirritaður getur hins
vegar ekki látið undir
höfuð leggjast, að mót-
mæla túlkun Einars Birnis
á þeirri málsgrein leiðar-
ans, sem vitnað er í, því
þau vítaverðu vinnubrögð
að slíta eina setningu úr
samhengi sínu hafa hér
verið notuð. í áðurnefnd-
um leiðara er bent á, að
þær frjálshyggjuaðgerðir
sem teknar hafa verið upp
að undanförnu hafa bæði
verið óundirbúnar og illa
tímasettar. Þrjú dæmi um
slæmar afleiðingar eru síð-
an tekin: Vinnumarkaður-
inn logar í illdeilum út af
„frjálsum" samningum,
íbúðakaupendur og fyrir-
tæki eru að kikna undan
„frjálsu" vöxtunum og svo
að lokum fjármagnstil-
færslan til milliliðanna út
af „frjálsri" verðlagningu.
Hér er einfaldlega verið
að lýsa staðreyndum, en
ekki bera á borð „gamlar
sósíaliskar kenningar."
Undirritaður tilheyrir
þeim stóra hópi frjáls-
lyndra íslendinga, sem vill
sjá hin frjálsu markaðsöfl
að verki víðar í hagkerfi
okkar íslendinga en hefur
verið undanfarin ár. Það
er hins vegar útbreiddur
og hættulegur misskilning-
ur, að leiftursóknaraðgerð-
ir í verðlagsmálum séu af
hinu góða. Það er líka
stórhættulegur misskiln-
ingur, að slíkar aðgerðir
þeiði til lækkaðs vöruverðs.
Ihaldspressa frjálshyggju-
manna hefur reynt að
halda uppi slíkum áróðri
og virðist hafa tekist að
hafa áhrif á marga, eins og
t.d. Einar Birni. Stað-
reyndir tala hins vegar
öðru máli, sbr. t.d. frétt á
bls. 3 í NT í dag.
Frjálslynt félagshyggju-
' fólk vill vinna að frjáls-
ari \verðmyndun með
skipulögðum aðferðum í
anda þeirrar stefnu, sem
hinir stórgóðu viðskipta-
ráðhefrar og samvinnu-
menn Olafur Jóhannesson
og Tómas Árnason mót-
uðu á sínum tíma. Þá var
skipulagning og skynsemi
og hagur almennings látið
sitja í fyrirrúmi, en ekki
læti, óregla og hagur milli-
liðanna eins og frum-
skógarmenn markaðshyggj-
unnar boða nú.
Magnús Ólafsson, ritstjóri