NT - 29.10.1984, Síða 6
Mánudagur 29. okt. 1984 6
Vettvangur
■ Aðalgatan í Austur-Berlín,
sem eitt sinn iðaði af llfi og
fjöri er ekki svipur hjá
sjón. Borgarbúar eiga
þangað lítil erindi.
■ Að undanförnu hafa tilraunir vestur-þýskra og
austur-þýskra yfirvalda til aukinnar samvinnu og bættrar
sambúðar mikið verið í fréttum, enda hafa Sovétmenn
unnið bæði leynt og Ijóst gegn öllu því, sem þeim þykir
geta leitt til sameiningar þýsku ríkjamia. Nýlega var á
ferð í Austur-Þýskalandi hópur danskra sjónvarps-
manna og hefur fréttamaðurinn Gynther Adolphsen lýst
þeim áhrifum, sem hann varð fyrir í þeirri ferð. í
Austur-Þýskalandi rakst fréttamaðurinn á þjóð smá-
borgara, sem leggur mikla alúð við að rækta sinn eigin
kálgarð, en gefur áróðursmönnum og samyrkjubúum
langt nef. Þeir beina huganum að því að grafa í eigin
garði, þvo litlu Trabantana sína og snúa baki við hinum
sósíaliska ríkiskapitalisma.
Glansinn farinn af sósíalism-
anum í Austur-Þýskalandi
Gynther Adolphsen segir svo frá: .________________________________________
Við erum staddir á veitinga-
húsi í Liibeck fyrir nokkrum
dögum. Við erum danskir
sjónvarpsmenn, sem erum ný-
komnir. aftur til Vestur-Evr-
ópu, og á stuttri gönguferð um
götur Lubeck á leið til öldur-
hússins veitum við á annan
hátt en áður athygli hversdags-
legum hlutum eins og götulýs-
ingunni, útstillingum í búða-
gluggum og jafnvel malbikinu
á götunum.
Skyndilega eru þessi smáatr-
iði orðin merkileg. Nokkrum
klukkustundum áður höfðum
við farið yfir þýsk-þýsku landa-
mærin í útjaðri Lúbeck. Eftir
tveggja vikna dvöl í borginni
Wismar í Austur-Pýskalandi
vorum við aftur komnir til
Vesturlanda. Wismareraðeins
í 60 km fjarlægð frá Lúbeck,
en þetta eru eins og tveir ólíkir
heimar.
Sem við sitj um yfir bj órkrús-
unum á vertshúsinu, sveigist
tal okkar allt í einu að þeim
tómleika, sem við hver og einn
finnum til. Allt umhverfis
þarna er svo kunnuglegt,
venjulegt og snertir okkur ekki
hið minnsta. Aðrir bargestir
tala um bíla, skattavandræði
og sumarleyfisferðina til sólar-
landa, sem er nýafstaðin.
Allt í einu áttuðúm við okk-
ur á því að við söknuðum
ákafans, sem undanfarnar tvær
vikur hafði einkennt fundi
okkar, samtöl og viðræður við
Þjóðverja í hinu Þýskalandinu,
Austur-Þýskalandi, ákafa, sem
einkennir þjóðfélög, sem eru
undir sterkri pólitískri stjórn.
Við urðum að viðurkenna að
sú tilfinning tómleika og af-
skiptaleysis, sem við finnum til
þarna á veitingahúsinu í
Lúbeck, sem reyndar gæti allt
eins verið í Danmörku, stend-
ur okkur fyrir hugskotssjónum
sem hrópandi andstæða við
áhrifamikla lífsreynslu, sem
við höfðum orðið fyrir í Wis-
mar nokkrum kvöldum áður.
Okkur hafði verið boðið til
kvöldverðar til fjölskyldunnar
Y. Auk okkar ætluðu gestgjaf-
arnir að bjóða nokkrum einka-
vinum sinum, því að það er jú
ekki á hverjum degi, sem þeim
gefst kostur á að hitta útler.d-
inga.
cfí? <&'c07 Cí^3 <C#>
A-Þjóðverjar beina huganum að því að grafa í eigin garði og snúa baki við ríkiskapitalism
anum. Teikning Peder Nyman.
Við vorum varla komnir inn
fyrir dyrnar, þegar við fundum
að eitthvað var öðruvísi en það
átti að vera. í þau skipti, sem
við höfðum áður hitt fjölskyld-
una Y, höfðum við spjallað
frjálslega saman um allt milli
himins og jarðar en nú var
annar bragur á. Andrúmsloftið
var þvingað. Áður en langt um
leið var okkur réttur pappírs-
miði, sem á stóð: Allt sem við
segjum er hlerað.
Þarna komumst við í snert-
ingu við nýtt sjónarhorn í þeim
þýska veruleika, sem við ætl-
uðum okkur að lýsa. Allt í
einu sáum við hann í mjög
skýru Ijósi. Við vorum allt í
einu sjálfir orðnir nokkurs
konar fórnarlömb hans. Þegar
öryggisþjónustan beinir mið-
unarloftnetum sínum að glugg-
um íbúðarinnar verða óhjá-
kvæmilega öll samskipti allt
öðruvísi, ekki síst þar sem
ekki er hægt að tala um ástand-
ið sín á milli á meðan það varir.
Hvers vegna var verið að
hlera þessar samræður? Yfir-
völdin í Austur-Þýskalandi eru
eindregið andsnúin því að
svokallaðir venjulegir borgar-
ar hafi samneyti við útlendinga
frá kapitaliskum löndum. Á
austur-þýsku er þetta kallað
„hindrun á samskiptum", en á
máli flokksins er þetta nefnt að
„sýna varkárni öreigans".
Meðlimi í kommúnistaflokkn-
um, sem öllu ræður í landinu
ber skylda til að gefa skýrslu til
fulltrúa flokksins á vinnustað,
ef sá möguleiki, eða áhætta,
skýtur upp kollinum, að hann
muni eiga samgang við útlend-
inga frá kapítalisku landi. Ef
flokkurinn bregst þannig við
að flokksfélaginn verði sjálfur
að taka afstöðu til hvort hann,
eða hún, þiggi boðið, þá er
einfaldlega skynsamlegast að
halda sig heima.
Það var einmitt það, sem
margir þeirra, sem fjölskyldan
Y hafði boðið til sín umrætt
kvöld, gerðu. í ljós kom, að
margir vinir fjölskyldunnar
voru meðlimir í flokknum, án
þess að hafa látið það
uppskátt. En við þetta heim-
boð neyddi kerfið þá óbeint til
að upplýsa það.
Við erum aftur komnir til
Vesturlanda - hinir urðu að
vera eftir með m.a. nýja vitn-
eskju um dýpt vináttu, og við
verðum bara að gera okkur
vonir um að það verði eina
skráman, sem þeir fá í því
sambandi.
Hvað okkur varðaði var
reynslan þetta kvöld hjá Y-
fjölskyldunni nauðsynleg til að
við áttuðum okkur á hvernig
ástandið er í Austur-Þýska-
landi, sem heldur hátíðlegt 35
ára afmæli sitt nú í október-
mánuði.
Hvers vegna var þessi
reynsla svo nauðsynleg, koma
vafalaust margir til með að
spyrja og það e.t.v. með réttu.
Það er öllum ljóst, að í Austur-
Þýskalandi ríkir einræði og
stjórnvöld þar neyta nú allra
þeirra meðala, sem einkenna
slíka þjóðfélagsskipan.
Okkur var þessi staðfesting
á alræðinu kannski orðin nauð-
syn, vegna þess, að við vorum
farnir að líta á danskt og
vestur-evrópskt stjórnarfar
með öðrum augum en fyrr,
vegna áhrifa austur-þýsku
þjóðfélagsskipunarinnar, og
samanburðurinn var ekki allur
í hag kapitalisku þjóðfélags-
skipuninni. Með öðrum
orðum, það var farið að bóla á
efa í hugarfylgsnum okkar.
í Austur-Þýskalandi vorum
við í þjóðfélagi, þarsem óttinn
við atvinnuleysi þekkist ekki í
hugum almennings, og þar eru
því nær allar konur útivinn-
andi.
í Austur-Þýskalandi þekkist
ekki heldur óttinn við áhrifin
af hagræðingu, og það þrátt
fyrir að austur-þýskur iðnaður
er gerður sjálfvirkur og honum
hagrætt af fullu kappi þessi
árin.
Umhverfisvandamál í eigin
landi fyrirfinnast ekki í hugum
almennings, þar sem fjölmiðl-
arnir, sem lúta stjórn komm-
únistaflokksins, fjalla ekki um
þau. Þau eru þó fyrir hendi og
það m.a.s. í stórum stíl, eink-
um í suðurhluta landsins, þar
sem iðnvæðingin er hvað mest.
Hins vegar eru Austur-Þjóð-
verjar vel með á nótunum um
umhverfisvandamálin í Vest-
ur-Þýskalandi og fylgjast vel
með umræðunni um þau í
vestur-þýsku sjónvarpi.
„Ef slík vandamál finnast
hér hjá okkur, leysum við þau
jafnóðum og þau koma upp,“
segir fulltrúi flokksins sannfær-
andi. „Það er engin ástæða til
að fýllast þeirri opinberu móð-
ursyki, sem þið á Vestur-
löndum hafið komið ykkur upp
með tilheyrandi dómsdags-
stemmningu," vildi hann
meina.
Við hittum, fólk, sem opin-
skátt og hreinskilnislega lýsti
sig í fullri sátt við lífið og
tilveruna. Þó býr þetta fólk,
ungir ,sem aldnir saman, í
íbúðum, sem eru ekki nema
50-60 fm. Efnahagsleg gæfa
þess í fólgin í bílnum, bíl-
skúrnum, ísskápnum og svart-
hvíta sjónvarpstækinu.
Vikulegur vinnutími er 43
stundir, en enginn setur það
fyrir sig. Þessi langi vinnutími
er álitinn alger forsenda fyrir
bættum lífsskilyrðum. Þeir eru
líka til, 'sem bættu því við, að
þessi langi vinnutími væri
nauðsynlegur til að styrkja
hýska alþýðulýðveldið í sessi.
Framtíðarvonir þessa fólks
eru einungis þær, að þetta
lukkunnar velstand megi
haldast.
Auðvitað er þessi austur-
þýska öryggistilfinning fölsk.
Hún er afleiðing stjórnunar
ofan frá. Austur-Þýskaland er,
eins og kapitalisku löndin í
efnahagslegu kerfi um allan
heim, í kreppu og á breytinga-
skeiði til styttri tíma litið getur
Austur-Þýskaland komið sér
upp stuðpúðum til að verjast
þyngstu áföllunum utan frá, en
sé litið til lengri tíma, getur
austur-þýska samfélagið ekki
komist undan því að verða
fyrir barðinu á óþægilegum
áhrifum. Það gagnar ekkert
hugmyndakerfi, sama hversu
vel úthugsað það er.
Enginn af yfirmönnum ríkis-
fjármálanna, sem allir eru
flokksmeðlimir að sjálfsögðu,
var fáanlegur til að viðurkenna
frammi fyrir okkur, að iðnað-
arvélmenni í kommúnisku
þjóðfélagi hefur nákvæmlega
sömu áhrif og það hefur í
kapitalisku kerfi, þ.e. að gera
mannlegan vinnukraft óþarfan
að hluta til. í Austur-Þýska-
landi er þetta vandamál leyst á
annan hátt en hjá okkur þessi
árin. Á sama tíma og kapital-
isku löndin senda atvinnuleys-
ingjana út á göturnar og af-
hendir þeim atvinnuleysisbæt-
ur, fær fólk að halda störfum
sínum í Austur-Þýskalandi, en
það hefur það síðan í för með
sér að framleiðnin á hvern
starfsmann verður minni.
Þessari lausn er mögulegt að
beita, vegna þess að laun í
Austur-Þýskalandi eru lág, en
samt sem áður eru lífskjör í
Austur-Þýskalandi þau bestu,
sem fyrirfinnast í Varsjár-
bandalagslöndunum.
Þessi lausn er möguleg
vegna þess að laun eru lág í
Austur-Þýskalandi og húsa-
leiga er bundin, er miðuð við
verðlag 1936, en afleiðingin af
þeirri fölsun er sú, að svínin
eru stundum fóðruð með
brauði, vegna þess hvað það er
ódýrt.
Það skiptir ekki svo ákaflega
miklu máli, þó að framleiðnin
í einstökum fyrirtækjum sé
ekki svo ýkja mikil, þar sem