NT


NT - 29.10.1984, Síða 7

NT - 29.10.1984, Síða 7
Mánudagur 29. okt. 1984 7 t.d. skip og aðrar stórar iðnað- arvörur eru látin í vöruskiptum fyrir t.d. olíuvörur frá Sovét- ríkjunum. Þarsem vöruskiptin fara fram milli stjórnvalda og þar tekið mið af stjórnmála- stöðunni á hverjum tíma, skiptir raunverulegur fram- leiðslukostnaður ekki miklu máli. Austur-Þýskaland er gott dæmi um að glansinn er farinn af sósíalismanum sem hug- myndafræði. Það er enginn barnaleikur að finna svið, þar sem hreinar og ómengaðar sós- íaliskar hugmyndir eru enn einráðar. I viðleitninni við að koma til móts við sanngjarnar kröfur þjóðarinnar og stoppa í þau göt, sem stóru ríkisreknu fyrirtækin eru ekki fær um að fylla, t.d. þegar vatnslögn er farin að leka eða einhver þarf að fá skóna sína sólaða, reynir stjórnin nú að hvetja til einka- ekki í samræmi við kommún- iska þjóðfélagsskipun. Starfsmenn kommúnista- flokksins lýstu því yfir í hvert skipti, sem þeir voru spurðir, að í Austur-Þýskalandi sé ver- ið að þróa það nýja fólk, sem marx-leninisminn hefur að markmiði. Eftir að hafa búið undir kommúniskri stjórn í 35 ár, eru Austur-Þjóðverjar langt komnir með að ná því markmiði, halda þeir fram. Sá austur-þýski raunveru- leiki, sem við urðum varir við, ber þó annað yfirbragð. í stað þess að láta breyta sér í nýja og betri manngerð, hefur mikill meirihluti þjóðarinnar gripið til þess ráðs að flýja út í þau horn, þar sem pólitík lætur ekki til iisín taka, í griðastaði. Það má lýsa austur-þýsku sam- félagi sem griðastaðaþjóðfé- lagi, þar sem einstaklingarnir draga sig inn í skel við sínar þar sem hægt er að láta af- skiptalaus stjórnmál, áætlana- gerð, áróður, vinnuflokkafyr- irkomulagið, sem kallast sam- y rkj a, stóru markmiðin, menn- ingararfinn og vandamál þjóð- arinnar - staður þar sem maður getur verið í friði ásamt fjöl- skyldu og vinum, dundað í garðinum sínum, vökvað blómin, þvegið bílinn, spilað á spil, rætt saman og í besta falli orðið sér úti um þau efnahags- legu gæði, sem nauðsynleg eru til að gera griðastaðinn enn öruggari og notalegri, þó að til þess þurfi að beita áhrifum sínum við vini og ættingja allt í fimmta lió. Griðastaðalífið er algengasti lífsmátinn í Austur-Þýska- landi. Oftast er griðastaðurinn garðspilda með smáskúr á í útjaðri borganna. í Wismar lætur nærri að þriðja hver fjöl- skylda ráði yfir slíkri garð- á garðspildunni, en hún þarf helst að vera niður komin við vatn eða í skógarjaðri, og allra fínast er að hún sé svo vel einangruð, að það megi búa í henni árið um kring. Þó að Austur-Þjóðverjar reyni að snúa baki sem mest við þjóðfélaginu á griðastaðn- um sínum, eru þeir engu að síður þátttakendur í mjög pól- itísku þjóðfélagi. Yfirleitt er auðvelt að gera sér grein fyrir hversu pólitískt þjóðfélag er og fer það eftir fjölda pólit- ískra skopsagna, sem í umferð eru. í Austur-Þýskalandi lifir hin nístandi pólitíska skrítla góðu lífi, og henni er ekki einungis beint að kaldhæðni um eigið þjóðfélag, heldur verða ekki sfður fyrir barðinu á henni þeir, sem á austurþýsku nefn- ast „vinirnir", þ.e.a.s. Sovét- ríkin og gamalmennastjórnin í Kreml. ■ Austur-Berlín, höfuðborg þýska alþýðulýðveldisins er mikil að vöxtum, en borgarlíf er þar með daufasta móti. Borgarbúar sitja heima og reyna að hafa ofan af fyrir sér eftir bestu getu. framtaks. Hér áður fyrr var því svo gott sem útrýmt. Sömu kapitalisku einkennin má líka finna í austur-þýska launakerfinu. Mikill meirihluti austur-þýsks verkafólks vinnur ákvæðisvinnu. {árslokersíðan greidd væn kaupuppbót til þeirra, sem yfir árið hafa sýnt fram á góð vinnuafköst. En með þessu er hinn raun- verulegi sósíalismi, eins og Austur-Þjóðverjar lýsa kerfi sínu opinberlega, í litlu sam- ræmi við það fullkomna kommúniska markmið, að allir leggi sitt af mörkum eftir' getu og njóti eftir þörfum. Það má lýsa Austur-Þýska- landi sem lýðveldi smáborg- ara. Fjöldabrottflutningurinn frá Austur-Þýskalandi allt þar til Berlínarmúrinn var reistur 1963 hafði það í för með sér að stéttaskipulagið þar hefur riðlast. Borgarastéttin, sem áður fyrr bar uppi menningar- lífið í landinu, er nú búin að koma sér fyrir í Vestur-Þýska- landi. Eftir sat verkalýðsstétt- in, sem nú hefur hreiðrað um sig í sæti smáborgaranna. Það eru því hugsjónir þeirrar stéttar, sem eru orðin markmið austur-þýska ríkisvaldsins. Af því leiðir að það er fyrst og fremst sjálfmeðvitaður, ógagnrýninn smáborgara- skapur í hreinræktun sem mað- ur verður var við í landinu, fyrirbæri, sem í rauninni er alls einkaiðkanir, sem fullnægja þörfum hvers og eins. En þó að þeir viðhafi þessa aðferð til að snúa baki við ríkjandi hug- myndafræði, er ekki þar með sagt, að þeir séu með nokkurn mótþróa gegn ríkjandi skipu- lagi. Það væri nær lagi að segja, að þessi flótti frá þjóðfélaginu sé nokkurs konar öryggisvent- ill. Með því að leita sinnar einkagæfu og öryggis gerir fólk málamiðlun við þjóðfélag, sem hvort sem er er ómögulegt að breyta, þar sem Sovétríkin færðu vesturlandamæri sín til vesturs inn í Evrópu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og eru ákveðin í að halda þeim þar. En þessir flóttamenn minna ekki hið minnsta á þá nýju manngerð, sem austur- þýska þjóðfélagið ætti að vera að þróa. Það væri nær lagi að segja að flóttamennirnir hafi komið sér upp þeim eigin- leikum, sem einkenna góða dátann Svejk. Þeir eru nefni- lega nógu kænir til að láta sér nægja að ná því lágmarks- markmiði í þjóðfélagsvafstri, sem flokkurinn og ríkið fara fram á, að aðild að þýsk sov- éskum vinafélagsskap dugir þar til þess að flokkurinn og ríkið geri þeim kleift að draga sig inn í hornið sitt í friði. Og hvað er þá griðastaður í austur-þýsku samfélagi? Griðastaðurinn er sá staður, spildu og fer þar yfirborgar: stjórinn fremstur í flokki. í skúrunum býr fólkið yfir sumarið og um helgar safnast fjölskyldan í marga ættliði og- vinir þar saman. í augum flestra er sumarhúsið öruggasti griðastaðurinn. Þar eru búnar til litlu tuskubrúðurnar, sem eru hengdar upp við spegilinn, þar er heklað hulstrið utan um hátalarann í blessuðum bílnum, sem svo lengi hafði verið beðið eftir, oftast Tra- bantinum litla, sem hefur hlot- ið gælunafnið Trabi. Þar eru líka saumaðir út púðarnir, sem prýða baksætið í Trabantinum. En garðspildan og sumar- húsið er ekki einungis hinn öruggi griðastaður. Þar er líka að finna aukatekjulind fyrir marga, sem rækta grænmeti og blóm til sölu. Kl. 6 að morgni tvo daga vikunnar flykkjast ellilífeyrisþegar saman á torg- inu í Wismar og bjóða agúrk- urnar sínar og blóm til kaups. Hvað þá varðar gefur ræktun garpspildunnar kærkomið tækifæri til að drýgja ellilífeyr- inn. En eftirsóknarverðara er að eignast sumarbústað, en það eru forréttindi hinna fáu. Sumarbústaður gengur undir nafninu „Datsche" í Austur- Þýskalandi, en það er n.k. þýsk útgáfa af rússneska orð- inu „datcha". „Datsche" má segja að sé hærra stig skúrsins Að lokum eru hér nokkur sýnishorn vinsælla skrítla, sem ganga manna á milli í Austur- Þýskalandi: - Orkuöflun Austur-Þýska- lands hefur á síðari árum í auknum mæli beinst að vinnslu surtarbrands. Með það í huga vaknar spurningin: Hver er það, sem gengur um með bak- poka á bakinu, og út úr bak- pokanum stendur reykháfur? Svar: Austur-þýskur ríkis- borgari með hjartagangráð, sem hefur verið breytt þannig að hann gengur fyrir surtar- brandi. - Röð mála, sem tekin eru fyrir á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í Moskvu. Nr. 1: Forsetinn bor- inn inn. Nr. 2: Meðlimir mið- stjórnarinnar syngja „Ó vér unglingafjöld..." - Hver er munurinn á krók- ódíl og miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins? Svar: Krókódíllinn hefur fjóra fætur og 48 tennur. Mið- stjórnin hefur 48 fætur og fjór- ar tennur. - Af hverju hefur Chern- enko alltaf 3 hljóðnema stand- andi fyrir framan sig? Svar: Einn þeirra notar hann til að styðja sig við. Annar þeirra er súrefnisgeymirinn hans. í gegnum þann þriðja hvíslar hvíslari því að honum, sem hann á að segja. Malsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson Innblaðsstjóri: Oddur Olafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Vonbrigði ■ Pað hefur valdið bæði mikilli undrun og gífur- legum vonbrigðum að samningar milli BSRB og ríkisins skuli ekki hafa tekist um helgina, eins og almennt hafði verið búist við. Deiluaðilar verða að gera sér grein fyrir, að tíminn er að renna frá þeim. Eins og fram kemur á bls. 2 í NT í dag, er svo alvarlegur vöruskortur farinn að gera vart við sig, að sumir matvörukaupmenn hyggja á lokun búða sinna. Og eins og lesa má á bls. 4 eru margir áhrifamenn innan BSRB farnir að þreytast á þessu langa verkfalli, enda eru félagsmenn orðnir félitlir og jafnvel miklar kauphækkanir geta gert lítið annað en að bæta upp vinnutapið að hluta til. Samkvæmt heimildum NT hefur forsætisráðherra nú heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnar- ákvæði, þ.e. rautt strik, í samninginn til að greiða fyrir gerð hans. Þetta atriði verður varla metið til fjár fyrir BSRB menn, því svo mikilvægt er það til að vernda kaupmáttaraukningu samningsins. Vegna alls þessa, hljótum við að lýsa undrun okkar á því, að deiluaðilar skuli ekki nú þegar hafa gert „bókagerðarmannasamning“ sín í milli. Frjáls álagning ■ í því „frelsisæði“, sem hefur gengið yfir landið á síðustu misserum hefur lítið borið á andspyrnu, enda erfitt að vera á móti „tíðarandanum“. Pað er þó full ástæða til að vara fólk við að fara of geyst ínn í faðm frelsisins, en vinna frekar markvisst og skipulega að þeirri för í þeim tilfellum þegar við á. íslendingar þurfa ekki annað en að líta á stað- reyndirnar í kringum sig til að sannfærast um réttmæti þessarar varfærni. Á launamarkaðinum ríkja heiftúðugustu deilur síðustu áratuga vegna „frjálsra“ samninga, á peningamarkaðinum ríkja hæstu raunvextir heims vegna „frjálsra“ vaxta og á vörumarkaðinum sópa milliliðirnir til sín fjármagni vegna „frjálsrar“ álagningar. Hvað síðasta dæmið varðar má geta að það hefur ævinlega verið erfitt að dæma um ágæti þess að innleiða frelsi til verslunarálagningar, þar sem ekki hefur verið hægt að fullyrða með neinu öryggi hvað hefði gerst ef frelsið hefði ekki verið innleitt. Sem betur fer eru til undantekningar frá reglunni, t.d. við verðlagningu á landbúnaðarafurðum. Par hefur verið stuðst við strangar reglur, sem er hægt að nota til að bera saman verðlagningu með eða án álagningar- frelsis. í frétt á bls. 3 í NT í dag, er tekið athyglisvert dæmi frá Verðlagsstofnun um þetta. Álagning á lamba- kjöti, sem var gefin frjáls í febrúar s.l., hefur haft í för með sér allt að 20% hærra verð til neytenda en ef sexmannanefndin hefði notað reglur sínar og 8% að meðaltali. Þessar niðurstöður Verðlagsstofnunar ættu að sannfæra menn um að frelsi til álagningar leiðir ekki endilega til lækkaðs vöruverðs. Hér er þó ekki verið að leggjast gegn slíku frelsi, því það hefur áreiðan- lega eitthvað gott í för með sér. Hér er einfaldlega verið að vara menn ,ið þeim eilífðar áróðri frjáls- hyggjumanna, að frumskógarfrelsið sé einungis af hinu góða fyrir alla. Staðreyndirnar tala öðru máli.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.