NT - 29.10.1984, Side 20
dagur 29. okt. 1984 20
íþróttir
■ Kristján Arason var markahæstur í leiknum gegn Dönum ásamt Sigurði Gunnarssyni sem sést fyrir aftan Steinar Birgisson á þessari mynd. Kristján
var mjög atkvæðamikill á þessu Norðurlandamóti í Finnlandi. NT-mynd: Ámi Sxberg.
Markamet
í íshokkí
Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT
í V-Þýskalandi:
■ Lið Mannheim setti um
helgina met í markaskorun í
Búndeslígunni í íshokkí er
liðið sigraði Essen 21-0.
Vanalega eru skoruð u.þ.b.
10-12 mörk alls í íshokkí-
leikjum, svo hér er bæði um
að ræða mikinn stórsigur og
metfjölda marka. Fjálfari
Essen sagði eftir leikinn:
„Við vorum of sókndjarfir".
Sínu auga lítur hver á hlut-
ina.
NBA-körfuboltinn:
Lakers töp-
uðu naumlega
NM í handknattleik:
Danir náðu toppleik
- Vörn ísiands brást
- Danir unnu 26-22 í mjög góðum
■ „Þetta var góður leikur,
mjög góður handbolti sýndur,
en vörnin brást hjá okkur á
mikilvægum tíma, og við náð-
um aldrei að brúa það bil sem
þá myndaðist," sagði Guðjón
Guðmundsson liðsstjóri ís-
lenska karlalandsliðsins í
handknattleik í samtali við NT
eftir 22-26 tap íslenska liðsins
gegn Dönum á laugardag.
Leikurinn var jafn lengst af, en
Danir höfðu þó frumkvæðið
og yfir í hálfleik 12-10. íslend-
ingar náðu að jafna leikinn í
upphafi síðari hálfleiks og
komast yfir, en misnotuðu þá
vítakast og Danir sigldu þrjú
mörk yfir í kjölfarið - loka-
tölur 26-22. „Þetta er besti
leikur minna ntanna í langan
tíma," sagði Leif Mikkelsen
landsliðsþjálfari Dana eftir
leikinn.
Leikurinn fór jafnt af stað,
en Danir höfðu þó oftast eitt
niark yfir. Þeir náðu síðan
tveggja marka forskoti í lok
fyrri hálfleiks. íslendingar
jöfnuðu síðan 12-12 í byrjun
leik
síðari hálfleiks og höfðu yfir
13-12 og 14-13. Þá mistókst
Kristjáni Arasyni að skora úr
vítakasti, og Danir náðu góð-
um kafla með hraðaupp-
hlaupum og tilheyrandi, og
komust í 20-17. Það bil náði
íslenska liðið aldrei að brúa.
„Það háði mest íslenska lið-
inu í þessum leik að varnar-
leikurinn var ekki upp á sitt
besta, það sýna mörkin 26 sem
liðið fékk á sig. Það teljum við
helst stafa af því að leikmenn
liafa ekki komist í nægilega
góða leikæfingu ennþá. En
leikurinn var engu að síður
góður," sagði Guðjón.
Sigurður Gunnarsson og
Kristján Arason voru atkvæða-
mestir íslensku leikmannanna í
leiknum, báðir með 5 mörk,
Kristján eitt víti. Þorgils Óttar
Mathiesen skoraði 4, Hans
Guðmundsson 2, Viggó Sig-
urðsson 2, Páll Ólafsson 2,
Jakob Sigurðsson 1 og Steinar
Birgisson 1.
Hans Henrik Hattesen var
atkvæðamestur Dana ásamt
þeim, Jörgen Gluver og Hen-
rik Kolding, þeir skoruðu allir
5 mörk. Jens-Erik Röepsdorff
skoraði 4, en Klaus Sletting
Jensen, stórskyttan örvhenta,
skoraði aðeins 2 mörk enda
hafður í strangri gæslu.
■ Nú er körfuknattleiks-
tímabilið í Bandaríkjunum
hafið, en eins og menn muna
þá er sjónvarpið enn að sýna
úrslitaleiki síðasta keppnis-
tímabils. Þá áttust við Los
Angeles Lakers og Boston
Celtics. Lakers töpuðu sín-
um leik um helgina fyrir San
Antonio Spurs þar sem „ís-
maðurinn“ George Gerswin
er í aðalhlutverki. Hér eru
úrslit .leikja um helgina:
Knicks-Pistons ......... 137-118
76-ers-Hawks....... 111-108
Nets-Cavaliers .......... 131-106
Rockcts-Mavericks . . . 121-111
Trail Blazers-Kings . . . 140-119
Spurs-Lakers ............ 113-112
Bucks-Bulls ............. 108-106
Bullets-Pacers...... 104-102
Clippers-Jazz ............ 103-94
Nuggets-Warriors .... 125-121
Jafnt hjá Súdan og Tanzaníu
■ Súdan og Ianzanía gerðu Súdan. Fyrri leikur þessara
jafntefli 0-0 í seinni leik sínum liða fór fram í Tanzaníu og
í Afríku-riðli undankeppni lauk með jafntefli, 1-1. Þar
heimsmeistarakeppninnar í með eru Súdanir komnir í
knattspyrnu. Leikið var í úrslit.
TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN
Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á
réttum tíma á flugvöllinn.
Þú pantarfyrirfram
Viö hjá Hreyfli erum tilbúnir aö flytja þig á
Keflavíkurflugvöll á réttum tima í mjúkri límosínu.
Máliö er einfait. Þú hringir í síma Ó8 55 22 og
greinir frá dvalarstaö og brottfarartima. Viö
segjum þér hvenær billinn kemur.
Eitt gjald fyrir hvern farþega
Viö flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á
flugvöllinn. Hverfarþegi borgarfastgjald. Jafnvel
þótt þú sért einn á ferð borgarðu aöeins
fastagjaldiö.
Viö vekjum þig
Ef brottfarartirni er aö morgni þarftu aö hafa
samband viö ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið
áöur Viö getum séö um aö vekja þig meö góöum
fyrirvara, ef þú óskar. Þegar brottfarartimi er
siðdegis eöa aö kvóldi nægir að hafa samband
viö okkur milli kl. 10:00 og 12:00 sama dag.
UREYFILL
Ó85522
Frakkland:
Bordeaux
ennefstalið
■ Bordeaux heldur enn
eins stigs forskoti í frönsku
knattspyrnunni á undan
Nantes. Bordeaux sigraði
um helgina eitt af neðstu
liðunum, Sochaux, 1-0.
Hér er staða efstu liða í
Frakklandi: Bordeaux leikir 14 stig 23
Nantes 14 22
Auxerre 14 19
Monaco 14 16
Laval 14 16
Metz 14 15
Bastia 14 15
Brest 14 14
Lens 14 13
Nancy 14 13
Paris S.G. 14 13
A-Þýskaland:
Dresden efst
■ Úrslit urðu þessi í
leikjum í A-Þýskalandi um
helgina:
D. Dresdcn-H. Roslock . . 2-2
D. Berlin-KM-Stadt...6-1
M. Suhl-I.. Leipzig . 1-6
V. Frankf.-S. Brandcnb. . . 1-1
C. Z. JenaR-Werfurl .... 1-1
CH.Leipzig-Magdeburg . . 2-2
Wismut Rue-S. Riesa .... 4-1
Staöan:
D. Dresden ..9 7 2 0 31 5 16
D. Berlín .... 8 7 0 1 27 9 14
L. Leipzig ... 9 6 1 2 25 10 13
Magdeburg .. 9 5 2 2 22 13 12
Wismut Aue . 9 4 3 2 14 14 11