NT - 30.10.1984, Blaðsíða 11

NT - 30.10.1984, Blaðsíða 11
Einkunnaskali plðtudóma NT: 10 Meistaraverk 9 Frábært 8 Mjöggott 7 Gott 6 Ágætt 5 Sæmilegt 4 Ekkert sérstakt 3 Lélegt 2 Afburða lélegt 1 Mannskemmandi Fyrir neðan allar hellur og vel það Quiet Riot Condition Critical Útg.sEpic ■ Quiet Riot nefnist hljóm- sveit. Hún er bandarískrar ættar, en eins og allir vita eru Bandaríkin mikið menningar- ríki og hefur þar hámenning þróast allt frá því fyrsti negrinn steig fæti sínum á land. Olukka amerískrar há- menningar er að hvítir menn skuli hafa reynt að stæla hana. Oft hefur að vísu vel tekist til, nefna má dæmi eins og Velvet Underground og The Doors, sem hafa tekið svarta tónlist sér til fyrirmyndar og unnið úr henni á sjálfstæðan hátt. En hitt er algengara að hvítir menn hafa stolið, stælt og nauðgað þeirri menningu sem svartir menn höfðu byggt upp til að verja og viðhalda sjálfs- ímynd og sjálfsvirðingu sinni. Amerískur kapitalismi hefur aldrei getið af sér menningar- verðmæti. Amerísk menning- arverðmæti hafa flest komið frá svertingjum og öðrum kúg- uðum hópum, sem hafa staðið utan við hina kapítalísku menningu eða á neðsta þrepi hennar. Á meðal þessara menningarverðmæta er blúsinn. Quiet Riot er dæmi um svo- kallaðar Heavy-Metal hljóm- sveitir, sem hafa tekið ýmis element úr blús , eða rythm’n blues, sem er stórborgarblús negranna, og snúið honum upp á andskotann. Tónlistin er hér notuð til að stunda peninga- plokk af saklausum ung- lingum, sem vita ekki betur en að þetta sé góð og gild vara. Að kaupa plötu með Quiet Riot, Kiss, Iron Maiden eða einhverri annarri HM hljóm- sveit er eins og að kaupa finnskar kartöflur. Á yfirborð- inu er þetta rokk, eða kartafla, en þegar undir yfirborðið er koniið er hér um að ræða rot. Hljómsveitir og iðnaður sem þessi tekur æskulýðsuppreisnir og subkúltúra síðustu 30 ára, hreinsar vandlega af öllú inni- haldi, pakkar þetta inn í „rót- ’tækar" og „hættulegar" um- búðir og hala svo inn peninga. Nokkrir lagatitlar ættu að gefa til kynna hvað íelst ; þessari tónlist: Scream and shout, We Were Born To Rock, Bad Boy, Party AU Night. Útlit meðlima er upp- suða og útvatnað útlit glitter- hljómsveita eins og Sweet og Mud frá því fyrir 11 árum síðan. Plötur eins og þessa ætti að forðast. (1 af 10) ádj Góðsöngkona- Leiðindaplata - TinaTurner Private Dancer Fálkinn/Capitol ■ Enn slær Tina Turner í gegn. Hún er að ég held 45 eða 46 ára gömul en gefur yngri poppstörnum lítið eftir nema síður sé. Komst á toppinn í Bandaríkjunum með laginu What’s love got to do with it og þessi nýjasta plata hennar Pri- vate Dancer er helv... mikið leikin í útvarpstöðvum um heim allan og líka hér „on the klake" (á klakanum). Tónlistin sem Turner hefur getið sér frægð fyrir að syngja kallast að ég held Rythmablús en þó fer hún af og til út fyrir það blessunin, enda slíkt leyfi- legt í knattspyrnu alveg eins og að skipta tveimur leikmönnum inn á..(??) Mér finnst Private Dancer heldur leiðinleg ef á heildina er litið, kannski bara af því að ég fíla ekki þessa tegund tón- listar í botn. Lögin eru nokk- uð keimlík fyrir utan þessi gömlu góðu, Help og 1984 og fleiri. Svo er annað sem pirrar undirritaðan gagnrýnanda. Það er yfirdrifin notkun trommuheila og synthesizera í flest öllum lögunum. Ef við klárum að tala um slæmu hliðar plötunnar þá mun ég aldrei sætta mig við útsetninguna á Bítlalaginu Help. Par er meira segja bætt við hljómum í stað upphaf- legra og það finnst með skandall.... Svoerþaðplúsinn: Rödd Tinu Turner er stórbrot- in hreint út sagt og það bjargar plötunni fyrir horn. Bestu lög What’s love... og Better be good to me.. (5 af 10) _ ,(>,. leikur enginn vafi, en bara ennþá betra. (8 af 10) ,ó,. Duló, duló hjá Idol - Billy Idol/Eyes wit- hout a face Chrysalis/Steinar ■ Nostalgíukenndurersöng- ur Billy Idols: Eyes without a face. Lagið gæti verið 50 ára gamalt og rennur Ijúflega í gegnum eyru manns. Söng- varinn Billy Idol er sterkur og dulúðlegur hljóðfæraleikur hcfur mikið að segja. Petta er draumkennt lagt sem verið er að skrifa unt og ekkert skrýtið að það skuli hafa notið vinsælda. Á hlið B er svo annað lag sem heitir The Dead next door. Tekið af sömu breiðskífu Rebel Ycll. Þar nýtursín einn- ig vel þykk og kraftmikil rödd blondínans en lagið ekki jafn- skemmtilegt, þó í sama stíl sé. Þetta er bara ágætur singull, svei mér þá... (7 af 10» - Ágætis reggae Peter Tosh - Captured Live Útg.: EMI - Falkinn ■ Peter Tosh hefur nýverið sent frá sér hljómleikaplötu. Hún er tekin upp í Los Angeles og inniheldur 7 lög. Þetta eru allt þekkt lög, svo sem Bush Doctor, Ge Up, Stand Up, og gamli standardinn Johnny B. Goode. Tosh er einn af þekktustu reggae-tónlistarmönnum heims. Ásamt með bresku hljómsveitunum Black Uhuru og Aswad er hann í framlínu reggae tónlistar í heiminum. Tosh hefur þó nokkuð aðra stöðu en þessar tvær hljóm- sveitir, því að hann er Jamaica- búi, þar sem hljómsveitirnar eru breskar. Tosh var eitt sinn í hljómsveit Bob Marleys, The Wailers, og er á nokkurn hátt arftaki hans. Stjarna Tosh skín þó ekki nærri eins hátt og Marleys, en þó má segja að Tosh sé einna næst því af öllum reggaetónlistarmönnum að geta talist stjarna. Frá því Marley lést hefur þessi tónlist- arstefna nefnilega átt í tölu- verðum erfiðleikum og að miklu leyti horfið úr megin- straumi popptónlistar. Reggae-tónlist er mjög skemmtilegt tónlistarafbrigði. og var á 8. áratugnum ferskast form svartrar tónlistar. Anter- íska elektrófönkið hefur nú tekið við þeirri stöðu. en gott dub er enn framleitt í miklum mæli aðallega í Bretlandi. Tosh er ekki mikið í dubinu, sem er eiginlega grein á meiði reggae-tónlistar, heldur er hann fremur poppaður. Regg- ae hans hefur orðið fyrir tölu- verðum rokkáhrifum. Laga- smíðar hans eru ekki eins Ijúf- ar og Marleys, eða eins gríp- andi, en þó er mjög gaman að hlusta á þessa plötu. Þetta getur ekki talist nein meirihátt- ar live-plata, eins og plata Bob Marleys, Natty Dread, sem telst með meiriháttar live- plötum fyrr og síðar. Eins og áður segir hefur reggae-tónlistin að mestu horf- ið úr meginstraumi poppsins/ rokksins, og virðist eiga í nokkrum érfiðleikum með að endurnýja sig og fá ferskt blóð. Þó eru þar undantekningar á, UB40 heitir bresk hljómsveit sem er bæði skipuð svörtum og hvítum tónlistarmönnum og hefur náð miklum vinsældum í Bretlandi og víðar, og kunn- ingi okkar Islendinga, Linton Kwesi Johnson er mikið skáld og reggae-snillingur. Ólíklegt er að Peter Tosh eigi eftir að snúa þessari þróun við með þessari plötu, þetta er einfaldlega gott reggaepopp, og þar við situr. (7 af 10) ád,. Buckingham í banastuði - Lindsey Buckingham /Go insane Fálkinn / Mercury ■ Lindsey Buckingham? Jú það er gítarleikari, söngvari og lagasmiður í Fleetwood Mac. Jú hann var líka í tygjum við Stevic Nicks. Lindsey Buckingham hefur sent frá sér skolli skemmtilega sólóplötu sent heitir Go in- sane, eða Geðveikist.!! Ekki fer mikið fyrir geðveiki í tónlist Buckingham á plöt- unni. Hann færlánuðstílbrigði úr afríkanskri tónlist dulítið mikið og er það vel. Þ.e. viðlögin í lögum hans gætu þess vegna verið afríkönsk. Á plötunni eru 8 lög, þar af tvö stutt verk. Buckingham er skemmtilegur tónlistarmaður. Hann leikurá næröll hljóðfæri á plötunni og gerir þaö snilld- arlega, sérstaklega er hann skemmtilegur gítarleikari. Lagasmíðarnar eru einfaldar yfir það heila og ekki flóknar en þó eru þaö þessi tvö verk •sem vefjast fyrir manni í stutta stund. Fyrst fannst mér þau óþolandi, sérstaklega Play The Rain en eftir nokkrar yfirferðir var þetta orðið fínt. Það er aðeins eitt sem fer í taugarnar á mér á plötu þess- ari, annars ágætu. Það er notk- un ekkó-maskínunnar. í hverju einasta lagi er henni beitt óspart og hvað eftir annað þannig að allt bergmálar eins og ég veit ekki hvað. En þetta er ekki stórt atriði og ekkert til að eyðileggja góða plötu. Bestu lögin eru öll. Þetta er Fleetwood Maclegt, á því

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.