NT - 04.02.1985, Blaðsíða 20

NT - 04.02.1985, Blaðsíða 20
ur Mánudagur 4. febrúar 1985 20 Iþróttir Þýska knattspyrnan: Atli skoraði mark - í sigri Dússeldorf - Stórsigur Stuttgart - Úrdingen vann - Bayern er efst ■ Loksins er boltinn farinn að rúlla aftur hér í Bundeslig- unni. Átjándi leikdagurinn og þar með seinni umferðin bauð uppá margt skemmtilegt. Leik- menn liðanna sýndu það að þrátt fyrir langt hlé geta þeir ennþá spilað knattspyrnu. Hundrað tjörutíu og fimm þús- und áhorfendur sáu 37 mörk í níu ieikjum. Lélegasti leikmað- ur helgarinnar var Andri Egli Atli: Skoraði. hjá Dortmund, sem leiddi sína menn hratt og örugglega til taps. Hann fékk sex í einkunn sem þýðir að hann á ekki borgun skilda. Ánægjulegt var að engin rauð spjöld voru á lofti og ekkert víti var dæmt. BAYERN ÚRDINGEN- WERDER BREMEN 3-1 Besta vörn Bundesligunnar, Vörn Úrdingen, sem aðeins hefur fengið 21 mark á sig gegn bestu sókn deildarinnar hjá Bremen sem skorað hefur 51 mark og var því skemmtilegur leikur. Lárus Guðmundsson og félagar hófu seinni umferðina með góðum sigri. Ekki varð ljóst hvort Lárus léki með fyrr en kvöldið fyrir leik, vegna inflúensu. En eins og sönnum víkingi sæmir hristi hann það af sér og lék. í byrjun þreifa leikmennirnir fyrir sér og það er ekki fyrr en á þrettándu mínútu sem eitthvað gerist. Wolfgang Funkel gefur góða stungusendingu inná Scháfer sem hleypur alla af sér og skorar fyrir Úrdingen 1-0. 1 síðari hálfleik er greinilegt að leikmenn Bremen hafa fengið betra te, í hálfleik, þarsem þeir eiga fyrstu fjögur færin í leikn- um. Lárus á síðan hörkuskot á mark Bremen en Burdelski nær að verja, en Scháfer nær bolt- anum, og skorar annað mark Úrdingen. Horn Reinderslagar stöðuna fyrir Bremen með marki af stuttu færi. Staðan 2- 1. Scháfer hefur ekki sagt sitt síðasta orð, og skot hans af tuttugu metra færi ratar í netið. 3- 1. Þessum úrslitum náði Úrdingen að halda. DÚSSELDORF- LEVERKUSEN 3-2 Glæsilegt skallamark frá Atla og tvö mörk frá Thiele gerðu það að verkum að Krem- er þjálfari fær að halda hausn- um. Fyrstu mínúturnar ein- kenndust af miðjuþófi. Lítið var um færi í fyrri hálfleik, og var staðan 0-0 í hálfleik. Fyrsta virkilega færi Leverkusen kem- ur á 64. mínútu og eftir mikla þvögu nær Waas að pota í netið af stuttu færi 0-1. Næsta mark á Dússeldorf. Holmquist gefur fyrir markið og Thiele skorar. Nú sækir Dússeldorf eins og þeir eigi lífið að leysa, og á 75. mínútu skorar Thiele aftur og í þetta sinn eftir sendingu frá Bockenfeld 1-2. Bommersend- ir fjörutíu metra sendingu beint á höfuðið á Atla sem skorar með skalla af tíu metra færi, glæsilegt mark, 3-1. Aðeins tveimur mínútum seinna skorar Göth eftir sendingu frá Winkl- hofer. Þrátt fyrir þetta mótlæti náðu Atli og félagar að hanga á sigrinum, sem sagt sanngjarn sigur. BAYEjlN-BIELEFELD 3-3 Aðeins átta þúsund manns sáu botnliðið taka stig af topp- liðinu. Þeir fáu áhorfendur sem mættu létu sér ekki verða kalt, því að sex falleg mörk féllu. Bayern menn voru hinsvegar óhressir með úrslitin, þar sem þarna tapast dýrmætt stig í toppbaráttunni. Fyrir Bayern skoruðu, Augenthaler, Lerby og Wohler. Fyrir Belefeld skor- uðu, Rautiainen, Brocher og Dronia. STUTTGART-KAISER- SLAUTERN 5-0 Án AÁsgeirs, Buchwald og Makan burstuðu meistararnir Kaiserslautern. Fyrsta markið var sjálfsmark, en hin fjögur skiptust þannig: Ohlicher 2, og Allgöver og Reichert sitt hvort. Markaskorarar ■ Þessir hafa skoraö mest í þýsku Bunderslig- unni: Klaus Allofs (Köln).... 15 mörk Wohler (Bremen)...13 mörk Littbarski (Köln).12 mörk Von Heesen (Hamb.) .. 12 mörk Skotland: Aberdeen gefur ekkert eftir ■ Skosku meistarnir Aber- deen halda 8 stiga forystu sinni í úrvalsdeildinni skosku eftir sannfærandi 2-0 sigur á Dumb- arton um helgina. Billy Stark og Eric Blanck skoruðu mörk Aberdeen sem hafa nú 41 stig eftir 25 leiki. Celtic fóru upp í 33 stig með 2-0 sigri á St. Mirren en þeir hafa leikið 3 leikjum minna en Aberdeen. Tommy Burns og Maurice Johnston skoruðu bæði mörkin eftir leikhlé. Þetta var 10 mark Johnstons á keppn- istímabilinu. Glasgow Rangers eru í þriðja sæti með 30 stig eftir sigur á Morton á heimavelli, 2-0. Der- ek Johnston fagnaði endur- komu sinni til Rangers eftir tveggja ára fjarveru í Englandi þar sem hann lék með Chelsea, með seinna markinu. Dundee United hélt fjórða sætinu með enn einum 2-0 sigr- inum þessa helgina, gegn Hi- bernian. FRANKFURT-BOCHUM 1-1 Klaus Fischer skoraði í þess- um leik sitt tíunda mark Bochum, og verður Bochum því að greiða Köln 10.000 mörk. Já uppá ýmislegt er nú samið. HAMBURGER-DORT- MUND 4-2 Besti maður vallarins von Heesen gerði þrjú mörk fyrir Hamburger. Hið fjórða gerði Milewski. Mörk Dortmund gerðu Wegmann og Ratokano. SCHALKE-„GLADBACH“ 4-1 Þeir tveir leikmenn sem Schalke keypti í vetrarútsölu gerðu út um leikinn. Hartmann fyrrum með Köln gerði tvö, og Eilenfeldt gerði eitt. Fjórða mark Schalke gerði Kleppin- ger. Mark Gladbach gerði Rahn. Þetta sýnir að það er ekki alltaf drasl á útsölum. MANNHEIM KARLS- RUHER 3-0 Kargus markvörður átti svartan dag í marki Karlsruher. Þrjú mistök og þrjú mörk. Mörk Mannheim gerðu Sclos tvö og Wolder eitt. KÖLN-BREUNSCHWEIG 1-0 Koln án Allofs og Hartwig og Engels tókst að sigra. Litt- barski skoraði mark Köln, með nákvæmu skoti af sextán metra færi. Þessi sigur færði Kölnar- liðinu annað sætið í deildinni. ■ Littbarski færði Kölnurum sigur með góðu marki. V-Þýskaland: ÚRSLIT 1 Mannheim-Karlsríihe 3-0 I Úrdingen-Werder Bremen 3-1 1 Bayern M.-Bielefeld 3-3 I Stuttgart-Kaiserslautern 5-0 Dusseldorf-Leverkusen 3-2 Frankfurt-Bochum 1-1 Schalke-„Gladbach“ 4-1 Hamborg-Dortmund 4-2 Köln-Brunschweig 1-0 STADAN B. Múnchen 18 11 4 3 42-24 26 Köln 18 11 2 5 43-33 24 W. Bremen 18 8 7 3 52-31 23 tírdingen 18 10 3 5 37-22 23 „Gladbach" 18 8 5 5 47-34 21 Hamburg 18 7 7 4 34-29 21 Bochum 18 6 8 4 28-25 20 Stuttgart 18 8 3 7 48-28 19 Mannheim 18 8 3 7 29-33 19 Frankfurt 18 6 6 6 37-39 18 Schalke 18 6 5 7 35-39 17 Kaisersl. 18 5 7 6 23-29 17 Dússeldorf 18 6 4 8 33-36 16 Leverkusen 18 4 6 8 27-32 14 Karlsruhe 18 3 6 9 25-50 12 Dortmund 17 5 1 11 22-37 11 Bielefeld 17 1 9 7 19-38 11 Brunschweig 18 4 2 12 22-44 10 Hundur beit Janus - Fortuna kærir leikinn ■ I upphitun fyrir leikinn á móti Tarsel varð Janus Guð- laugsson knattspyrnukappi fyr- ir því einstæða óhappi að verða bitinn af einum af mörgum varðhundum sem staddir eru á hverjum leik, Látum Janus lýsa atvikinu. „Við vorum að spila saman á grasinu og boltinn hafði rúllað aðeins í burtu, og ég fer ogætla að ná.í boltann. I þann mund sem ég er að taka boltann upp bítur hundurinn mig í aftanvert lærið, og hlaut ég'djúp sár af og blæddi talsvert úr." Janus var síðan sprautaður og vafinn, og fær hann sprautur einu sinni á viku næsta hálfa mánuð, og eina að hálfu ári liðnu. Hundurinn var af teg- undinni Schíiffer. Fortuna eru búnir að kæra leikinn sem tapaðist 1-2. Þessir hundar eiga að hafa munn- körfu, en þessi tiltekni hundur hafði enga, og eru góðar líkur á að kæran vinnist. Frakkland: Bordeaux f er áfullt skrið Janus: Var bitinn. Jók forskot sitt í 3 stig ■ Bordeaux jók forskot sitt í frönsku I. deildinni í knatt- spyrnu um helgina er þeir sigr- uðu Brest örugglega 3-0 á með- an helstu keppinautar þeirra, Nantes gerðu jafntelli við Bast- ia, 1-1. Bordeaux, núverandi meistarar, skoruðu öll þrjú mörk sín í fyrri hálfleik. Lands- liðsmaðurinn Bernard La- combe opnaði markareikning- inn 'i á 20. mínútu, en Jean Tigana, annar landsliðsmaður Frakka bætti við á 35. mínútu URSLIT Bordeaux-Brest Bastia-Nantes Auxerre-Lille Tours-Toulon Lens-Toulouse Rouen-Laval Racing Paris-Strasbourg 3-0 1-1 3-0 0-1 0-0 2-0 2-2 STAÐAN Bordeaux Nantes Auxerre Toulon Metz Lens Brest Bastia Monaco Paris S.G. Laval Sochaux Lille Toulouse Marseille Nancy Strasbourg Rouen Tours Racing Paris 23 16 23 15 23 11 23 13 22 11 23 9 23 8 23 9 22 8 22 9 23 7 20 23 2 43-17 37 4 38-20 34 4 36-20 30 7 31-24 29 7 28-31 26 7 33-24 25 6 33-25 25 9 26-34 23 8 34-22 22 9 36-40 22 9 26-36 21 } 4 10 36-27 20 7 10 26-27 19 10 29-36 19 11 28-38 19 11 25-32 18 10 29-33 17 10 17-28 17 12 25-40 16 15 17-42 13 Lacombe: Skoraði. og Dieter Múller gulltryggði sigurinn 8 mínútum síðar. Auxerre, sem er í þriðja sæti, vann einnig 3-0, gegn Lille Semeru í fallbaráttunni. Jacky Perdrieau tók af skarið á 14. mínútu en mörk hjá þeim Patrice Garande og Basile Boli fylgdu í kjölfarið. Nantes tók forystuna í Bastia með marki úr vítaspyrnu. Þar var að verki markavélin Vahid Halilhodzic frá Júgóslavíu. Nantes virtist ætla að sigra án vandræða þar til á 8 mínútur voru til leiksloka að Charles Orlanducci jafnaði fyrir Kör- síku-liðið úr annarri víta- spyrnu. Toulon, sem er í fjórða sæti, hélt sér í námunda við efstu liðin með 1-0 sigri á Tours. Roger Ricort skoraði markið á 15. mínútu. V-Þýskaland: Förster og Roleder framlengjasamning Frá Gudmundi Karlssyni í Köln: ■ Karl Heins Förster og Helmut Roleder hafa fram- lengt santning sinn við Stuttgart um þrjú ár. Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir fyrir Ásgeir Sigurvinsson, þar sem margir leikmenn liðsins höfðu hug á að fara frá liðinu. Enski boltinn: Áhugi í Jórvík - vegna leiks við Liverpool Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Englandi: ■ Eftir hinn frækilega sigur York City á Arsenal um síðustu helgi, hefur áhugi Jórvíkurbúa á gengi liðsins aukist veru- lega. Á laugardaginn er liðið spilaði gegn Vigan Athletic í 3. deildinni var allt yfírfullt á Tootan Crescent, heimavelli Jór- víkurliðsins. Vallarstarfs- menn þurftu að loka hlið- um eftir að hafa hleypt 11.000 áhorfendum inn en þrátt fyrir þennan fjölda þurftu um 2.500 aðdáendur liðsins að bíða fyrir utan. Ástæðan var þó líklega ekki Vigan Athletic heldur sú að þeir sem komust inn fengu miða sem setur þá fremst í flokk þeirra sem fá miða á næsta stórleik York City, það er að segja leik York og Liv- erpool í 5. umferð bik- arkeppninnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.